Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Síða 3

Samvinnan - 01.12.1955, Síða 3
V Hátíð friðarins — jbrátt fyrir allt Það hefur verið í tízku um árabil að hafa allt á horn- um sér varðandi jólin. Það þykir góð latína að kveða fast að orði um, að þessi forna og kristna hátíð friðarins sé orðin að hátíð gullkálfsins, fordæma hina dæmalausu kaupmennsku, sem viðgengst fyrir jólin, og þá gróðafýsn, sem þá kemur í ljós á hinum furðulegustu sviðum fram- leiðslu og verzlunar. Fáum finnst jólin nú á dögum geta á nokkurn hátt jafn- azt á við þessa fögru hátíð, eins og hún var í þeirra eigin ungdæmi. Menn sakna hinnar barnslegu og hreinu gleði yfir kertum og spilum eða öðru lítilræði, finnst heimtufrekjan í garð vitringanna, sem gjafir færðu, vera orðin helzt til mikil, og þakklætið lítið. Mönnum finnst jólin vera orðin dýr og trúa því ekki með sjálfum sér, að friður eða frómir þankar geti vegið á móti hinni að- þrengdu pyngju. Og þó taka menn nærri sér til að gefa eins og þeirn er gefið ■— eða örlítið betur. Svo líður að jólakvöldi. Hangikjötsilm- inn leggur um heimilið, börnin bíða með eftirvæntingu að mega skreyta tréð eða opna pakka. Tónar sálmanna berast úr útvarpinu og lesinn er jólaboðskapurinn — sömu sálmar, sami boðskapur og fyrir hálfum mannsaldri. Þetta kvöld er, þrátt fyrir allt, vandfundinn sá heim- ilisfaðir eða sú húsmóðir, sem ekki finnur eitthvert brot af þeint friði, þeim kærleika, sem jólin boða. Vandfundið það barn, sem ekki gleðst. Erfiðið gleymist fljótt og áhyggjurnar hverfa blessun- arlega. Víst er það satt, sem sagt var um jólin og gull- kálfinn. Því getur enginn mótmælt. En setur ekki þessi höfuðskepna svip á allt líf í nútíma þjóðféalgi? F.ru jólin nokkuð einsdæmi, hvað það snertir? Og er fjárausturinn ekki — þótt sorglegt sé að segja það — almennt einkenni á okkar kynslóð, en ekkert séreinkenni jólanna? Það er eðlilegt, að flestum finnist jólin hafa verið betri og fegurri í þeirra eigin umdæmi. En hver vill fullyrða, að endurminningin um jólin á bernskuárunum verði börn- um samtíðarinnar minna virði en hún nú er hinum full- vaxta? Jólin eru dýr. En er ekki allt dýrt nú á dögum? Og finnst ekki ærið mörgum nú- tímamönnum, hversu rangt sem það kann að vera, að góður hlutur sé aldrei of d)Tu verði keyptur? Og er það ekki á sinn hátt táknrænt, að á þessari öld hinnar tak.marka- litlu efnishyggju skuli mestu vera fórnað, þegar hátíð andans og friðarins gengur í garð? Hin veraldlega hlið jólahátíðarinnar verður ávallt spegilmynd af hverri kyn- slóð. En það, sem mestu máli skiptir, er ekki hin verald- lega hlið, heldur hin andlega. Hversu mjög sem gullinu er ausið og hvort sem það er þakkað eða vanþakkað, verð- ur þeirri staðreynd ekki breytt, að það eru hin gömlu verð- mæti, sem gefa jólunum gildi sitt: boðskapurinn um kær- leikann og frið á jörð. Og þau hafa alls ekki glatazt. Jólin eru hátíð friðarins, þrátt fyrir allt. (jleiileg jcl! 3

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.