Samvinnan - 01.12.1955, Blaðsíða 4
Frá Hamarsfirði
til heimsborganna
Svipmyndir úr viðburðaríkri ævi
listamannsins Ríkarðs Jónssonar
Skápshurð (mahogni). Eigandi Benedikt Ög-
mundsson, skipstjóri.
Það var uppi fótur og fit á Strýtu
í Hamarsfirði einn vorkaldan dag í
aprílmánuði árið 1905. Jón bóndi tók
hesta og lagði á. Ólöf húsfreyja raðaði
fötum niður í koffort. Unglingur á
sevtjánda ári með fíngerða drætti og
draumlyndi í augunum, tók nokkra
útskorna muni úr tálgusteini ofan af
hillu og setti þá í koffortið. Það var
nokkur óeirð og ferðahugur í drengn-
um, því að hann var að leggja af stað
til höfuðstaðarins — í námsför.
Fjögur yngri systkini stóðu hjá og
undruðust þessa dirfsku hjá stóra
bróður. Skipið fór frá Djúpavogi og
þangað lá leiðin fyrst. Foreldrar
drengsins fylgdu honum til skips, en
það var klukkustundar ferð. Jörð var
auð, en kuldi og krap í loftinu. Dreng-
urinn kvaddi móður sína í fjörunni,
en faðir hans reri með honum út í
skipið ásamt verzlunarmanni einum
á Djúpavogi, sem hét Páll H. Gísla-
son og hafði átt sinn þátt í því, að
drengurinn fór þessa för.
Skipið hét „Hólar“ og annaðist
strandferðir. Hafði verið pantað ká-
etupláss fyrir drenginn, en einhverra
hluta vegna brást það og var hon-
um sagt, að hann mundi fá koju frá
Hornafirði. Hann var öllu vanur til
lands og sjávar og setti ekki fyrir sig
að standa ofanþilja til Homafjarðar,
enda dagurinn fyrir hendi.
Það syrti í lofti, er á daginn leið, og
hver krapahryðjan rak aðra. Káetu-
plássið frá Hornafirði brást líka. Nótt-
in var nú að detta á og drengurinn
gekk um þiljurnar og orti sér til hug-
arhægðar. Hann hafði reyndar byrj-
að á því löngu fyrir fermingu. Hann
var í venjulegum íslenzkum ullarföt-
um, en næðingurinn smaug í gegn um
þau og honum var kalt. Auk þess fór
skipið að velta og hann gerðist sjó-
veikur.
Hann fann að lokum þröngt skot
uppi við reykháfinn og þar settist
hann. Þar var að minnsta kosti af-
drep fyrir ágjöfinni.
Þegar drengnum var að renna í
brjóst, kom þar að gamall maður og
spurði, hvort hann hefði ekki káetu-
pláss og sagði drengurinn sem var.
Bauð þá maðurinn honum koju sína
og bar nú ekki til tíðinda sem eftir
var ferðarinnar suður.
Reykjavík var ekki víðáttumikill
bær árið 1905. Byggðin var í mið-
bænum, með Vesturgötunni, Lauga-
vegi og Hverfisgötu og að nokkm
neðst í Þingholtunum. Austfirzkum
dreng, sem steig þar á land í fyrsta
sinn, þótti að vísu nokkuð til þess
koma. Ekki þekkti hann nokkra lif-
andi sál í þessum bæ. Kennarinn til-
vonandi átti að taka á móti honum,
en hann hafði ekki varað sig á skips-
komunni. Drengurinn sneri sér þá til
gamla mannsins, sem hafði lánað
honum kojuna sína, og þar stóð ekki
á fvrirgreiðslu. Þessi maður reyndist
vera Böðvar póstur frá Vopnafirði.
En drengurinn frá Strýtu hét Rík-
arður Jónsson og skyldi hann nú
nema tréskurð hjá Stefáni Eiríkssyni
„hinurn oddhaga“ í Reykjavík. Stef-
RikarSur Jónsson, sextugur.
4