Samvinnan - 01.12.1955, Side 7
jjjgimi
'
,
NORDj
• '
áz. * f'‘; •:
Til vinstri er hin frœga prófsmíð Rikarðs. Það er spegilurngjörð, sem nú er eign Þjóðminjasafnsins. Myndin til hœgri er af Konungshorninu, en j/að
voru skipshafnir af norskum skipum, sem gáfu hornið konungi sinum, Hákoni VII, að striðinu loknu.
Uppi’ í Hultrahömrum
heyrði eg undrið tala.
Eg var barn að aldri —
eg var þá að smala.
Heyrði’ ég lágt í leyni
ljúfum hvíslað orðum;
Ekkert land á unað
eins og þar var forðum.
I Hamarsfirði austur er Iandslag
stórbrotið og hrikalegt. Hamrar og
strýtur og ægifagur Búlandstindur er
eins og stórkostlegt höggmyndasmíði
og litríkt málverk í senn. I Hultra-
hömrum er rauður tálgusteinn og í
Tobbugjótarkambi er brúnn steinn.
Langt inni á Búlandsdal er jafnvel til
grænn tálgusteinn.
Það var að vonum, að svo f jölskrúð-
ug náttúrufegurð markaði spor í
næma barnssál.
Um aldamótin síðustu gekk tólf
ára drengur um þessa haga og safnaði
sér tálgusteinum. Hann hefur ef til
vill leitað að óskasteinum líka. Að
minnsta kosti átti hann sér takmark.
Þessi drengur hét Ríkarður Jóns-
son, og þótt ungur væri, hafði hann
þá þegar getið sér orðstír vítt um
sveitir fyrir óvenjulegan hagleik.
Það kom samt engum á óvart, því
að drengurinn átti til listfengra að
telja í báðar ættir. Það voru smiðir,
bókamenn og hagyrðingar, en Jón
Þórarinsson, faðir Ríkarðs, mun þó
hafa verið mestur snillingur þeirra.
Alla þessa góðu eiginleika hlaut dreng-
urinn í vöggugjöf í ríkum mæli.
Foreldrar Ríkarðs bjuggu að Tungu
í Fáskrúðsfirði og þar fæddist hann
20. september 1888. Móðir hans var
Ólöf Finnsdóttir, ættuð þar frá
Tungu, en faðir Jón Þórarinsson,
bónda á Núpi á Berufjarðarströnd.
Hann var tvígiftur, átti með fyrri
konu sinni átta börn, en þau dóu öll
í æsku.
I báðar ættir Ríkarðs voru traustir
stofnar, greint og gott bændafólk,
orðlagt fyrir hagleik.
Þau Jón og Ólöf fluttu að Eyjum í
Breiðdal þegar drengurinn var miss-
iris gamall, en ári síðar að Strýtu í
Hálsþinghá í Hamarsfirði. í því
fagra umhverfi ólst Ríkarður upp til
fjórtán ára aldurs.
Snemma beygist krókurinn að því,
sem verða skal. Svo fljótt sem Rík-
(Framh. d bls. 28)
7