Samvinnan - 01.12.1955, Side 10
ÞAR GLITRA DAGGIR . . .
Ljusnan, lífæð Helsingjalands
Degi var tekið að halla og skugg-
arnir af trjánum farnir að lengjast.
Milli skógi vaxinna ása og hæða lið-
aðist Ljusnan, lífæð landsins, á sama
hátt og hún hefur gert um þúsundir
ára, hvort sem dalverpi hennar og
hliðar ánna voru byggð steinaldar-
mönnum eða sonum atomaldar, ell-
egar meðan maðurinn hafði ekki
markað spor sín í sandinn við bakka
hennar, troðið og beitt grasið, rutt
skóga og brennt, né heldur gengið á
vit guða sinna í helgum fórnarlund-
um, hofum og kirkjum. Dagur í sögu
árinnar er sem dropi í gífurlegu vatns-
magni hennar. Enn einn var að líða
og nú glampaði aftansólin enn einu
sinni á lygnu vatnsborði árinnar, þar
sem hún hvílir sig í Vognum. Ein-
hvers staðar langt, langt inni á milli
fjallanna var hún bara lækur, og eft-
ir 430 km leið yfir landið fellur stór-
fljót til sævar.
FRÁ LJUSNETJÁRNEN TIL
LJUSNE STRÖMMAR.
Það er lítil á, sem fellur út úr
Ferðaþættir eftir
SIGVALDA HJÁLMARSSON
Ljusnetjárnen rétt hjá landamærum
Noregs og Svíþjóðar. Þetta er í 884
m. hæð yíir sjávarmál, og handan yf-
ir landamærin fellur vatn til hennar
af 2 km2 lands, en alls flytur hún brott
vatn af 19.800 km2. Áin fellur í fyrstu
meðal háfjallanna og innbyrðir hverja
hliðarána af annarri. Hún lækkar sig
ört áður en hún liðast út á brúksvell-
ina í Ljusnedla, þar sem koparmynt
var slegin fyrrum, en síðar unnið járn
og nikkel. För hennar heldur áfram
um Herdal, hið lítt bj^ggða en mjög
skógi vaxna fjalllendi; framan af er
hún stríð og fljót í ferðum, en er
lengra kemur verður hún kyrrlátari.
Flestöll fallvötn í Herdal enda skeið
sitt í skauti hennar og þegar við
Sveg, höfuðborg Herdals, er hún orð-
in að vatnsmiklu fljóti, sem streymir
þungt og hægt milli lágra, furuklæddra
sandása. Á stöku stað myndar hún
hólma, sem geta verið ævintýralega
fagrir og gefið ánni svip stöðuvatns
fremur en straumvatns.
Þegar hún tekur að nálgast vest-
urmörk Helsingjalands, hefur hún enn
bætt við sig vatni, svo að til muna
verður. Farvegur hennar lækkar nú
til muna, og í Fárila, ofarlega í Hels-
ingjalandi, er Laforsen, þar sem lax-
inn strandar í ástríðufullri sókn sinni
móti straumnum. Hér er fyrir nokkru
hafin vegferð hennar um landið, sem
hún hefur gætt lífi um þúsundir ára.
Hún var drottning þess, er maðurinn
leit það fyrst, og fóstra byggðarinn-
ar er hún nú, gjafmild og hjálpsöm,
ekki síður en þá, er fyrstu landnem-
arnir lögðu leið sína upp með henni.
FIÐLU-JÓN VIÐ FOSSINN.
Nú opnast víðar byggðir og bú-
sældarlegar, sem verið hafa vettvang-
ur mikilla örlaga, menningarstarfs og
baráttu um margra alda skeið. Á þess-
um slóðum „féll dögg og draup regn“
í sveitasögum Margitar Söderholm.
10