Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Síða 12

Samvinnan - 01.12.1955, Síða 12
S<L yis *!% Hagyrðingur kveður sér hijóðs Nokkrar tausavísur eftir Trausta Reykclal á SigLufirði Trausti Árnason Reykdal er fædd- ur að Mýlaugsstöðum í Aðalreykja- dal í Suður-Þingeyjarsýslu 7. ágúst 1888. Foreldrar hans voru: Guðbjörg Guðmundsdóttir og Árni Kristjáns- son, bæði af þingeyskum ættum. Trausti var yngstur af 12 systkinum og missti föður sinn tveggja ára að aldri. Olst upp frá 4 ára til 15 ára aldurs hjá hjónunum Kristjáni Jóns- syni og Kristjönu Flóvensdóttur að Hólmavaði í sömu sveit. Var síðan í vinnumennsku um skeið þar um sveitir. Fluttist til Akureyrar 1908. Var á Akureyri til 1930. Stundaði smíðar, fiskmat og vinnu sem lög- giltur vigtarmaður. Gerðist þar næst bóndi í Skagafirði: fyrst á Hvalnesi í Skefilsstaðahreppi, síðan að Hrafna- gili í sömu sveit. Fluttist til Siglu- fjarðar árið 1942 og hefur átt þar heima síðan. Hann er tvígiftur. F}rrri koná hans var Sigurbjörg Flóvents- dóttir. Hún dó 1914, þrem árum eftir að þau giftust. Síðari kona Trausta er Anna Tómasdóttir. Á Siglufirði stundaði Trausti fisk- mat, afgreiðslustörf o. fl., en er nú orðinn hedsubilaður og þolir lítt vinnu. Hann er deildarstjóri í Kaup- félagi Siglfirðinga og samvinnumaður góður. Trausti er prúðmenni og snyrti- menni. Vel gefinn niaður og fjölhæf- ur að upplagi. Hann hefur vndi af ljóðum og hefur sjálfur allmikið ort. Hann er fljótur að kasta fram stöku, og birtir Samvinnan hér sýnishorn af stökum hans. SAMVINNAN. Sarnan vinna er hugsjón heið, heilla spinnur þræði, öruggt tvinnar lífs á leið láns og vinnings gæði. Þraut er létt, ef þunga er skipt, úr þreyttra réttist bökum. Hefir þetta þyngstum lyft þjóðar Grettistökum. Bál frá eldi bræðralags hirtu veldur skærri. Allt að kveldi efsta dag eining heldur tærri. VORAR SEINT. (Höf. var að leita í vinningaskrá.) Lítið gróður hefir hjarnað, — hugarlöndin grá af sinu. — Ennþá er ntér vinnings varnað. — Vorar seint í Happdrættinu. Á HESTBAK ÞÁ! Bezt að taka lífi létt, láta vaka drauma. Hlaupa á bak og hleypa sprett, hafa slaka tauma. BJARTSÝNI. Saman binda af bragarsmið bjartar rnyndir skyldi: kærleik, yndi, ást og frið, auðnu og lyndismildi. SÓLARLAG. Þýtur í stráum þeyrinn hljótt, þagnar kliður dagsins. Guð er að bjóða góða nótt í geislum sólarlagsins. ENN ER VON FYRIR ALLA. Enn er von tim ást og skjól, eilíf hjálpargæði. Ennþá drottins signir sól sauði og hafra bæði. KVEÐIÐ I FLUGVÉL. Létt sent þrá urn heiðin há — himinbláar leiðir — vængjum fráum flugan á ferðastjáið greiðir. Á ÆSKUSLÓÐUM. Fornar slóðir finnast mér faðminn bjóði að nýju. Örar blóð um æðar fer, yljað móðurhlýju. HJÁ LAXÁ í AÐALDAL. Hér við Laxár hörpuslátt hægt er stríði að gleyma. Eg hef — finnst mér — aldrei átt annars staðar heima. SKÝJAROF. Hélu af þéttum skýjaskjá skafa glettur vinda. Sólskin.sblettum bregður á brúnagretta tinda. GAMAN AFTUR. Veðrið hamast, vart finnst skjól, viljans lamast kraftur. Víkur ami, er vermir sól, og verður gaman aftur. LENGI LIFIR í GÖMLUM GLÆÐUM. 011 þó virðist ævintýr undir fortíð heyra, getur bros og geisli nýr gefið von um nteira. 12

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.