Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Síða 14

Samvinnan - 01.12.1955, Síða 14
Frægir málarar VI.: El Greco: Sjdlfsmynd. d (jtecc Grikkinn, sem settist að á Spáni og varð einn mesti snillingur listarinnar Hann var skírður Domenico Theo- tocopoulus, en kallaður stuttu og lag- góðu nafni, E1 Greco, sem þýðir „Grikkinn“. Hann var líka af grísku bergi brotinn, fæddur og uppalinn á eynni Krít.Ekki gerði hann samt garð- inn frægan þar, heldur í framandi landi. E1 Greco er sennilega fæddur árið 1541. En það er margt fleira en fæð- ingarár hans, sem er á huldu. Sann- leikurinn er sá, að menn vita furðulega Iítið um þennan meistara. Eyjan Krít tilheyrði í þann tíma Feneyjum á It- alíu. Feneyjar voru annað mesta að- setur lista á Ítalíu um þær mundir. Þar bar Titian einna hæst, en fleira var þar ágætra manna. Ekkert er vit- að um æsku E1 Grecos á Krít. Fyrir óralöngu hafði þróazt mikil menning á Krít. Þá voru þar uppi snjallir lista- menn, þó að nú séu nöfn þeirra glevmd. Einkum eru þeir frægir fvrir leirkerasmíði sína. í heimalandi sínu hefur E1 Greco verið vanur að sjá dýrlingamyndir í gömlum, byzantísk- um stíl, alvarlegar og strangar á svip- inn og fjarri nákvæmlegri eftirlíkingu af mönnum. EI Greco hefur sjálfsagt ekkert sett það fyrir sig. Þessar mynd- ir áttu ítök í huga hans seinna. Einhverra hluta vegna skýtur E1 Greco upp kollinum í Feneyjum og er talið, að hann hafi unnið á verkstæð- um málara þar. Hann kemur til Róm- ar, og þar er hann kallaður nemandi Titians. Um þessar mundir var náungi einn, sem Tintoretto hét, að hneyksla fólk með myndum, sem voru ekki eins ná- kvæmlega unnar og það hafði átt að venjast. Þær voru „ófullgerðar“, eins og það var kallað. En Tintoretto leit sjálfur á verk sín sem góða og gilda vöru. Hann einungis lýsti því, sem honum bjó í brjósti, með óvanalegum hætti. EI Greco var ekkert hneykslaður á Tintoretto. Þvert á móti varð hann hugfanginn af stíl hans. Form og litir náttúiunnar skiptu E1 Greco ekki svo miklu máli. I þeim efnum gekk hann enn lengra en Tintoretto. E1 Greco hafði ama af gagnrýnend- um, sem heimtuðu náttúrulegar eftir- líkingar. Niðurstaðan varð sú, að hann fluttist til Toledo á Spáni. Þar gat hann unnið í friði. Samtíðarmenn Grecos á Spáni gagnrýndu ekki verk hans. „Grikkjanum“ líkaði vel við Spán- verja, og að því er bezt verður vitað, dvaldist hann til æviloka í Toledo. Hann talaði spænsku með grískum málblæ og skrifaði nafn sitt með grísk- um bókstöfum. Beztu upplýsingarnar um líf E1 Grecos í Toledo er að finna Toledo á Spáni. Hér gerði snillingurinn El Greco garðinn frregan og hér gerði hann beztu verk sin. I>etta er eitt af siðustu málverkum hans, en sýnir mæla vel stíl hans. Annarlegum glampa slær á himin og jörð. Það er hvorki tunglskin né dagsljós, heldur „hið innra Ijós" El Grecos, eins og hann sagði sjdlfur. 14

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.