Samvinnan - 01.12.1955, Page 18
upp. Auðir gluggarnir minntu á star-
andi, brostin augu. Plata hafði losnað
á þakinu; hún tísti ámátlega, þegar
vindurinn svipti henni til og frá, á
þessu eina horni, sem fast var. Líklega
færi hún alveg í nótt.
Nú sáust þar ekki lengur spor eftir
litla fætur í snjónum kringum bæinn.
Það var sagt, að bóndinn hefði
fengið vinnu á Vellinum.-----Sama-
stað syninum hjá — samastað synin-
um hjá.
Það bjó heldur enginn lengur í
Króki, kotinu næst fyrir austan. Nei,
Árni gamli var nú ekki lengur þar.
Þessi tvö ár, sem hann bjó þar einn,
eftir að konan hans dó, höfðu þeir
verið saman jólakvöldin. Arni hafði
helzt alltaf viljað tala um fortíðina.
Hann vildi helzt tala um framtíðina.
En þeir nutu samverunnar þrátt fyr-
ir það. — Og hann hafði setið og horft
á hrukkótta andlitið, beinaberar hend-
urnar, gráu hártoppana kringum
skallann á Árna gamla, og fundið til
þess, hvað Arni var orðinn gamall —'
en hann ungur — og þó var alltaf ein-
hver birta yfir gamla andlitinu hans
Árna.
Sonur Árna stundaði verzlunarnám
í Ameríku. Árni var mjög hrifinn af
syninum — hann talaði mest um
soninn fyrir utan fortíðina og búskap-
inn. Svo kom sonurinn heim frá Ame-
ríku og gerðist sölumaður. Hann kom
að Króki haustið eftir rigningasum-
arið í nýjum, amerískum bíl — í bíln-
um með honum var útlenzkur kjöltu-
rakki, ófreskja hin mesta. Já, hann
var mjög fínn maður, sölumaðurinn,
sonur hans Arna gamla. Hann dvaldi
nokkra daga í Króki, hjá föður sín-
um, kom reyndar að Hloti líka — til
að fá lán; hann var að gera stóran
„bissness“, sagði hann, og vanhagaði
um fáeinar krónur. En hann fékk ekk-
ert lán. Það var nú aðallega vegna
rakkaræksnisins.
Árni kom með mjög lítinn fóður-
bæti úr kaupstaðnum um haustið;
hann var nú ekki vanur að kaupa
mikið af svoleiðis vöru — treysti oft-
ast á heyið og beitina. En heyin voru
ón}'t, og allir vissu, að nú yrði að
gefa mikið af fóðurbæti með þeim
og beitinni. Þegar forðagæzlumaður-
inn fór að athuga þetta, kom í ljós,
að Árni skuldaði talsvert, og um
frekari úttekt var ekki að ræða, nema
gegn tryggingu. — Enginn skildi
þetta; áður hafði hann alltaf átt inni,
og það ekkert litla upphæð. Hann
notaði heldur ekki óþarfann, hann
Árni.
Þegar tryggingin var fengin, var
það um seinan, allur fóðurbætir var
búinn. Litlu seinna urðu allir vegir
ófærir. Snjóaveturinn var kominn.
Hann hafði boðið Árna að lána hon-
um, þó að hann vissi, að birgðirnar,
sem hann hafði, voru sízt of miklar.
Árni eyddi því alltaf, sagðist koma,
ef hann þyrfti þess með; að það hlvti
að koma snöp, að fóðurbætirinn hlyti
að komast til þeirra, að Kalli sinn
hefði einhver ráð, ef allt annað brygð-
ist — ekki vissi hann þó til, að sölu-
maðurinn hefði einu sinni skrifað
Árna, hvað þá meira. Auðvitað hefði
bann átt að skoða í hlöðuna hjá Árna,
en honum fannst einhvern veginn, að
hann hefði glatað trúnaði hans. Að
hann væri sér reiður. Hann vildi, að
sölumaðurinn hefði ekki haft með sér
þennan hundskratta, þá hefði hann
líklega lánað honum þessar krónur.
En ef til vill hefði það engu breytt.
Allir voru nú líka orðnir hræddir
við heyleysi. Það þurfti sterkar taug-
ar til að horfast í augu við hordauð-
ann, heyra jarm og tannagnístran
skepnanna, þegar komið var í húsin.
Sami kuldinn dag eftir dag, oftast
snjókoma eða skafrenningur. Stund-
um var hreinviðri, en einhver móða í
loftinu, svo að dauft sólskinið var
eins og háðsglott yfir snæbreiðunni,
sem lá yfir öllu.
Svo var það eitt kvöld seint á ein-
mánuði, að forðagæzlumaðurinn kom
að Króki. Kindurnar voru úti, en gef-
ið hafði verið á garðann, að heita
mátti síðasta heyið. Hann fann Árna
gamla hvergi. Morguninn eftir fundu
þeir sporin hans — þau lágu niður að
vök, sem var á ísnum á ánni, í snjón-
um, sem var farinn að blána í fyrsta
hlákublota vetrarins. Djúp spor, sem
lágu beint að vökinni.
Sölumaðurinn kom þá um vorið til
að koma arfinum í verð. Hann mundi
svo vel, hvað búslóð Árna gamla
hafði verið ömurlega umkomulaus,
þegar búið var að bera hana út; hon-
um hafði orðið óglatt — suma við-
stadda hafði hann séð glotta.
Sölumaðurinn var prýðilega búinn
— hann hafði gleymt að borga um-
hirðu á arfinum — en það krafði
hann heldur enginn.
Ekki var útförin hans Árna dýr.
Sjálfur hafði hann valið legstaðinn,
þegar hann áleit allt tapað. Áin ann-
aðist hitt, hún söng yfir honum, og
einhvers staðar voru gömlu beinin
hans sandorpin, í óhreinu hversdags-
fötunum.
Góður sölumaður var Kalli. Kotið
seldi hann nokkrum stangarveiði-
mönnum; þeir urðu að kaupa það, til
að fá veiðiréttinn í ánni.
--------I dag er glatt í döprum
hjörtum.---------
Stormurinn þeytti mjöllinni á
gluggann. Það söng í símaþræðinum,
dularfullum, þunglyndislegum tón,
sem stundum var mjór og titrandi,
svo hækkandi — sterkur. Uti sást
ekkert nema kóf, enda þurfti nú langt
að horfa eftir ljósi — ekki hafði hann
heyrt símann hringja í kvöld.
Hann hlustaði á jólakveðjur til sjó-
manna, og það lá við, að hann öfund-
aði þá af kveðjunum. En eflaust voru
margir, sem engar kveðjur fengu, en
börðust við storminn kaldir og ein-
mana.
Svo lokaði hann útvarpstækinu.
Það var verst með veðrið. Jæja, mað-
ur kæmist svo sem að því á morgun,
hvernig það yrði. Og hann tók lamp-
ann og gekk inn í stofuna til að ná
sér í bók. Hann litaðist um í daufu
skini lampans, leit á húsgögnin, raðir
bókanna. Hér var allt fágað og hreint.
En það vantaði eitthvað eða ein-
hverja næma hönd, sem gerði hana
vistlega. Hann lyfti lampanum og
horfði á myndir foreldra sinna.-----
Gleðileg jól, pabbi og mamma, sagði
bann hljóðlega. Svo tók hann „Sjálf-
stætt fólk“ úr skápnum og gekk upp
á loftið. (Framh. d bls. 31)
18