Samvinnan - 01.12.1955, Síða 23
að ieikningurinn væri of hár, brosti
hann vingjarnlega, fór með reikning-
inn og gleymdi að koma með hann
aftur. Ef gestur var óánægður með
steikina eða vínið, var það möglunar-
laust tekið og honum boðið eitthvað
annað í staðinn. Ritz var óvenjulega
minnugur. Hann mundi, hvaða sígar-
ettutegundir gestir hans reyktu, ef
hann sá það einu sinni. Og ef einhver
gesta hans gat t. d. ekki bragðað
tómatsósu, kom það aldrei fyrir, að
neitt slíkt væri nálægt honum.
Ritz gaf oft ímyndunaraflinu laus-
an tauminn. Eitt sinn ætlaði Caroline
prinsessa af Bourbon að trúlofa sig,
bað Ritz að útbúa veizluna og sagði
honum að hafa hana eins og hann
vildi. Þá útbjó Ritz veizlu, sem fræg
er orðin: Við strendur vatnsins hjá
Luzern flutu tólf blómum skreyttir
og upplýstir seglbátar, og í hvert
skipti, sem nýr gestur kom um borð,
var marglitum flugeldum skotið frá
stefninu. Stór bátur sigldi á milli
smærri bátanna og bar gestunum mat
og drykk. A fjórum tindum, sem stóðu
upp úr vatninu, loguðu bálkestir. —
Það þarf ekki að taka það fram, að
gestirnir voru himinlifandi og lofuðu
hugkvæmni snillingsins.
Ritz fór til London árið 1882 til
þess að taka við rekstri gistihússins
Savoy. Þar var allt í hinum mesta
ólestri. En með aðstoð eins af beztu
matsveinum þeirra tíma, Escoffiers,
tókst honum þó fljótlega að auka að-
sóknina að gistihúsinu. Einnig lét
hann gera gagngerar brevtingar.
Stundum gekk hann á milli herbergj-
anna, þegar búið hafði verið um, og
átti það til að snúa við öllum sæng-
unum til þess að vera fullviss um, að
allt væri í lagi. Þegar hann leit eitt
sinn eftir borðsalnum, komst hann að
raun um, að það var dálítil sápa á
einu glasinu, og sendi þess vegna
hundruð glasa aftur til uppþvottar.
Með þessu tókst honum að laða að
sér heldra fólkið, og Savoy fékk þeg-
ar á sig hið bezta orð.
Nokkrum árum síðar hélt hann til
Parísar. Þar rætt.ist einn af hans
æðstu draumum: Á Placa Vendöme
setti hann á stofn hið glæsilegasta af
öllum Ritz-hótelum.
Til þess að losna við alla óvelkomna
gesti hafði hann forsalinn mjög lít-
inn. Til þess að fá fólk til að koma
á eftirmiðdögum og sitja og spjalla
saman yfir bolla af kaffi eða tei lét
hann útbúa smekklegan garð, svo að
gestirnir gætu notið veðurblíðunnar.
Af hreinlætisástæðum Iét hann mála
veggi gistihússins í stað þess að vegg-
fóðra þá, sem var algengt í þá daga.
Hugmyndina að húsgögnum sínum
sótti hann til Versala og Fontaine-
bleau-hallarinnar, og af málverki
eftir van Dyck fékk hann hugmynd-
ina að litunum, sem hann notaði á
veggina.
Daginn, sem opnað var, var stöð-
ugur straumur fólks, sem skoðaði
gistihúsið eins og safn. Undrun fólks
og aðdáun var geysileg, og heldra
fólkið var í sjöunda himni. Á einum
matseðli, sem ennþá er til, höfðu fjór-
ir kóngar, sjö prinsar og fjöldi aðals-
manna ritað nöfn sín.
Um aldamótin byggði Ritz Hótel
Carlton í London og fáurn árum síð-
ar hið fræga Hótel Ritz á Piccadilly.
Það var fyrsta byggingin í Englandi,
sem var með stálgrind. Ritz hafði
þráð að reisa slíka byggingu síðan
hann skoðaði Eiffelturninn.
Með aðstoð nokkurra auðmanna
stofnaði Ritz alþjóðlegt félag, sem
hafði urnsjón með rekstri Ritz-hótela
um allan heim.
Árið 1902 undirbjó Ritz veizlu í
sambandi við krýningu Játvarðar
konungs 7. Allt var tilbúið, þegar þau
skilaboð bárust, að konungurinn
hefði skyndilega veikzt. — Að kvöldi
þessa erilsama dags fékk Ritz hjarta-
slag. Þegar hann lá banaleguna,
hvíslaði hann að konu sinni: „Gættu
vel hennar dóttur okkar.“ Þau áttu
tvo syni, en engar dætur. Þegar þau
sín á milli töluðu um „dóttur sína“,
áttu þar alltaf við Hótel Ritz í París.
Arnold Toynbee
(Framh. af bls. 13)
Toynbee sinnti báðum þessum á-
hugamálum sínum, þegar hann kom
aftur til Englands. Hann kenndi sögu
við Oxford háskóla og byrjaði að
skrifa um alþjóðavandamál líðandi
stundar. Um þau efni birti hann
greinar í brezkum tímaritum eins og
t. d. The Nation, og fyrstu bók sína,
Þjóðerni og stríð, gaf hann út 1915 og
sama ár Hin nýja Evrópa.
Toynbee réðist til Brezku utanrík-
isþjónustunnar og var einn af full-
trúum Breta á friðarráðstefnunni í
Versölum. Seinna gerðist hann pró-
fessor í grísku, bókmenntum og sögu
við Lundúna-háskóla. Þeirri stöðu
hélt Toynbee þar til 1925 ,að honum
var veitt lausn frá störfum til rann-
sókna á Mannkynssögunni.
Það var árið 1922 að Toynbee skrif-
aði fyrstu punktana að hinu risavaxna
verki um rannsóknir á Mannkynssög-
unni. Eftir tólf ár komu þrjú fyrstu
bindin út. Alls hafa komið út níu
bindi. Af sex fyrstu bindunum hefur
verið gefið út ágrip, og sú bók varð
ein af metsölubókum ársins 1946 í
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Toynbee býr í Kensington með
seinni konu sinni, Veronica M. Boult-
er. Skáldsagnahöfundurinn Philip
Toynbee er sonur hans af fyrra hjóna-
bandi.
,.Ég skrifa á hverjum morgni“, segir
Toynbee, „hvort sem ég er vel upp-
lagður eða ekki. Ef ég skrifaði aldrei
nema þegar ég er vel upplagður,
mundi mér ekki miða neitt“.
Seinni part dagsins vinnur hann að
Stiórnmálasögu seinni heimsstyrjald-
arinnar og á kvöldin les hann upp-
hátt fvrir konu sína.
Er þá nokkur lærdómur fyrir tutt-
ugustu öldina í þessu mikla verki
Tovnbees?
Ef fil vill er það aðeins það, að sam-
kvæmt skoðunum Toynbees, hefur
vestræn menning verið að veðrast og
molna r íðastliðin fimm hundruð ár,
og bersýnilega hefur hún ekki lengur
styrk til að mæta hinum hræðilegu
erfiðleikum, sem virðast vera á næstu
grösum.
Toynbee segir: „Við getum ekki
sagt með vissu að dómsdagur sé í
nánd og bó höfum við enga ástæðu
fyrir bví. að svo sé ekki. Það væri sama
og að segia, að við værum ekki ein~
og aðrir menn Slík niðurstaða bryti
í báva við allt, sem við þekkjum um
mannlegt eðli, hvort sem við lítum í
kring um okkur eða í eigin barm“.
f
23