Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Side 28

Samvinnan - 01.12.1955, Side 28
Ríkarður Jónsson (Framh. af bls. 7) arður gat valdið hnífi, fór hann að tálga og skera út. Þá er hann var mjög í æsku, brá nióðir hans sér til næsta bæjar. Rík- arður var elztur systkina sinna og skyldi gæta þeirra á meðan. Þegarhún kom aftur, hafði Ríkarður skorið út úr ýsubeini, æðarkollu með tvo unga á baki. Þótti það athyglisvert af svo ungum dreng og man Ríkarður það fyrst verka sinna. Jón, faðir Ríkarðs, var sem fyrr segir hinn mesti völundur á hvers konar smíðar. Hann steypti og smíð- aði úr kopar, en lagði þó aðallega stund á járnsmíði. Ríkarður hafði á- huga fyrir þesskonar iðju og fékk á- gæta æfingu í smiðju föður síns. Aftur á móti kenndi hann aldrei löngunar til venjulegra trésmíða, þrátt fyrir hagleik sinn. ★ Júlísólin skín í heiði og kvíaærnar dreifa sér um hagann. Uppi í hlíðinni situr Ríkarður og horfir yfir hópinn. Hann er nú um fermingu. Hann dregur upp úr malpoka sínum rauðan tálgustein og vasahníf. Hann sker út höndina á þeim, jafnframt því sem ég muldraði fram hamingjuóskir og tuldraði í skeggið, gripinn ofvænisæs- ingi: „Hvaðan, ungi maður? Hvaðan?“ „Norfolk í Norður-Karólína,“ segir herrann. Þá skildi ég, að örlögin höfðu rekið smiðshöggið á leik sinn. Mér fannst þau standa glottandi við hlið mér, en jafnframt að Einar Ásbjörnsson, Guðrún Sigurðardóttir og Amilía Isabella Rosha gætu varla verið langt frá. Og hér er raunar sagan úti. Þau giftu sig fyrir viku — fallegustu brúðhjónin, sem ég hef nokkru sinni séð — og fóru vestur um haf í gær: Charles Amilcar Ekman, sem ekki er Ekman, og Sigríður Einarsdóttir, sem ekki er Ein- arsdóttir. Eftir sit ég einn í auðu húsi með minningarnar, roskinn maður, grannur, með pétursspor í höku undir alskeggi, brúneygur bak við blá gleraugu, svarthærður enn. Hún móðuramma mín á að hafa verið dóttir Frans- manns og í kinnum mömmu dönsuðu spékopparnir, þeg- ar hún hló. Hvort ég ekki man. Nú hef ég kljáð fyrir ykkur síðasta þráð uppistöð- unnar í þessari kynlegu lífssögu, vinir mínir. Eg vona, að ég þurfi ekki að minna ykkur á ritningarstaðinn: Dæmið ekki — o. s. frv. Þeir eru margir sem misstíga sig á lífs- leiðinni. Fleirum en einum og fleirum en tveimur hefur orðið hált á því að ganga undir Seljalandsfoss í sólskini og skoða Paradísarhelli með álfkonu æskuminninganna. En ef þið haldið, að ég hafi sloppið bezt við hrekkvísi örlaganna, þá skjátlast ykkur mikillega. Munið, að ég er ættfræðingur. Og hvernig haldið þið, að það sé fyrir ætt- fræðing í þessu ættvísinnar landi að verða að botna ættar- tölu sína með svofelldum orðum: Hans son, Böðvar, nefndur biskupsfóstri. Dó barnlaus? Vita, að það er ekki satt, og vita þó, að það eitt verður framtíðinni satt! Nei, vinir mínir, ég hef hlotið minn skerf af hrekkvísi örlaganna, verið vissir um það. 28

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.