Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Side 30

Samvinnan - 01.12.1955, Side 30
„MeÍgrasskúfurinn harði" er meitíaður í kjarna þjóðarinnar Einn af þróttmestu forustumönnum í Kaupfélagi Héraðsbúa og fremstu héraðshöfðingjwn eystra, Björn Hallsson, hreppstjóri á Rangá, átti fyrir nokkru sjötugsafmœli. Heiðruðu sveitungar hans hann á margan hátt í tilefni afmælisins og flutti séra Sigurjón Jónsson við það tiiefni ávarp það, sem hér birtist. Við, sem komum hér saman fyrir tíu árum á sjötíu ára aldursafmæli Björns Hallssonar, bónda á Rangá og hreppstjóra í Hróarstunguhreppi, minnumst frá þeim tíma ánægjulegr- ar og uppbyggilegrar stundar. Nokkr- ar breytingar hafa orðið síðan — nokkrir vinir horfið af leiksviðinu, en nýir komið í staðinn. Og nú er Björn áttatíu ára í dag. Það er með tilliti til þessara tímamóta í ævi hans að við, sveitungar hans og aðrir vinir, sækjum hann heim. Erindi okkar á hans fund er tvíþætt: 1 fyrsta lagi það, að árna honum heilla á þessum merkisdegi í ævi hans, með von um, að Ijós fari fyrir honum á leiðinni fram í gegnum nýjan áfanga ævinnar. Og í öðru lagi sækjum við hann heim til að votta honum eindreginn vinar- hug allra sveitunga hans. Eg vil leyfa mér að fullyrða, og þykist þar mæla fyrir munn allra, sem þessa sveit byggja, að fáir hafi, á jafnlangri ævi, svipmerkt þetta sveitarfélag meira en hann. Hefir hann jafnan staðið í brjóstfylkingu þess hers, er sótt hefir fastast fram til öflunar jafnt efnisleg- um sem menningarlegum verðmæt- um. Þannig hefir hann með lífi sínu, starfi og persónu, orðið öðrum fögur fyrirmynd til eftirbreytni. Fyrir þetta þökkum við honum öll, af heilum huga, á þessum merku tímamótum í ævi hans. Ég sé enga ástæðu til að rekja hér lífssögu Björns og starfsferil. Allt slíkt liggur öllum Ijóst fyrir, enda áður að því vikið á sjötíu ára afmæli hans. Það, sem hér verður sagt, af minni hálfu, verður því fremur vitnisburður en saga. Eðlilega hafa leiðir okkar Björns legið ærið oft saman á þeim rúmlega þrjátíu og fimm árum, sem ég hefi dvalið í þessu sveitarfélagi. Hefir staða mín, meðal annars, vald- ið að nokkru þeim samfundum. Þess- ar stundir hafa ýmist verið fagnaðar- augnablik eða tímar þungra rauna. Þessi tvö andstæðu augnablik hafa sýnt mér Björn hlutfallslega jafn sterkan. Hann hefir sýnt hófsemi í gleði og óvenjulegt jafnvægi í sorg. Heimili hans hefur þá líka verið þannig ráðið, að til fyrirmyndar hefur verið. I tugi ára hefir það verið sterk- asta heimili sveitarinnar og Björn hæsti gjaldandi hreppsins. Fyrstur hefur hann einnig jafnan verið til að hlaupa undir bagga, hafi einhver sveit- ungi hans ætlað að verða undir í lífs- baráttunni. Einnig þar hefur hann verið hæsti gjaldandi og lagt mest af mörkum. Hið sama gildir um framlag hans til líknarmála innanlands, sem utan. Þar hefur hann einnig lagt mest af mörkum. Um drenglyndi hans og mannkosti aðra mun öllum kunn- ugt, sem til þekkja. Verður því ekki um það rætt hér. Einhver kynni nú að segja, að Björn hefði hreppt betri aðstöðu í lífinu, en margur annar, og fyrir þá sök verið Iéttara um vik að láta gott af sér leiða, og verið auðveldara fyrir hann að brjóta sér leiðir í lífinu. Vissulega má slíka fullyrðingu, að nokkru, til sanns vegar færa. Hann var borinn í heiminn inn í efnalegt sjálfstæði og alinn upp við yl ágætra foreldrahúsa, Þar mun hann þó hafa lært þær lexíur, að fáir komast áfram í lífinu með því að halda að sér hönd- um. Sannleikurinn er sá, að lífsbar- áttan var ekki léttari þá en nú, og vissulega, á margan hátt, erfiðari. Þá voru ekki vélar til að velta þungum hlössum. Máttur manns og hests var það eina afl, sem stuðst var við í lífsbaráttunni, og vissulega voru það þeir atorkusömustu og viljamestu, sem með mestan sigur fóru af hólmi. Mér er nær að halda, að það hafi verið þetta, sem valdið hafi sigurför Björns í lífinu meira en erfðir og aðhlynning á yngri árum, þó góð hafi verið. Það er til sem kalla má ofhjúkrun- eða ofrausn í aðhlynningu. Ber slíkt sjaldan mikla gæfu í skauti sér. Miklu fremur mun það eiga ríka aðild að sköpun veiklunar og kveifarskapar. Sem betur fer, mun Björn aldrei hafa orðið slíkrar ofrausnar aðnjótandi, og fyrir þá sök hefir hann einmitt verið betur vopnum búinn, þar sem hann þegar á unga aldri lærði að spila sem mest á eigin spýtur. Fjárhagslegar erfðir hafa einnig átt lítinn þátt í því að skapa manninn Björn Hallsson. Málshátturinn fagri: „Hjálpaðu þér sjálfur, þá hjálpar guð þér“ er rétta svarið við þessari spurningu. Ég minnist í þessu sambandi kvæða- bálksins, sem nefnist: „Áfangar“, eftir skáldið Jón Helgason. í einu erind- anna ber hinn víðförli andi skáldsins saman gróður jarðar: Þann, sem alinn er upp í allsnægtum og hinn, sem lif- ir á „brjóstum jarðar jaðra“. Og hon- um verður litið yfir suðrænar blóma- breiður — að vísu fagrar og yndisleg- ar. — En þar virðist vanta eitt. Það 30

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.