Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.12.1955, Blaðsíða 32
Jólapakkar og jólabakstur Eftir Ástu Jónsdóttir J ólapakkarnir. Þegar um jólagjafir er að ræða, er það ekki aðeins innihaldið, sem hef- ur gildi; umbúðirnar hafa líka sitt að segja. Myndskreyttur jólapappír er falleg- ur og okkur finnst hann tilhevra jól- unum. Tilbreyting er þó í að hafa eitt- hvað af pökkum einlitt með fallegum böndum. Venjuleg satin-silkibönd má nota og nú fást alls konar falleg bönd, dálítið stíf, sem hægt er að binda úr ýmis konar slaufur og skraut á pakk- ana. Hér fylgja nokkrar myndir, sem sýna, hvernig fara á að því að búa til slíkar slaufur. 1. Búið til tvær lykkjur og hafið endana aðeins lengri en lykkjurnar. Bindið fast utan um miðjuna með mjóum þræði. Tvær eða fleiri slíkar slaufur bundnar saman geta litið út líkt og fjóluvöndur. Hnýtið með gul- um þræði utan um bláar slaufur og hvítar. Hnýtið utan um gular slauf- ur með hvítu. Eða hafið tvær bláar slaufur, hnýtið utan um aðra með grænu, hina með gulu. Hnýtið þá með gula þræðinum yfir þá með græna þræðinum. Klippið gulu endana frá, þegar fast hefur verið hnýtt að, en látið grænu endana fylgja. Síðast er svo fjólunni hnýtt yfir samskeytin á bandinu, sem pakkinn er annaðhvort krossbundinn eða hornbundinn með. 2. Þessi slaufa er fallegust úr nokk- uð breiðu bandi. Búið fyrst til hring eins stóran og slaufan á að vera um- máls. Vefjið ekki minna en sex hringi upp eins og myndin sýnir. Því fleiri, sem hringirnir eru, þess þéttari verð- ur slaufan, og því stærri ummáls, sem hringurinn er, því oftar verður að vefja. Leggið nú hringinn saman, en gætið þess að setja ekki brot í lykkj- urnar. Leggið nú tvöfalt og klippið af miðjunni eins og myndin sýnir. Bindið yfir miðjuna. Dragið nú innstu lykkjuna út úr og haldið á- fram, þar til allar lykkjumar hafa verið losaðar sundur. Nú á að vera kominn vöndur eins og neðsta mynd- in sýnir. Þá bindið þið hann fastan á krossband pakkans, með mjóa þræð- inum, sem heldur vendinum saman. 3. Vindið nokkra smáa hringi af rauðu bandi. Gætið þess, þegar þið klippið frá, að endinn sé um það bil 2 cm. fram yfir þann endann, sem byrjað var á. Vefjið þar utan yfir nokkra hringi af gulu eða gylltu bandi. Hnýtið nú yfir með mjóum, rauðum spotta og gætið þess, að allir endarn- ir hnýtist með. Brjótið nú rúlluna saman við þráðinn og svo langt, sem rauði liturinn nær, svo að brot komi í efri enda allra rauðu lykkjanna, en gætið þess að gera ekki brot í þær gulu. 4. Klippið marga jafnlanga enda af stífum böndum, 15—20 cm., eftir því, hvað stóran dúsk þið viljið búa til. Bindið þar yfir miðju með mjóu bandi og bindið fast á bandið á pakk- anum. Strjúkið síðan milli hnífs og þumalfingurs eftir hverjum enda. Byrjið við miðju og dragið út til enda. Þá rúllast endamir upp. 32

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.