Samvinnan - 01.12.1955, Blaðsíða 37
Kvennasíðan
(Framh. af bls. 33)
Nú getið þið mótað flest, sem ykk-
ur clettur í hug. Skiptið því niður og
litið hluta af því með matarlit. —
Karlinn, sem myndin sýnir, er búinn
til úr epli. Höfuðið er marcipankúla.
Húfan er úr rauðu marcipan. Augu
og nef eru kúrennur. Skeggið mandla.
Handleggir og fætur er lakkriskon-
fekt, stungið upp á tannstöngul. —
Grísirnir eru úr marcipan. Rúllið út
nokkuð þykka lengju. Formið höf-
uðið þar af, togið upp eyru og búið
til augu og nasaholur með hnífsoddi.
Takið brennistein af 4 eldspýtum og
stingið þeim í fyrir fætur og þekið þá
með marcipan. Halinn er búinn til úr
mjórri lengju af marcipan. Ur af-
ganginum býr maður til litlar kúlur,
sem svo er velt upp úr kakó eða
smáttskornum, ristuðum möndlum
eða engu, ef marcipanið er litað. Mjög
gott er að taka steininn úr döðlu og
láta marcipan inn í í staðinn. Dýfi
maður döðlunni síðan ofan í brætt
súkkulaði, þá er það úrvals konfekt.
Bakaðar marcipankringlur.
250 gr. marcipan
75 gr. flórsykur
14 eggjahvíta.
Þetta er allt látið í pott yfir vægan
hita og hrært í stöðugt, þar til það
hangir saman. Þá er það tekið upp
og rúllað út í mjóar lengjur og gerðar
úr þeim kringlur. Þær eru bakaðar
ljósbrúnar við góðan hita.
Fljótgert sœlgœti.
1. 100 gr. gráfíkjur
100 — apríkósur
100 — flórsyKur
Zi dl. vatn
50 gr. kokosmjöl
Apríkósurnar eru látnar liggja í bleyti
í vatninu í sólarhring. Hellið heitu
vatni yfir gráfíkjurnar og þurrkið síð-
an. Þetta er malað í gegnum kjöt-
kvörn. Því næst er flórsykrinum og
kokosmjölinu blandað saman við.
Búnar til litlar kúlur, sem svo er velt
upp úr skrautsjrkri.
2. 1 bolli gráfíkjur eða apríkós-
ur þurrkaðar
% bolli hnetukjarnar
1 bolli cornflakes
Þetta er allt malað gegnum kjötkvörn.
1 teskeið appelsínubörkur (rifinn)
látinn í. Ollu blandað vel saman.
Búnar til kúlur.
Jólabakstur
Ávaxtakaka.
18 gr. smjörlíki
185 — sykur
250 — hveiti
25 — rúsínur
25 — súkkat
50 — döðlur
1/4 dl. mjólk
2 egg
'/4 tesk. lyftiduft
25 gr. kúrennur
25 — möndlur
25 — rauð kocktailber
25 — græn kocktailber
Sykur og smjörlíki þeytt, þar til hvítt.
Mjólk og eggjarauður látnar út í á-
samt hveitinu, sem lyftiduftinu hefur
verið blandað í. Gróftskornum ávöxt-
um velt í hveiti og þeim bætt í. Síð-
ast er stífþeyttum eggjahvítunum
hrært í. Bakað í velsmurðu móti við
jafnan hita í 1 !4 klst. Þegar kakan
er köld, er hún þakin með glassúr úr
250 gr. af flórsykri og 2 eggjahvítum.
Áður en glassúrinn er alveg harðn-
aður má skreyta kökuna með rauð-
um og grænurn berjum og súkkulaði-
bitum. Þessi kaka geymist mjög vel.
Jólakaka.
175 gr. smjörlíki
150 — sykur
3 egg
375 gr. hveiti
30 — rúsínur
30 — súkkat
114 dl. mjólk
4 tesk. lyftiduft
Brúnkaka.
100 gr. smjörlíki
125 — sykur
1 egg
250 gr. hveiti
114 tesk. kanill
14 — kardemommur
2 — negull
3 — lyftiduft
114 dl. mjólk
Tertubotnar.
100 gr. smjörlíki
3 egg
14 tesk. lyftiduft
125 gr. sykur
150 — hveiti
Sykur og smjörlíki þeytt. Eggjunum
hrært í. Síðast hveitinu með lyftiduft-
inu. 3 botnar.
Linsulagkaka.
250 gr. hveiti
60 — flórsykur
200 — smjörlíki
2 eggjarauður eða 1 egg
Hveiti og smjörlíki nuddað saman.
Flórsykri og eggi bætt í. Hnoðað létt.
Bakað í 3 tertumótum. Botnarnir
lagðir saman með ribsberjahlaupi og
þeyttum rjóma.
Piparhnetur.
125 gr. smjörlíki
14 dl. rjómi
14 tesk. kanill
14 — kardemommur
14 — sódaduft
125 gr. sykur
14 tesk. engifer
14 — pipar
14 — lyftiduft
250 gr. hveiti
Smjör, sykur og rjómi er þeytt sam-
an, þar til það er hvítt. Hveitið sigt-
að með öllu kryddinu og lyftiduftinu.
Því er blandað í og hnoðað. Búnar
til litlar kúlur. Bakaðar í 5 mín.
37