Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Page 43

Samvinnan - 01.12.1955, Page 43
Kengúran (Framh. af bls. 21) Kengúran er á margan hátt liðtæk við íþróttir, svo að þar mættu olymp- iskir sigurvegarar og heimsmethafar vara sig. Vissulega er hún ekki vel sköpuð til hlaupa, en stuttan spöl get- ur hún með hinum löngu og fjaður- mögnuðu stökkum náð allt að 60 km hraða. Menn hafa séð Kengúru fara 200 m í stökkum á 16 sekúndum, en þar hafa menn náð bezt 20,1 sek. Erfitt verður að sigra hana þar. Ef um grindahlaup eða hindrunarhlaup væri að ræða, skyldi maður ætla að bilið yrði þó enn breiðara, en ekki hefur tekizt að kenna henni hindr- unarhlaup. Auk þess á Kengúran heimsmet í hástökki og langstökki svo að ekki verður um villst. Einstaka kengúrur, sem eru sérlega kröftugar hafa stokkið yfir þrjá metra í loft upp, en þar er hið mannlega heimsmet 2,12 m. Nokkrum sinnum hafa verið mæld níu metra löng stökk hjá kengúrum ,en þar kemst maður- inn nær henni með 8,13 m, en það má líka kallast ofurmannlegur árang- ur hjá negranum Owens. Til dæmis hefur Islendingur lengst stokkið 7,32 m. Þá má taka það til greina, að þessi mannlegi árangur er afleiðing af langri og markvissri æfingu í því augnamiði að stökkva sem lengst. Halinn, sem risaeðlan notaði til að slá með, og mörg dýr nota til að slá af sér flugur með, notar kengúran blátt áfram til þess að sitja á ogstyðja sig við í uppréttri stöðu. Stórar kengúrutegundir eiga sjaldan nema einn unga, en minni tegundirnar eiga fleiri í einu. Pokinn á kviðnum, sem þær hafa ungana í, er enn einn vottur þess, að kengúran sé á frumstæðu þróunarskeiði. Nokkur skriðdýr urðu spendýr á þann hátt, að í stað þess að verpa eggjum, fæddu þau lifandi unga. Pokadýrin virðast ekki komin yfir þetta skeið, því að þau fæða unga sína næsta ófullburða. Jafnvel ungar stærstu kengúranna eru aðeins þrír cm. á lengd. Þeir eru allt of veikburða til að fljóta á lífsins ólgusjó og þess vegna hafa mæðurnar ungana í pokunum í átta mánuði. Unginn hangir þar næstum stöðugt á spena og kengúran pumpar í hann mjólk fyrstu mánuðina. Loforðið (Framh. af bls. 9) lagar kannske andardráttinn. Það er það eina, sem við getum gert. — Hvers vegna segir þú það? — Vegna þess, að ég verð að flýta mér af stað — undir eins. — Óli! Nú — í kvöld — nú, þeg- ar Peter . . . — Já, Randolf í Heydal er hér. Sverrir hans er fárveikur. Ef til vill get ég hjálpað honum enn. — Og Peter? — Líf hans er ekki lengur í okkar höndum. Þú getur annazt hann eins vel ein og við bæði saman. — Farðu þó ekki — farðu ekki! Ég bið þig! — Ég verð. Hún hrópaði, næstum utan við sig af angist: — Þú elskar ekki barnið þitt! Þú elskar ekki konuna þína lengur! — Elskan mín, reyndu nú að skilja — — — Hann vantaði orð til að segja það, sem honum bjó í brjósti. Svo beygði hann sig niður að drengnum, kyssti hann á kinnina, sem næstum var köld, og strauk honum blíðlega um höfuðið í kveðjuskyni. Hann næstum því hljóp út úr her- berginu. Hann hafði ekki styrk til að snúa sér við til þess að sjá drenginn ennþá einu sinni. Þeir óku í sleða og töluðust ekki við á leiðinni. Öðru hvoru herti Ran- dolf á hestinum. Snjórinn var nýr og þungur og hesturinn var þreyttur. Hann hafði líka þegar dregið sleðann tíu kílómetra, frá Heydal til læknis- bústaðarins. Þegar þeir höfðu ekið í klukkutíma, námu þeir staðar hjá bóndabæ: Kona stóð í bæjardyrun- um og spurði kvíðafull: — Er læknirinn með? Ola fannst konan andvarpa af létti, þegar Randolf sagði já. Óli dvaldi einn inni hjá veika drengnum í góða stund og kom svo fram til hjónanna. Hann byrjaði að pakka áhöldum sínum saman. — Hvað haldið þér um hann? spurði kona Randolfs. — Ég býst við framförum, svaraði Oli. — Nú verð ég að fara, en ég kem aftur á morgun. Randolf stóð vandræðalegur í sömu sporum. Hann tók upp veskið, meðan Óli fór í yfirhöfnina, og tók nokkra seðla upp. Óli horfði á þau bæði og sagði síðan: — Nei, nei, Randolf, ekkert. Það getur enginn borgað mér fyrir það, sem ég er búinn að gera hérna. I þögn óku þeir til baka. Þeir mættu nokkru af fólki sveitarinnar, sem var að koma frá jólaguðsþjónustu. — Gleðileg jól, læknir, sagði fólk- ið, þegar það þekkti Óla í sleðanum. En hann tók ekki undir kveðjurnar. Hann sat þögull og starði fram fyrir sig. Randolf sagði heldur ekki neitt, þótt hann sárlangaði til að gefa öðr- um mönnum hlutdeild í gleði sinni og vonum. Stjörnurnar blikuðu milli grein- anna og djúpur friður altók hug lækn- isins. Honum kom í hug jólasálmur- inn gamalkæri: í Betlehem er barn oss fætt .... Eftir atburði kvöldsins hafði hann á tilfinningunni, að nú hafði hann fyrir alvöru staðið við hið hátíðlega loforð læknisins. í kvöld hafði hann gert skyldu sína. Barn var fætt — barn Randolfs. Hann vissi, að hann mundi aldrei sjá drenginn sinn lifandi framar, en Sverri hans Randolfs mundi hann sjá. Sverrir mundi eiga eftir að hlakka til jólanna; hann mundi sjá snjóinn þiðna úr fjallshlíð- unum og hann mundi eiga eftir að leika sér á grænu grasinu fyrir fram- an bæinn. Þegar Óli kom heim aftur, sat Guri uppi í herberginu og beygði sig yfir drenginn, sem nú var dáinn. Óli tók hönd hennar ástúðlega. — Þú varst ekki hérna, sagði hún. Hún brast í grát. En þegar hún leit upp, sá hún hið rólega augnaráð Óla og friðinn, sem hvíldi yfir hon- um. Hún skildi hann — núna. Hún féll í faðm honum og fann, að hjá honum mundi hún finna þann kjark, sem hana hafði vantað. Með Óla gat hún snúið til baka til lífsins og ham- ingjunnar. Og það jafnvel án Peters. 43

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.