Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Page 2

Samvinnan - 01.03.1958, Page 2
Útgefandi: Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Blaðamaður: Gísli Sigurðsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími: 17080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 90.00 Verð í lausasölu kr. 9.00 Prentsmiðjan Edda. Efni: Skattgreiðsla samvinnu- félaga og einkareksturs bls. 3 Á slóðum Væringja í Miklagarði. Eftir Guðna Þórðarson ................ — 4 Vinirnir, gömul saga, sem Jón Björnsson hef- ur skráð ................ —• 7 Kjartan Sæmundsson, kaupfélagsstj. hjá Kron — 8 Hörð samkeppni á ben- zín- og olíumarkaði Sví- þjóðar ................... — 10 Offjölgun mannkynsins alheimsvandamál, en mannfæð háir íslend- ingum. Eftir Gunnar Gunnarsson ............. — 11 Markmið hinnar and- legu framvindu — bréf frá Benedikt á Auðnum til Sigurðar í Yztafelli — 12 75.000 tonn af sementi á ári — grein um Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi ............... — 14 Wassili Smyslov, heims- meistari í skák. Eftir Svein Kristinsson .... — 18 Vaðlaklerkur, framhalds- saga ................... — 21 Verðlaunaritgerð Kf. Þingeyinga: — í dag stígur þú, glókollur, fyrstu sporin. Eftir Sig- urjón Jónsson ..... — 27 M A R Z 1958 Lll. árgangur 3. Nýr teiknari. Glöggir menn munu veita því athygli, að teikningarnar með framhaldssögunni eru með öðru og ólíku handbragði en áð- ur. Höfundur þeirra er Gunnar Gunnars- son, listmálari, sonur Gunnars rithöfundar. — Hann er fædd- ur í Danmörku 1914 og hefur teiknað og mál- að frá blautu barnsbeini. Gunnai nam listræn fræði í Kaupmanna- höfn og síðar í Hollandi og Frakklandi.Fjöl- skyldan fluttist til íslands 1939 og settist að á Skriðuklaustri eystra, en fluttist síðan til Reykjavíkur 1949. Gunnar settist að í Ási við Brúarland í Mosfellssveit og þar vinnur hann að list sinni. Kvæntur er Gunnar Signýju Sveins- dóttur frá Þykkvabæjarklaustri. Jón Ólafsson 65 ára. Vöxtur og viðgangur hinna ungu Sam- vinnutrygginga stendur ekki hvað sízt í sambandi við dugmikið starfslið. I fylk- ingarbrjósti fyrir því liði stendur Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga og Andvöku. Jón hóf trygg- ingastörf fyrir nær 30 árum, þegar hann varð framkvæmdastjóri Andvöku 1929. Það var norskt félag, en varð alíslenzkt 1950. Síðan 1. jan. 1955 hefur Jón auk þess haft með höndum framkvæmda- stjórn Samvinnutrygginga. Jón er þraut- reyndur í öllu, sem að tryggingum lýtur, farsæll í störfum og drengskaparmaður, sem vill leysa hvers manns vandræði. r sambandi við 65 ára afmælið bað Jón Samvinnuna þess lengstra orða að fara nú ekki að skrifa afmælisgrein um sig, eða rekja ævisögu sína, en hinsvegar bað hann þess, að blaðið færði alúðarþakkir hans til starfsfólksins í Samvinnutrygg- ingum og Andvöku, sem færði honum fagra gjöf á afmælisdaginn: Silfurbakka með eiginhandaráletrun allra, sem vinna þar undir stjórn hans. Jón bað einnig fyrir þakkir fyrir hlýjar kveðjur og blómagjafir frá stjórnum félaganna. Látinn samvinnumaður. Fyrir skömmu var borinn til moldar góður bóndi og samvinnumaður, Sigurð- ur Jakobsson á Varmalæk í Borgarfirði. Hann var ættaður þar úr héraði og átti alla ævi heima á Varmalæk. Þrátt fyrir stutta skóla- setu aflaði hann sér haldgóðrar þekk- ingar af góðri greind og fróðleiksfýsn. — Sigurður var ævin- lega öruggur stuðn- ingsmaður sam- vinnufélagsskapar- ins í héraðinu.Hann var oddviti sveitar- innar meiri hluta starfsævi sinnar og rækti þau störf eins og önnur af stakri alúð og skyldurækni. Búnaðarþing í boði Sambandsins. Samband ísl. samvinnufélaga bauð fulltrúum á búnaðarþingi til kaffi- drykkju í samkomusal Sambandsins 7. marz. Erlendur Einarsson forstjóri á- varpaði þingfulltrúana og ræddi um fjármál landbúnaðarins. Sýnd var kvik- myndin „Gróður og grænar lendur", sem fjallar um landbúnað víðsvegar um heim. Formaður Búnaðarfélags íslands, Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu, þakkaði móttökur fyrir hönd Búnaðar- þings og í því sambandi gerði hann að umtalsefni þýðingu samvinnusamtak- anna fyrir framfarir í sveitum landsins. Gunnar 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.