Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Qupperneq 13

Samvinnan - 01.03.1958, Qupperneq 13
nokkrir á ensku eða þýzku. Efalaust hefur bóka- félagið' O.S.F. verið drýgsta hvötin til þess sjálf- náms. En sjálfsnám á bókmálum Norðurlanda er miklu auðveldara meðalgreindum Islendingi en flestir hyggja. Það sýnir reynslan hér. Ekki hefur verið rannsökuð saga bókafélagsins, né ritað um upphaf þess og starfsdaga. En hér vil ég segja frá starfsháttum, lítillega, eftir því sem bernsku- og æskuminni geymir. Félagsmenn voru aldrei mjög margir. Félags- svæðið féll saman við félagssvæði K. Þ. Bóka- sendingar gengu á milli félagsmanna, og skrifaði hver nafn sitt á saurblað eða sérstakan lista og mánaðardag, er hann sendi bókina hinum næsta. Þó voru ekki allar bækur „göngubækur". Bækurnar voru flestar á Norðurlandamálum, nokkuð þó af enskum bókum. Bókavalið var mjög fjölbreytt. Keypt voru öll helztu tímarit Norðurlanda, og þau látin ,,ganga“. Helztu Norðurlandaskáldin voru keypt, bæði bæk- ur þeirra jafnótt og út kcmu, og síðan ritsöfn. Fræðibækur voru eigi minna lesnar. Eg man eftir mörgum mannkynssögum á Norðurlandamálum, fjölda af ferðabókum, einkum eftir landkönnuði 19. aldar. En mest rækt var þó lögð við að afla góðra bóka í heimspeki, félagsfræði og náttúru- fræði. Miklu meira bar á þýddum bókum en frumsömdum í flestum þessum greinum. Eg man að ég Ias, eftir aldamótin, „úr safninu“ þýðingar á helztu ritum Zola og Viktor Hugo og rússnesku skáldanna Tolstoy og Destojevsky. Uppruna teg- undanna eftir Darvin, bækur Krapolkin fursta, fjölda af ferðasögum, mannkvnssögur o.s.frvr. Bókafélagsfundur var haldinn einu sinni á vetri, þar áttu allir félagsmenn að mæta. Þar var rætt um bækur, og reynt að útvega félagsmanni hverj- um bækur í þeirri grein, sem hann hafði mestan áhuga á. Gömul skrítla um þá bræður Snorra á Þverá c-g Benedikt á Auðnum bendir til þessa. Haft var eftir Snorra: „Þegar við Bensi vorum strákar, góndi Bensi alltaf upp í stjörnurnar, en ég niður í grasið. Endirinn varð sá, að hann varð skýjaglópur, en ég grasasni." A bréfinu hér að framan sést, hverskonar „skýjaglópur" Benedikt var. Hins má geta, að Snorri var, fram á elliár, vakinn og sofinn, fullur áhuga á hverskonar nátt- úruathugunum. Benedikt á Auðnum var jafnan bókavörður, valdi bækur í safnið og Ieiðbeindi fjölda manna um bókaval til lesturs. Safnið fluttist með Bene- dikt frá Auðnum til Húsavíkur, og varð síðan sýslubókasafn, og veitti Benedikt því forstöðu til dauðadags. Eftir dauða hans féll safnið um hríð í vanhirðu, en rís nú aftur úr öskustó í húsum K. Þ. undir umsjá Þóris Friðgeirssonar, gjaldkera. Hér fer á eftir bréf frá Benedikt á Auðnum til S. J., að mestu um bókasafnið. Ártal vantar á bréfið. En pappírinn er samskonar og á bréfum frá 1897, og má gera ráð fyrir því ári. 26. nóv. Bókafélagsfund erum við Pétur ráða- lausir með í þessari ótíð. Við tókum það ráð að skrifa Jóni í Múla og biðja hann að útvega fundarstað í samráði við næstu félagsmenn, sr. Benedikt (á Grenj- aðarstað) og Jóh. á Fjalli og boða svo fund þá er þeim þætti tiltækilegt. Við Benedikt Jónsson á Auðnum. Staðina álitum við að fundurinn yrði að vera. svo allir sœktu hann og verður þó örðugt fyrir Mývetninga. Bókasafn okkar verður okkur nú brátt of örðugt og kostnaðarsamt. Bækurnar eyðileggjast nema þær séu bundnar o. s. frv. Við verðum því sem fyrst að gera einhverja breytingu. Við urðum ásáttir um að sundra ekki bókunum, og það var heppilegt. Nú vil ég að K. Þ. kaupi Bóka- safnið og leggi með því grundvöll til bókasafns í líkingu við það, sem erlend kaupfélög gera, og síðan sé í félaginu fast árgjald til menntamála, annað hvort af útfluttu eða innfluttu eða viss upphæð úr kostnaðarsjóði, eða viss hluti sölu- deildarágóða, allt eftir því sem tiltæki- legast þykir. Svo hafa allir félagsmenn aðgang að bókasafninu, annað hvort gegn föstu lágu árgjaldi, eða borgun fyr- ir hverja bók er þeir fá. Þetta finnst mér auðvelt í framkvæmd og ætti ekki að mæta neinni mótspyrnu. Um þetta þyrft- um við að tala, ef fundur kæmist á og búa málið undir aðalfund K. Þ. í vetur. Eg er að hugsa um að skrifa grein um þetta í Ofeig og skora á deildarstjóra að bera málið undir félagsmenn í deildun- um svo að því verði ráðið til lykta á næsta aðalfundi. Reynir þú ekki að korna á prent rit- gerðinni þinni um bókmenntir? Hún var þess verð. Ég geng með líka hugmynd núna, og hefi engan frið fyrir henni. Vil helzt fara strax í þingið með hana, gegn- um Pétur og Jón í Múla. En það er of langt að fara út í þetta hér. Engin bréf og engar fréttir frá útlönd- um síðan í haust. Vonandi að ,,Vesta“ komi bráðurn, þunguð fréttum og stein- olíu. Heill þér og þínu heimili. Hittumst glaðir á góðri stund. Þinn vinur Benedikt Jónsson. III. Erjiðir dagar. Starfshættir Kaupfélags Þingyienga voru fá- breyttir fyrir aldaraótin. Elcki var fast skrifstofulið. Vörurnar kcmu vor og haust, venjulega með tveim skipum, „dönsku vörurnar" með öðru, „ensku vörurnar“ með hinu. A síðari árum komu svo „Vetrarvörurnar" eftir nýár. Stjórn félagsins verð- lagði vörurnar. Hún þurfti að vera til staðar á Húsavík til að verðreikna áður en hægt væri að afhenda pöntun. Stundum mætti þó ekki stjórnin öll til verðlagningar. Stjórnin sá einnig um reikn- ingsskil til deilda. Venjulega sat stjórnin milli jóla og nýárs og fram í janúar upp á Gautlöndum til að ganga frá reikningum. Síðar í þáttum þessum verður ef til vill birtur einn slíkur deildarreikn- ingur. Reikningar einstakra félagsmanna voru gerðir af deildarstjórunum heima í sveitum. Faðir minn, Sigurður í Yztafelii, fór oftast upp í Gautlönd á jóladag gangandi um heiðar til þess að vinna við reikningana með Pétri og Benedikt. Eg man fyrir víst að kaup hans var 1 króna á dag. Það svarar til þess, að hann væri S daga að vinna fyrir lambsverði, en 15 daga að vinna fyrir tvævetrum sauð, sem þá var aðalgjaldevrir. Það segir sig sjálft, að oft var erfitt fyrir félags- stjórnarmennina að fara frá búum sínum til að starfa fyrir félagið, einkum á \rorin. Hér kemur bréf frá Benedikt, er sýnir þetta. Auðnum 29. maí 1897. Kæri vinur minn. Pétur var hér í nótt. Vill vera laus við að fara til Húsavíkur fyrr en Jón Vída- lín kcmur í júní. Allar dönsku vörurnar komnar með „Rjúkan“ og von á þeim ensku með „Hjálmari“ næstu daga. Nú fer ég út eftir í fyrramálið (sunnudags- morgun). Dönsku vörurnar gæti ég auð- vitað klárað (að verðleggja) einn á tveim dögum. En kæmi „Hjálmar“ næstu daga með hitt allt, þá afsegi ég að vera einn, krefst að þú komið til að reyna að klára allt fyrir hátíð. En komi Hjálmar ekki fyrr en rétt fyrir hátíðina, verður allt að dúsa kyrrt fram yfir fund. Hátíðina vil ég hafa fría, því þá á að ferma stelpu mína eina. A laugardag er ég heima hvernig sem á stendur. Ég sæti færi að senda þér línu frá Húsavík með nánari ráðagerðum, veit ekki hvernig, eða hvort þetta kemst til þín. Ég er í versta skapi, sem yfir mig hefir komið. Fæ daglega voðafréttir úr öllum áttum um stórkostlegt fjártjón og hrylli- legustu skepnuhöld. Hef sjálfur misst al- gerlega % af fénu úr þessari undarlegu sýki.1) Jarðskjálftatjónið2) sýnist mér (Framh. á bls. 29) !) Garnormasýki geysaði sum ár sem faraldur fyrir og eftir aldamótin, einkum á hörðum vorum eftir langa innistöðu. 2) Jarðskjálftarnir á Suðurlandi 1896. Samskota var þá leitað hér. — J. S. SAMVJNNAN 13

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.