Samvinnan - 01.03.1958, Side 18
Heimsmeistarinn a3 tafli.
WASSILI SMYSLOV
Eftir
Svein
Kristinsson
Svo sem mönnum mun kunnugt, er
Rússinn Wassili Smyslov núverandi
heimsmeistari í skák, en þann titil vann
hann af landa sínum, Botvinnik, á önd-
verðu ári 1957. Ég mun hér fyrst víkja
stuttlega að ævi- og afrekaferli Smyslovs,
en gefa síðan lesendum kost á að skoða
eina af skákum hins nýja heimsmeist-
ara, þess sjöunda, er þann titil hefur
borið.
Smyslov fæddist í Moskvu í marz árið
1921 og verður því 37 ára á þessu ári.
Faðir hans var verkfræðingur að at-
vinnu, en einnig velþekktur skákmaður,
og mjög ungur að árum lærði Smyslov
mannganginn af föður sínum og tók
frekari framförum undir handleiðslu
hans. Aðeins 17 ára að aldri vann Smys-
lov sér meistaratitil, og tveimur árum
síðar varð hann þriðji á skákmeistara-
móti Sovétríkjanna. Á hinu fræga „Sex-
meistaramóti“, sem háð var árið eftir
(1941), til úrslita um nafnbótina „Skák-
meistari Sovétríkjanna“, náði hann
einnig þriðja sæti, á eftir þeim Botvinn-
ik og Keres. Fyrir þá frammistöðu ávann
Smyslov sér titilinn „stórmeistari", að-
eins tvítugur að aldri.
Árið 1946 varð Smyslov enn þriðji á
hinu merka skákþingi í Groningen í
Hollandi, næstur þeim Euwe og Botvinn-
ik.
Eins og menn sjá af úrslitum þessara
móta, var Smyslov á þessum árum kom-
inn í röð fremstu skákmanna heims, þótt
hann skorti ennþá fínustu brýnsluna til
að ná sjálfum toþþinum.
Árið 1948 var efnt til skákkepþni 5
stórmeistara, sem „að beztu manna yf-
irsýn“ voru þá taldir þeir sterkustu í
heiminum. Aljechin hafði látizt frá
meistaratitlinum tveimur árum áður, og
skyldi keppni þessi ákveða eftirmann
hans. Áðurnefndir fimm stórmeistarar
voru þeir Euwe, Botvinnik, Reshevsky,
Keres og Smyslov.
Þótt Smyslov væri þá þegar orðinn
heimsfrægur stórmeistari, var það skoð-
un margra, a.m.k. utan Rússlands, að
hann væri „óhlutgengur öllum þeim“
miklu köppum, er þar voru saman komn-
ir, líkt og Einar Þambarskelfir í Svoldar-
orustu forðum. Raunin varð þó allt önn-
ur. Smyslov náði þar sínum bezta ár-
angri fram að þeim tíma og hlaut annað
sætið, á eftir landa sínum Botvinnik,
með 11 vinninga af 20. Hafði hann þann-
ig náð þeim árangri aðeins 27 ára gam-
all að vera talinn annar sterkasti skák-
maður heims.
Næstu fimm árin má ef til vill segja,
að Smyslov hafi verið í nokkrum öldu-
dal. Að vísu náði hann oft góðum árangri
á skákmótum á þeim tíma, en þó tæp-
lega þeim, sem mátt hefði vænta, miðað
við fyrri orðstír hans. Það skyggði líka
nokkuð á orðstír hans, að á þessum árum
komust ýmsir fleiri rússneskir Spútnik-
ar í hvirfilpunktinn og má þar fyrst
frægan telja David Bronstein, svo og Bo-
leslavsky, Geller, Taimanov og fleiri.
Þannig varð Smyslov t. d. ekki fyrsti á-
skorandi Botvinniks um heimstmeistara-
titilinn, heldur landi hans Bronstein,
sem gerði jafnt við Botvinnik í einvígi
árið 1951.
Árið 1953 tekur stjarna Smyslovs aft-
ur að hækka, en þá vann hann frækileg-
an sigur á skákþinginu í Zurich og fékk
þarmeð rétt til að skora á Botvinnik. Það
einvígi fór fram árið eftir og skildu
keppendur jafnir svo sem kunnugt er, og
hélt því Botvinnik titlinum.
Ýmsir töldu, að þar með hefði Smys-
lov misst af sínum strætisvagni og ein-
hverjum öðrum mundi falla næsta tæki-
færi í skaut. En Smyslov var ekki sömu
skoðunar. Á kandídatamótinu í Hollandi
árið 1956 vann hann annan frægan sig-
ur og fékk því aftur áskorunarréttinn.
Flestum mun svo í fersku minni það
sem síðar gerðist. Einvígið fór fram á
síðastliðnu ári og sigraði Smyslov eftir
tuttugu og tveggja skáka viðureign með
12y2 vinning gegn 9V2. Náði hann þar
með hæsta þrepinu í metorðastiga skák-
listarinnar: heimsmeistaratign.
Því má svo bæta við, að 4. marz í ár
hófst þriðja einvígið milli þessara tveggja
skákjöfra um heimsmeistaratitilinn.
Verður vafalaust fylgzt með þeirri við-
ureign af miklum spenningi um heim
allan.
Hvað skákstíl Smyslovs viðkemur, þá
er hann svo fjölbreytilegur, að erfitt er
að gera glögga grein fyrir honum í stuttu
máli. Hann segist sjálfur hafa vantrú á
algildum kennisetningum í skák og vera
frábitinn allri kreddu og bókstafstrú
hvað skák áhrærir. Þetta táknar að sjálf-
sögðu ekki, að hann gangi í berhögg við
ýmis þekkt og viðurkennd undirstöðuat-
riði skákfræðinnar. Á skákstíl hans verða
ekki greind mikil byltingarmerki og
miklu síður en t. d. hjá Keres og Bron-
stein. En með því að lýsa yfir andúð
sinni á kreddu og bókstafstrú í skák á
Smyslov við það, að fjölbreytni skákar-
innar sé svo mikil, að jafnan verði að
taka allar reglur með fyrirvara og meta
glöggt allar aðstæður hverju sinni, áður
en skákin er lögð á fræðilegar metaskál-
ar.
Tökum t. d. þá tiltrú, sem ýmsir skák-
menn hafa á „biskupaparinu“, þ.e.a.s.
tveimur biskupum, sem að jafnaði eru
taldir t. d. tveimur riddurum eða ridd-
ara og biskup fremri. Smyslov viður-
kennir að sjálfsögðu, að í mörgum til-
fellum séu yfirburðir biskupaparsins ó-
véfengjanlegir, enda hefur hann sjálf-
ur sýnt dæmi þess í mörgum skákum sín-
um, en hinsvegar bendir hann á, að bæði
biskupapör, riddarapör sem og annar
liðsafli taflborðsins sé fyrst og seinast
18 SAMVINNAN