Samvinnan - 01.06.1958, Side 6
í þessu virðulega keri, sem líkist þvottabala, eru mormónar skírðir.
Flestir Islendinganna settust að í Spánar-
forksveit og þar hefur þeim verið reistur
þessi minnisvarði.
eystra. Loftslag er að vísu hlýtt í TJtah
mikinn part ársins, en vetur oft kaldur
og stundum snjóasamur í þrjá mánuði.
Fyrsta árið lifðu mormónar ýmist á
veiðifángi ellegar rótum þeirrar villijurt-
ar sem þeir kalla sígólilju og hafa gert
þjóðblóm sitt. Vistarverur höfðu þeir
ekki aðrar fyrst í stað en grafa sér hol-
ur í jörðina. En mormónar voru verk-
sígjarnir menn og lætur þeim vel að
segja frá því, að tveim klukkutímum
eftir að Brigham Young kom í dalinn
með frumherjunum sumarið 1848, hafi
þeir tekið plóg sinn ofanaf handvagni og
farið að erja. Síðan sáðu þeir fáeinum
kartöflum. Vorið eftir sáðu þeir ögn af
hveiti, en þá kom sveimur af eingisprettu
og lagðist á kornið. Þeir fóru út með bar-
efli á móti eingisprettunni en ekkert
dugði. Leit nú út fyrir að þar væri upp-
skera mormóna öll. Það var ískyggileg
tíð, uns drottinn alsherjar var ákallað-
ur, og var hann fljótur að bregða við
einsog jafnan áður þegar mormónar áttu
í hlut, og sendi máva utanaf sjó og átu
þeir eingisprettuna, en uppskerunni var
borgið. Síðan er mávurinn þjóðfugl i
Saltsævardal.
Brigham Young var mikill útsjónar-
og forstandsmaður og hafði farsæla hönd.
Hann átti tuttugu og eina konu í senn.
Hjónabandsáhyggjur virðast ekki hafa
dreift kröftum hans að marki né innan-
hússerjur tafið hann frá stórræðum. Sam-
kvæmt guðlegri opinberun við Jósep
Smið þá voru mormónar hvattir fremur
en lattir til fjölkvænis um 50 ára skeið,
uns drottinn gerði mormónum nýa opin-
berun árið 1890, þá var fjölkvænisgrein
lögmálsins dregin út. Brigham bóndi
lagði áætlun og gerði grundvöll að efna-
hagskerfi nýlendunnar og hann mældi
út fyrir borgum og bygðarlögum og dró
upp stórhýsi. Þegar hann mældi út fvrir
Saltsævarborg ákvað hann að göturnar
í borginni skyldu vera nær 50 metrum
á breidd og voru þá hvergi breiðari borg-
arstræti í heimi. Sá kall var ekkert blá-
vatn. Eftir hans fyrirsögn var reist á
tilvonandi höfuðtorgi Saltsævarborgar
Sáttmálsörkin mikla, eða Tabernaklið,
samkunduhús mormóna; um svipað levti
var hafin smíð höfuðmusteris þeiri-a við
sama torg. Bæði þessi mannvirki Brig-
hams Youngs eru meðal stórfeinglegustu
minnismerkja amerískrar byggíngarlist-
ar. Brigham Young var að vísu hvorki
smiður né húsameistari, en hann var
þeim mun meiri vinur drottins og það
gerði gæfumuninn. Drottinn blés honum
í brjóst þeirri vitrun að ef góður hljóð-
burður ætti að nást í samkunduhúsinu,
svo drottinn mætti verða þar lofaður
sem vert er, þá skyldi salurinn reistur
eftir sömu reglu og mannskjaftur innan-
verður frá vörum og niðrí kok. Reis nú
þar á torginu ein furðulegust byggíng í
heimi. Húsið er kríngum 90 metra lángt,
50 metra breitt og vel 25 metrar undir
ris. Það er reist úr sandsteini og tré-
verki. Á þeirn árum sem það var smíð-
að, kríngum 1860, lá mormónaborgin svo
útafburt að þess var ekki kostur að
kaupa nagla né annað málmkvns til
smíðanna, og var tréverkinu haldið sam-
an ýmist með nokkurskonar geirneglíngu
ellegar nautshúðarþveingjum. Þetta hús
hefur svo góðan hljóðburð að það skipar
einstæðan sess meðal samkomuhúsa í
veröldinni. Sé staðið utarvið dyr. er ann-
ar maður stendur í hinum enda salarins
og lætur títuprjón falla úr hendi sér á
altarið, þá má heyra fallið innvirðulega.
Þessi salur er nú á dögum einn frægast-
ur hljómlistarsalur í Ameríku, og er sótst
eftir að útvarpa þaðan hljómleikum yfir
meginlandið. Mormónamusterið sem rís
þar andspænis Sáttmálsörkinni á sinn
sérstaka kapitula í sögu amerískrar hús-
gerðarlistar, sem ekki verður rakið hér.
Flest er með nokkrum hætti merkilegt
í gerðum mormóna. Þeir lúta kirkjulegri
hagstjóm sem naumast á sinn líka með
vestrænum trúflokkum þegar kaþólsk
kirkja er undanskilin. Obbinn af jarðar-
gæðum er kirkjueign í Utah, auk þess er
kirkjan frumhreyfill líkrar sem ólíkrar
starfsemi og mikill atvinnurekandi. Hér
er ekki ríkisauðvald heldur kirkjuauð-
vald. Þegar ég ók með Bearnson bisk-
upi þá benti hann oft á óvænta hluti og
sagði, þetta á kirkjan. Það minti oft á
Kannitferstan í þýzku sögunni. Hann
benti uppum fjöll og hálsa þar sem var
verið að byggja landhús í ríkismanna-
stíl og sagði: þetta á kirkjan. Við kom-
um inn í veitíngahús að kaupa okkur
límonaði: þetta á kirkjan (bæði veitínga-
hús og límonaðiverksmiðjuna). Undir
fjallshlíð standa miklir járnbræðsluofn-
ar: kirkjan enn. í miðri Saltsævarborg
ökum við á bílastæði og borgum 25 sent:
þetta bílastæði á kirkjan.
Hve gott hafi verið undir bú í Utah
verður ljóst af því að 25 árum eftir komu
Brighams Youngs til landsins, þá starf-
ar Eiríkur fyrrum bóndi á Brúnum að
rúníngu fjár hjá enskum saltsjódals-
bónda sem á 10.000 ær, auk annarrar
peníngseignar. Óvíða sem maður kem-
ur í Ameríku mætir auganu jafn gróin
velsæld með algerðri fjarveru fátæktar-
bæla, svo stundum er einsog maður væri
kominn til Svíþjóðar. Gæti ég trúað því
að þetta samfélag væri einna farsælleg-
ast skipað allra amerískra bygða. Ekki
6 SAMVINNAN