Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Síða 7

Samvinnan - 01.06.1958, Síða 7
er aðeins efnahagskerfið bundið kirkj- unni heldur lýtur þjóðfélagið sjálft og menníngarlífið, þarámeðal bæði skóla- kerfi og félagslíf, þessari mjög svo fjör- miklu stofnun. Sérhverjum aldursflokki manna, frá æsku til elli, er af kirkjunni niðurskipað í félög; hið sama á við um atvinnuflokka, konur sem karla. Þjóð- lífið virðist miðað við uppeldi sem leiða skuli til grandvars lífernis og hreinlífis og minnir oft á hugblæ þann sem ríkir í sunnudagaskólum og kommúnistaríkj- um. Til dæmis sýndist mér æskulýður háskólans vera vandlega undirlagður andlegu áhrifavaldi kirkjunnar. I há- skólaborginni Provo var mér boðið til samkomu þar sem yfirpáfi mormóna McKay hafði „vikulega andlega æf- íngu“ með sjö þúsund námsmönnum hinna æðri skóla. Þessi fundur var í vönduðum íþróttaskála sem var feikna- legur geimur. Forsetinn, eins og mor- mónar kalla páfa sinn, hinn níundi frá Jósepi Smið, er únglegur maður á ní- ræðisaldri. Þetta hraustlega vel búna og þó tilhaldslausa æskufólk. sem virtist hafa alt til als þeirra hluta sem gera menn að mönnum, hlustaði með hátíð- legum áhuga á einhverskonar kristilega eða hálfkristilega speki sem hefði getað verið hver fjárinn sem var, en hefur án efa verið ómeingaður mormónismus. Síð- an vom súngnir dálítið einfeldníngslegir sálmar af mikilli hrifníngu, en leikin org- anverk eftir Bach innámilli. Einsog kunnugt er þá sækir hreintrú- arstefna af enskum uppruna fast að am- erískum almenníngi. Mormónar standa í þessum efnum ekki að baki öðrum eing- ilsaxneskum hreinlífis- og hreintrúar- mönnum, nema siður sé. Þeir bragða ekki áfeingi, te né kaffi, reykja ekki tó- bak og halda í við sig í mat, neyta til dæmis lítils kjöts, en fasta einn dag í hverri viku og leggja andvirði matar- skamtsins í félagslega öryggissjóði kirkj- unnar. Oft hefur kirkjan með höndum skyldur sem ríkið gegnir í öðrum sam- félögum. Mormónar hafa altaf sem fyr getur goldið tíunda hluta tekna sinna til kirkjusjóða og gera svo enn. Tal þeirra er fræðandi, „uppbyggilegt“, en heldur leiðinlegt; þeir telja mikinn mannlöst að bölva. Sérhverja máltíð hefja þeir með trúariðkim, svo þar standa þeim fáir jafnfætis, nema ef vera skyldu sanntrú- aðir hindúar sem þvo sér um tærnar af trúarástæðum áðuren þeir fara að Þegar Eiríkur frá Brúnum kom til Utah, starfaði hann hjá bónda, sem átti tíu þúsund fjár. Bóndinn hér á myndinni virðist líka eiga lögulegan hóp ásauða og telji nú hver, sem getur. borða. Ég vil ekki segja að ég sé mjög gefinn fyrir kokkteil, en þó vil ég held- ur einn kokkteil en mikið af límonaði með guðbænum. Mér er sérstaklega minnisstætt er ég ók með Bearnson bisk- upi að heilsa uppá teingdamóður hans daginn eftir að ég kom til Utah austan- úr ríkjum. Eg var þyrstur og bað frúna að gefa mér að drekka. Frúin flýtti sér frammí elclhús og sótti mér kalt vatn úr krananum. Ég byrjaði náttúrlega af kurteisi að lofa guð fyrir að fá nú loks- ins kalt vatn að drekka eftir að hafa verið í tveim til þrem kokkteilboðum á dag í meira en mánuð austur í ríkjum; en rétt sem ég er byrjaður að vefja þetta, þá grípur frúin frammí fyrir mér og seg- ir: Viljið þér leyfa mér að fara með svo- lítið kvæði sem ég hef gert um kokkteil- inn. Nú upphófst ein geysileg ríma þar sem fyrst var sagt frá sköpun heims og synda- fallinu, og síðan taldar allar meiri hátt- ar slysfarir, sjálfskaparvíti og önnur ógæfa sem íþýngt hefur mannkyninu frá upphafi vega til þessa dags. Voru jafnan teknir apar til hliðsjónar, með þeirri ófrávíkjanlegu reglu, að altaf höfðu mennirnir Iakar í samlíkingunni. Þessi hrakfallabálkur mannkynsins endaði á því slysi er menn fundu kokkteílinn, og var sannað í kvæðinu að þessi drykkur væri hámark allra slysfara, heimsku og ógæfu á jarðríki. Þetta var leingsta kvæði sem ég heyrði á allri förinni um- hverfis jörðina. I Utahríki fanst mér að nokkru svar- að þeirri spurníngu sem framliðinn spek- íngur í Skálavík lagði einusinni fyrir okkur Vilmund landlækni: Hvernig stendur á því að þeir sem ekki nevta tóbaks skuli ekki verða ríkari en hinir sem neyta tóbaks? I Utah mætti svara þessu að nokkru levti með því að stað- hæfa að þeir sem neyti tóbaks geti að vísu eignast sévrólet, en hinir sem ekki neyti tóbaks aki kádílják. Að vísu er það svo í Bandaríkjum að bíleign er ekki mælikvarði á efnahag manna; en í mor- mónaríkinu virtist mér kádiljákurinn vera vinsælastur almenníngsvagn. Eg hlýt að viðurkenna að almenníng- ur í mormónaríkinu býr við meiri hag- sæld en almenníngur víðasthvar annar- staðar þar sem ég þekki til; og þó skömm (Framh. á bls. 27) Bóndi í Utah. Mormónar eru vinnusam- ir og búa yfirleitt við almenna hagsæld. SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.