Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Page 16

Samvinnan - 01.06.1958, Page 16
íþróttaþáttur Samvinnunnar: Æfingin skapar meistarann Að baki góðum árangri í íþróttum liggur mikið starf við þrotlausar æfingar Samvinnan brá sér á dögunum í forvitnisferS á nckkra æfingastaði íþróttamanna í Reykjavík. Og þar var ekki annað að sjá en það forna spakmæli, að æfingin skapi meistarann, væri í heiðri haft. I Sundhöllinni var Jónas Halldórsson að þjálfa sundfolkið og þar var unnið eftir fyrirfram gerðri áætlun. Lítum til dæmis á efstu myndina: Þar eru frá vinstri Helgi Sigurðsson, Ágústa Þorsteins- dóttir og Guðmundur Gíslason. Þau nota ekki hendurnar í þetta sinn, heldur æfa þau eingöngu fótatökin og synda þannig fleiri hundruð metra. A myndinni þar fyrir neðan hafa þau sezt upp á bakkann til að blása mæðinni fyrir næsta sprett og þar hefur bætzt f hópinn hinn ágæti skrið- sundsmaður Pétur Þorsteinsson (lengst t. h.). Á myndinni til hægri er Jónas þjálfari að ræða við Guðmund Gíslason, sem ef til vill er einn okkar efnilegasti sundmaður. Þeir horfa á klukkuna og virðast ánægðir með árangurinn. Svo kemur handboltinn. Sú íþrótt er sívax- andi og hefur alhliða æfingargildi. Handbolta- menn þurfa að vera ákaflega fljótir og liprir. Eins og í öllum knattleikjum hefur samspilið mikla þýðingu. Þarna sjáum við líka stúlkur í handbolta, en þessi íþrótt virðist einnig vera vel við kvenna hæfi og ólíkt betur en t. d. frjálsar íþróttir. Báðar neðstu myndirnar og sú næstneðsta t. h. eru af knattspyrnumönnum úr Val. Knattspyrn- an nýtur mikilla vinsælda hér og knattspymu- menn þurfa að æfa mikið ekki síður en aðrir. Þeir þurfa að æfa spretthörku, þol og ekki sízt sam- leik. Knattspyrnumenn æfa hlaup yfir veturinn, en taka til við boltann, þegar snjóa leysir. Á hægri síðunni eru myndir af nokkrum beztu frjalsiþrottamönnum okkar við æfingar. Frjálsar íþróttir virðast falla einna bezt við skapgerð ís- lendinga og í mörgum greinum hefur náðst af- burða góður árangur. Frjálsíþróttamenn slaka helzt á æfingum að haustinu, en byrja snemma vetrar að „byggja upp“, bæði innanhúss og ut- an. Margir iðka körfubolta sem lið í þjálfuninni og neðst til vinstri eru þeir Pétur Rögnvaldsson, tugþrautarmaður og Sigurður Gíslason, sprett- hlaupari, á körfuboltaæfingu. Efst t. v. á síðunni eru nokkrir ungir menn, sem hafa brugðið á sprett og til hægri er hópur KRinga að mýkja sig upp á grasvelli vestur í Kaplaskjóli. Næst efst t. v. sést ungverski þjálfar- inn Gabor að æfa með Vilhjálmi tæknilegt atriði við miðstökkið í þrístökkinu. Þrístökkvari æfir ef til vill minnst sjálft þrístökkið, heldur ýmis tæknileg atriði og atrennuna. I miðið eru tveir af ágætustu afreksmönnum okkar: Hilmar Þor- björnsscn, bezti spretthlaupari okkar fyrr og síð- ar og rétt á eftir honum stangarstökkvarinn Val- björn Þorláksson. Til hægri er íslandsmethafinn í kringlukasti, Þorsteinn Löve, í sjálfu útkastinu. Til vinstri í miðið er Huseby að æfa snúning með kringluna. Hann er Iiðtækur með hana og kúl- unni hefur hann aldrei varpað lengra að vori til. SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.