Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Side 21

Samvinnan - 01.06.1958, Side 21
Samvinnuskólinn Samvinnuskólinn varð 40 ára nú í vor og var þess minnzt með hófi að Bifröst í Borgarfirði. I síðasta hefti Samvinmmnar var get- ið um afmœli skólans og birt mynd af fyrsta og öðrum árgangi skól- ans, sem boðið var til hófsins í tilefni af afmcelinu. Þann sama dag, 1. mat s.l., fóru einnig fram skólaslit og voru 35 nemendur útskrif- aðir. Árangur nemenda var yfirleitt mjög góður og framúrskarandi hjá nokkrum. Af þeim er útskrifuðust varð hæst Guðriður Benediktsdótt- ir frá Bolungavik með 9.42. Hún hlaut einnig bókfærslubikarinn, sem veittur er fyrir bezta árangur í þeirri námsgrein. Annar varð Húnbogi Þorsteinsson frá Jörva í Dalasýslu með 9,36. Þriðja varð EJsa S. Jónsdóttir frá Borgamesi með 9.35, fjórði Jónas Jóhannsson, Reykjavik, með 9.09, fimmta íris Fanndal frá Bíldudal með 9.04 og sjötti Steinþór Þorsteinsson, Rvík, með 9.00. Af þeim, er luku námi fyrri vetrar, varð hæst Margrét Örnólfsdóttir úr Reykjavík með 9.24. Hér að ofan er skólaspjaldið með öllum nemendum og kennurum. Þar fyrir neðan eru þrjár myndir, sem teknar vom skólaslitadaginn. 1 aprilhefti Samvinnunnar birtist sýnishom af ljóðagerð nokkurra nemenda í Samvinnuskólanum. Blaðið barst til Bifrastar þennan dag og þar var að vonum áhugi fyrir því að sjá, hvernig skáld- in tækju sig út á prenti. í miðið er mynd af fyrsta og fertugasta umsjónarmanni skólans, en það er Benedikt Gislason frá Hofteigi, sem hafði þessa virðing- arstöðu fyrsta veturinn. Umsjón- armaðurinn í vetur heitir Steinþór Þorsteinsson og útskrifaðist nú í vor. Jónas Jónsson var sjálfsagður heiðursgestur á fertugsafmæli skól- ans og á neðstu myndinni sést hann tala við gamlan nemanda og einn úr fyrsta árganginum, Hannes Jónsson. SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.