Samvinnan - 01.06.1958, Page 27
Grímur Thomsen
(Frí.mh. af bls. 15)
varð þeim Grími barna auðið, en þau
ólu upp tvö fósturbörn.
★
I skrifstofu Gríms Thomsens á Bessa-
stöðum stóð lengi brjóstmynd af ungri
og fríðri konu. Höfðu menn fyrir satt, að
(stftM/v -týÁowJ
/
A jéfo/ A /7
/j Ji’ 5tiJJt.fr tHstV / fr ^sJröy^/t/l Vkv/
T ej iMF fu/sttft «fft* yJttrs- j«' }'«
/; ’// , 'fr J 4™+* ' Sj’roJ-/lVjy«* >-
SÍUt •'/</< /. tj. O/f ^ /rv>'/'fr
'fr/'ájA >, > ”'ÍT ‘Jtfr' ^//' VU,}'
e /7//^ //./> V'Jj-’ fr ft ^ /A'
Sýnishorn af rithönd Grims.
myndin væri af ástmey hans frá æsku-
árunum, Magdalene Thoresen. Ein-
hverju sinni — Grímur var þá kominn
fast að sjötugu — datt myndin niður og
brotnaði. Varð þá Grími þetta að orði:
„Svona fer allt, sem mér þykir vænt um.“
Þetta eru einu orðin, sem varðveitzt
hafa eftir Grími og benda til ástarævin-
týris hans og Magdalene Thoresen.
★
Þrátt fyrir þungar áhyggjur gullsmiðs-
ins á Bessastöðum um framtíð hins gáf-
aða en einþykka sonar, er um skeið urðu
svo ásæknar, að gamli maðurinn dró mjög
í efa, að hann yrði fósturjörð sinni til
heiðurs og foreldrunum til gleði, skipuð-
ust málin á þá lund, að Grímur Thom-
sen varð einhver hinn merkilegasti ís-
lendingur sinnar samtíðar og hefur lengi
skipað með sæmd sæti í fremstu röð
meðal hirðmanna Braga. Bein hans hvíla
í kirkjugarðinum á Bessastöðum, en
kvæðin, sem hann gaf þjóð sinni, munu
varðveita minningu hans um aldir.
Mormónar
(Framh. af bls. 7)
sé frá að segja mundi það gleðja mig ef
ég rækist á sannfærandi skýrslur um fá-
tækt og eymd, sukk og svall í Utahríki.
Mér er ekki nema í meðallagi Ijúft að
verða að játa að flokkur sem hefur svo
gerólíkar hugmyndir mér sjálfum um
það hvernig efla skuli alsnægtir og ham-
íngju í mannlegu félagi, skuli bera góð-
an ávöxt, og jafnvel betri en ég þyrði
að láta mig dreyma um. í þessum fljót-
heitum skal ég ekki fara út í að gagn-
rýna mormónatrú, nóg er að gera við
skynsemina samt, ef nokkur væri; um
ávextina er hinsvegar ekki að efa ef
nraður á að taka mark á slíku.
Kanski er það ekki merkilegast í mor-
mónatrú að Drottinn alsherjar skyldi
hafa opinberast Jós-
epi Smið og upprisu-
maðurinn Moroni vís-
að honum á gulltöfl-
ur, heldur hitt að
nægilegur fjöldi fólks
upp og ofan skuli á
þessum síðustu og
verstu tímum hafa
gerst tryggur að trúa
nýrri opinberun guðs
undir beinbrot og
skúfslit, og leggja
þarmeð grundvöll að
nýum heimstrúar-
brögðum (að vísu
ekki mjög frumlegum,
en þó síst ófrumlegri
en kristindómurinn
var þá er hann kom
upp).
Mormónisminn virð-
ist kasta ljósi á nokk-
ur sígild atriði í upp-
komu trúarbragða.
Uppruni kristninnar
hefur verið viljandi
almyrkvaður snemma
á öldum og sagnfræði-
legar staðreyndir sem
að honum leiða eru
sveipaðar guðfræðileg-
um huliðshjúpi; mik-
ilvægir hlutir í sam-
bandi við kristinn
dóm, einsog til dæmis
persóna trúarhöfund-
arins sjálfs, hafa með
vél verið gerðir ótil-
kvæmir allri raunsærri
rannsókn; við eigum
ekki staf um Krist ut-
an guðfræðilegar kerf-
anir og helgirit.
Svipuðu máli gegnir
um Búddhismann.
Búddha er líka næst-
um eintóm helgirita-
fígúra. Múhameð hef-
ur hér sérstöðu að því leyti sem op-
inberun hans gerist fyrir opnum
tjöldum í birtu sögunnar. Jósep Smið-
ur og trúarsköpun hans hefur lagt
rannsóknunum um uppkomu trúar-
bragða álíka mikilsverð hjálpargögn
og Múhameðstrú, eða jafnvel mikils-
verðari. Mormónisminn eykur að
minsta kosti vitneskju manna um
upphaf opinberunartrúarbragða, þar á
rneðal sjálfs kristindómsins, einmitt
vegna þess, að persóna Jóseps Smiðs,
aungu síður en Múhameðs, er rannsókn-
aranum tilkvæm í ljósi sagnfræðinnar.
M bakí qódum hafftbolla
ef> BRAGA haffi
SAMVINNAN 27