Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 4
JONSSON- SAMVINNUFELOG OG AUDHRINGAR Víða um heim eiga samvinnufélögin í höggi við and- stæðinga. Sú andstaða er einkum af tvennum toga spunn- in. Annars vegar af þekkingarskorti á hugsjónum og til- gangi samvinnufélaga ásamt vanþroska félagshyggju Hins vegar vegna þess, að samvinnufélögin koma í veg fyrir að einstaklingar og hringar safni auði á kostnað alraenn- ings. ísland er engin undantekning í þessum efnum. Það er eðlilegt, að þeir, sem trúa á fjármagnið meir en manngildið, hafi litlar mætur á samvinnufélögum. Það er eðlilegt, að kaupsýslumenn séu á móti kaupfélög- um. Enginn þarf að efast um, að ef kaupfélög liefðu ekki komið til hér á landi mundi liafa skapast æskileg aðstaða fyrir duglega fjáraflamenn. Fasteignir og sjóðir kaupfé- laganna og endurgreiðslur til félagsmannanna ltefðu þá lent hjá einstökum dugnaðarmönnum, sem persónuleg eign. Án kaupfélaganna hefðu hinir fáu ríku orðið mun ríkari og fleiri. Það er eðlilegt, að þeir, sem þannig ltafa misst tæki- færi til auðsöfnunar vegna félagshyggju fólksins og yfir- burða samvinnustefnunnar, hafi á henni litlar mætur. Hitt er annað mál, að gera verður kröfu til andstæð- inga samvinnustefnunnar um það, að þeir beiti rökum en ekki rógi, vitsmunum en ekki vanþekkingu í baráttu sinni gegn kaupfélögunum og Sambandinu. Því frem- ur ætti sú krafa að vera liávær, þar sem í ltópi þeirra eru margir ágætir menn, sem ekki vilja vamm sitt vita í einka- lífi og atvinnurekstri. I sókn og vörn andstæðinga samvinnustefnunnar skipt- ir oft á tíðum mjög í tvö lrorn um sakargiftir og árásar- ei'ni. Urn mörg ár hefur því verið haldið fram í ræðu og riti, að Samband ísl. samvinnufélaga væri ýmist „skuldugasta fyrirtæki landsins“ eða þá „auðhringur", sem gjalda þyrfti varhuga við. Þetta sýnist lítt samræmánlegt, enda er hvor þessi sakargift notuð eftir því sem þurfa þvkir í það sinn, en ekki báðar í einu. Samvinnumönnum um allt land ber skylda til að hafa á reiðum höndurn svör við slíkum ásökunum og öðrum af sama toga. Nú sem stendur þykir andstæðingum samvinnustefn- unnar við eiga að nefna S.Í.S. „auðhring“. Er að því látið liggja, að þörf sé at þeim sökum löggjafar, sem stemmi stigu fyrir vexti Sambandsins og um leið þroska og viðgangi kaupfélaganna í landinu. Hvergi erlendis mundi svo fjarskyldum lilutunr saman jafnað sem auðhringum og samvinnufélögum. „Auð- hring" verður að telja það, sem á öðrum málum er nefnt „cartel“. Þeir eru ýmist myndaðir af fleiri eða færri auð- ugum einstaklingum eða samsteypum félaga. Takmarkið er að útiloka samkeppni til þess að skapa eigendum hring- anna aðstöðu til auðsöfnunar. Hringar framleiðenda stefna að því að selja framleiðsluna dýrara en það kost- ar að framleiða. Hringar um sölu varnings leitast við að selja dýrara en varan raunverulega kostar. I báðum tilfellum er samkeppni óæskileg. í báðum tilfellum skapast gróðinn á kostnað neytendanna. í báð- um tilfellum stendur auðmagn að baki fyrirtækjanna, sem oft er í fárra manna eigu og venjulega undir fárra manna stjórn. Til þess að eignast hlutdeild í „hring“ með hlutabréfakaupum á verðbréfamarkaði þarf fjár- magn. I engu þessu eiga samvinnufélög sammerkt við liringa. Samvinnufélögin eru öllum opin án tillits til auðæfa. Hvort sem þau eru félög framleiðenda eða neytenda, leita þau að sannvirði vörunnar. Takist kaupfélögunum á íslandi að selja kjöt og mjólk bændanna hærri verði en þau hafa áætlað, greiða þau það sem umfram er til fram- leiðenda. Afhendi þau félagsmönnum neyzluvarning með hærra verði en hann raunverulega kostar, fá þeir end- urgreitt það, sem þeir hafa borgað fram yfir. Samvinnu- félögin starfa á lýðræðisgrundvelli. S.Í.S. er stjórnað af 30.900 félagsmönnum, sem allir eru jafnréttháir, hvað sem líður stétt eða stöðu, eignum eða tekjum. Um allan heinr hafa samvinnufélögin og samvinnu- samböndin átt í baráttu við hringana og oft orðið sigur- sæl. Það er furðuleg fjarstæða að tala um einokun í sanr- bandi við sanrvinnufélögin, lrér á landi senr annars stað- ar. í þeinr landshlutum, þar senr nrest öll verzlun er á vegum kaupfélaganna, stafar það ekki af einokunarað- stöðu, heldur hinu, að víða er félagshyggja mikil, og víða hafa einstaklingar lropað af lrólnri þegar nróti blés, lrætt allri verzlun eða rekstri atvinnutækja og flutt á skjólsælli staði með þær eignir, senr þeir lröfðu aflað á vegum, sem liggja langt utan allrar félagshyggju og sanr- vinnu. Hvorki löggjöf né skipulag lrefur útilokað þá frá samkeppni við kaupfélögin. Hafi þeir gefist upp í sanr- keppninni, er það vegna yfirburða samvinnustefnunnar og félagsanda fólksins. Það nrá vel vera, að þörf sé löggjafar gegn auðhringum og einokun. En sú löggjöf kenrur ekki við Sambandinu né kaupfélögunum. Eðli sínu samkvæmt, standa sanr- vinnufélögin utan við vettvang þeirrar löggjafar. 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.