Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Page 30

Samvinnan - 01.02.1962, Page 30
í tómstundum heitir Glasticon. Þetta er svart, frek- ar hart kítti, sem m. a. er einmitt ætlað á fiskabúr. Kíttið er hnoðað þannig að það myndi ílanga þunna pulsu, sem síðan er lögð ailt í kring í fals grindarinnar meðfram botn- inum. Þar er síðan lögð 4 mm þykk vírnetsglerplata. Að því búnu er aftur lögð kíttispulsa í fals grindarinnar og glerið lagt í kíttið, fyrst hliðar- glerin og síðan glerin í endum búrs- ins. Ef þess er gætt að kíttið sé rétt og jafnt lagt og ekki myndist loft- blöðrur i kíttinu, ætti búrið nú að vera vatnshelt og þess má geta hér, að um leið og búrið fyllist með vatni, þrýstir vatnið glerinu að grindinni og glerið réttir sig upp og fær sína end- anlega stillingu. Varðandi þykkt glers- ins er það að segja, að hún fer eftir hæð fiskabúrsins þannig, að þeim mun hærra, sem búrið er, þeim mun þykkara gler er nauðsynlegt að nota. Má hér styðjast við eftirfylgjandi glerþykktartöflu: Hæð fiskabúrs í cm: Glerþykkt í mm: 25 3 30-35 4 35-40 5 40-45 6 45-50 7 50-60 8 Nú er fiskabúrið sjálft tilbúið og nú er hægt að fara að hugsa um inni- hald búrsins. Kemur hér þá fyrst til greina botninn. Hér er notaður sandur, annaðhvort venjulegur sand- ur eða skeljasandur. Mjög mikilvægt er að sjá um að sandurinn sé alveg hreinn áður en hann er lagður á botninn í fiskabúrinu. Þess vegna er nauðsynlegt að skola hann rækilega þangað til vatnið, í fötunni, eða hvaða ílát sem maður nú notar til skolun- ar, er alveg tært. Þykkt sandlagsins er venjulega höfð u. þ. b. 5 cm fremst og dálítið meiri aftan í búrinu, þannig að það verður 8—10 cm þykkt við bakhlið búrsins. Er þetta gert til þess að fá meiri vídd í búrið og einnig vegna þess, að maður hefur yfirleitt stærstu og rótmestu plönt- urnar aftast í búrinu. í næstu greinum verður rætt um nokkrar tegundir af fiskum og plönt- um og einnig meðferð fiskanna, bæði daglega meðferð og eins hina sér- stöku, sem nota þarf ef maður ætlar sér að láta fisk hrygna. En einmitt þetta, að fá fiskana til að fjölga, er eitt skemmtilegasta viðfangsefnið í sambandi við smáfiskaræktina. Hér skulu að lokum rakin nokkur almenn atriði. Þar sem hér, eins og fyrr er getið, er um að ræða hita- beltisfiska og gróður, er nauðsynlegt að fiskabúrið fái nægilegan hita. Sé maður með hinar algengustu teg- undir af fiskum er nægilegt að hit- inn sé 23—22 gráður á Celsíus, þannig að venjulegur stofuhiti ætti að vera nógur. Oft getur stofuhiti að vetri til þó komizt niður fyrir umrætt hitastig og yfirleitt er þess vegna nauðsynlegt að hafa sér hitara fyrir fiskabúrið. Þess má í þessu sambandi geta, að þeim mun stærra sem fiska- búrið er, þeim mun lengri tíma tekur það fyrir vatnið að hitna og kólna og hitastig búrsins fylgir því síður hitastigi stofunnar. Þó geta hita- breytingarnar verið það miklar að skaðlegt sé fyrir fiskana og þeir veikist. Það fást rafmagnshitarar fyrir fiskabúr. Er hér aðailega um tvær tegundir að ræða. Önnur þeirra er frekar lítil, 15 wött, og er ætluð fyrir búr um það bil 50 lítra að stærð. Hitari þessi er alltaf í sambandi og hitnar alltaf, en er það veikur, að þegar hitastig búrsins er komið upp í 22—24 stig vegur hitageislunin frá búrinu út í stofuna upp á móti orku hitarans og vatnið er þannig að stað- aldri 22—24 stig. Hin tegundin er nokkuð kraftmeiri, 35—50 wött og er notuð í sambandi við sjálfstilli. Hér getur maður sett sjálfstillinn á hið æskilega hitastig og mun tækið þá sjá sjálfkrafa um, að hit- arinn kveiki og slökkvi, þannig að hitabreytingar búrsins eru aldrei meiri en 1—2 stig. Síðarnefnda teg- undin eyðir minna rafmagni og hefur þann mikla kost, að maður getur sjálfur ákveðið hitastigið. Það er ekki sízfc mikilvægt þegar maður ætlar að láta fisk hrygna, en þá er oftast nauðsynlegt að hitinn sé 2—3 stigum hærri en venjulega. Vatnið hér á íslandi er sérlega vel fallið til notkunar í fiskabúri þar sem kalkinnihald þess er mjög lítið. Hitaveituvatn er þó ekki ráðlegt að nota vegna brennisteinsinnihaldsins. Þegar fiskabúrið er þannig tilbúið með sandi og vatni kemur að því að athuga, hve mikið og hvaða tegundir af fiskum og plöntum á að vera í búrinu og verður þetta og ýmis al- menn atriði varðandi smáfiskarækt- ina, svo sem t. d. ljósgjöf, fæði, hreinsun búrsins o. fl., gert að um- ræðuefni í eftirfylgjandi greinum. ,Að lokum skal þá bent á að í sam- bandi við þessa þætti verður eins- konar bréfakassi, þannig að velkomið er að skrifa til SAMVINNUNNAR varðandi ýmis vandamál, sem kunna að stinga upp kolli og verður spurn- ingunum svarað hér í blaðinu, eink- urn ef þær eru almenns eðlis. Bréfin ætti að árita: Samvinnan, Sambands- húsinu, Reykjavík. SMÁFISKAR. Fyrir þá, sem ekki hafa aðstöðu eða tækifæri til að smíða eða láta smíða fiskabúr, skal hér bent á, að búr í ýmsum stærðum fást hjá Helga Helgasyni, Hraunteig 5, Reykjavík. Á sama stað fást einnig ýmis áhöld, svo sem hitarar, hitamælar, net o. fl. og ýmsar tegundir af fiskamat, gróðri og fiskum. 30 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.