Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Side 17

Samvinnan - 01.02.1962, Side 17
þeirrar þróunar, sem hafin var af manndómi og samtökum á tíma lít- illar tækni fyrir nokkrum áratugum, ekki standa í hlutfalli við nútíma tækni og framfarir og þau óhemju auðæfi, sem fiskimennirnir hafa flutt þar á land. Á grýttri strönd Suður- nesja bíða mörg verkefni. Lífsbarátta ört vaxandi fólksfjölda er enn slung- in mörgum vandamálum. Eins og samtök og manndómur hóf þar um- bætur fyrr, er ekki síður þörf hins sama enn. Stórfelldar hafnarbætur, með öryggi sjómannanna fyrir aug- um eru höfuðnauðsyn. Fjárhagslegt öryggi heimilanna er þar sívakandi vandamál, eins og alls staðar. Eins og samvinnumenn á sínum tíma komu til hjálpar þeim, sem beittu sér fyrir umbótum á vegum og höfnum, hafa samvinnumenn á Suð- urnesjum notað sér yfirburði þeirrar stefnu í verzlun og viðskiptum. í Sandgerði starfar lítið kaupfélag, í Keflavík annað stærra, Kaupfélag Suðurnesja. Það hefur útibú í Grinda- vík. í Keflavík hefur það nokkrar ágætar sölubúðir. Það á hraðfrysti- hús og fiskibáta. Kaupfélögin eru boðin og búin til gagns og nytsemdar fyrir fólkið í byggðinni, ef það vill nota sér þá hjálp í lífsbaráttunni, sem samvinnustefnan hefur upp á að bjóða. Þau eru öllum frjáls. Skipu- lag þeirra er byggt á fullkomnu lýð- ræði. Kaupfélögin eru það fólk, sem í þeim er. Sjóðir þeirra eru þess sjóðir, innlánsdeildirnar sparifé þess, notað til eflingar þess eigin samtök- um, samtökum í baráttu fyrir betra lífi. Þetta veit fólkið á Suðurnesjum. Hvergi er þessara samtaka meiri þörf, en þar sem veður eru válynd og heimssagan hverful. Hvergi er meiri þörf fyrir gróður en á grýttri strönd. PHJ höfðu forustuna og komu á samtök- um fóiksins um framlag til vegagerð- ar. Máttur samtakanna, manndómur einstaklinganna og þjóðfélagið tóku að mylja hraunin beggja megin götu- slóðanna og gera akfæra braut og hlaða skjólgarða við lón og voga. Það var viturlegt samstarf, sem markaði leið til þess, sem varð að gera. Atburðir veraldarsögunnar hafa gripið inn í lífið á hinni grýttu strönd. Vegur er orðinn að stræti, lón að lítilli höfn, skjólgarðar að hafn- armannvirki. f krafti heimsviðburða og auðug'ra fiskimiða hefir byggðin aukizt og blómgazt á Suðurnesjum hin síðari ár. Ný hús hafa verið og eru enn hvarvetna í smíðum. Fólkinu fjölgar. Auðæfi hafsins streyma á land. Fjöldi aðkominna fiskiskipa leitar þangað á vetrarvertíðinni. Mikil mannvirki hafa rsið á vegum útgerðarinnar. En veraldarsagan er hverful og ströndin er fyrir opnu hafi eins og hún hefir alltaf verið, brimin þau sömu, sker og grynningar sem fyrr, innsigling þröng sem áður. Fyrir aug- um ferðamannsins virðist framhald SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.