Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Side 22

Samvinnan - 01.02.1962, Side 22
 S P R E N G T GOLFGARN um þess, að hann hafi verið einmana eftir lát frúarinnar," mælti Black. „Nei, burtför hans stóð ekk- ert í samband við það. Hann varð að flytja sökum þess, að ungfrú Mary varð mjög þjáð af gigt og þurfti því að búa erlendis. Þau fóru utan til Kanada og síðan höfum við af hvorugu þeirra frétt.“ „Gigt?“ endurtók Black í spurnartón. „Það er and- styggileg plága." „Þetta var engu hér um að kenna,“ sagði Harris gamli. „Konan mín hélt húsinu hreinu og leit eftir öllu, alveg eins og hún gerði meðan frú Warner var á lífi. Ungfrú Mary fékk þetta í skólanum. Ég man að ég sagði við kon- una mína, að presturinn ætti að lögsækja kennarana þar fyrir vítavert hirðuleysi. Þetta dró barnið nærri því til dauða.“ Black fitlaði við rós, sem Harris hafði gefið honum, og kom henni fyrir í hnappagat- inu. „Hversvegna stefndi prest- urinn ekki skólanum?" spurði hann. „Hann var aldrei vanur að segja okkur frá fyrirætlunum sínum“, svaraði garðyrkju- maðurinn. „Hann skipaði okkur aðeins að ganga frá eig- um ungfrúarinnar og senda þær til staðar í Cornwall, sem hann tiltók. Þvínæst sagði hann okkur að ganga frá sínu eigin dóti og breiða rykhlífar yfir húsgögnin. Og áður en við vissum hvaðan á okkur stóð veðrið, kom stór flutn- ingavagn á vettvang til að flytja húsgögnin í geymslu, eða til einhvers kaupanda — við fréttum seinna að þau hefðu verið seld — og síðan heyrðum við að presturinn hefði látið af embættinu og væri á leið til Kanada ásamt dóttur sinni. Konan mín sá mest eftir ungfrú Mary; hún fékk aldrei neinar fréttir frá henni né prestinum, enda þótt við hefðum þjónað þeim í öll þessi ár." Black samsinnti því, að þarna hefði góð þjónusta verið illa metin. „Svo að skólinn var í Cornwall?" mælti hann. „Ég er ekkert hissa þótt fólk fái þar gigt. Það er mjög votviðra- samt hérað." „Neinei, herra,“ svaraði Harris gamli. „Ungfrú Mary fór til Cornwall sér til heilsu- bótar. Til staðar sem kallað- ur er Carnleath, minnir mig. Hún gekk í skóla í Hythe, í Kent.“ „Ég á dóttur í skóla nálægt Hythe," laug Black án minnstu fyrirhafnar. Ég vona að stað- urinn sé ekki sá sami. Hvað heitir skólinn, sem ungfrú Mary var í?“ „Það get ég ekki sagt yður, herra," sagði Harris gamli og hristi höfuðið. „Það er orðið svo langt síðan. En ég man að ungfrú Mary sagði að stað- urinn væri dásamlegur og væri örskammt frá sjó. Hún kunni mjög vel við sig þarna, var hrifin af leikjunum og öðru þvíumlíku." „Aha,“ sagði Black, „þá er þetta ekki skóli dóttur minn- ar. Hann er inni í landi. Það er annars merkilegt, hvernig fólki hættir til að grípa um öfuga endann á stafnum. Ég heyrði minnzt á séra Warner á kránni nú í kvöld, og ein- hver var að segja að ástæðan til brottflutnings feðginanna til Kanada hefði verið sú, að dóttirin hefði orðið illa úti í járnbrautarslysi." Harris gamli hló fyrirlitlega. „Strákarnir á kránni eru reiðubúnir til að segja hvað sem er, þegar þeir hafa inn- byrt lögg af bjór,“ sagði hann. „Járnbrautarslys, já einmitt það. Allt þorpið vissi að um gigt var að ræða, og einnig það að presturinn var næstum frá sér af áhyggjum þessvegna. Ég hef aldrei séð nokkurn mann svo æfan, hvorki fyrr né síðar. Ef ég á að segja yður sannleikann, hafði hvorugt okkar konunnar minnar álitið fram að þessu, að honum þætti verulega vænt um Mary. Okkur fannst hann sýna henni hirðuleysi. Hún var svo miklu nátengdari móður sinni. En það var hræðilegt að sjá framan í Warner, er hann kom frá heimsókninni f skólann, en þaðan hafði verið sent eftir honum í miklum snarheitum. Hann sagði við konuna mína að það væri Guðs verk að refsa yfirkenn- 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.