Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 15
andi ekki á valdi sínu hinar nákvæmu hræringar andstæðinganna. Herforingj- ar þeirra höfðu ekki heldur til að bera reynslu á við rómversku foringjana. Rómverjar gerðu fleygmyndaða fylk- ingu úr liði sínu og réðust síðan til at- lögu með blikandi breiðsverðum, jafn- framt því sem hestliðar þeirra réðust með felldum lensum að fylkingarörmum bretónska hersins. Stríðsmenn Bódíseu vörðust vel og drengilega. Þeir skutu örvum svo þétt að óvinunum, að skyggði fyrir sólu og börðu þá grjóti þar á ofan. En þeir voru þess ekki umkomnir að mæta hinum þjálfuðu Rómverjum, sem sóttu að þeim frá þremur hliðum í senn. Fylkingar þeirra riðluðust og rofnuðu og voru slegnar niður eins og korn á akri. Þeir reyndu að flýja, en lentu þá í sjálfheldu, myndaða af eigin vögnum og farangurs- kerrum, er þeir höfðu raðað í hálfhring að baki sér. Rómverjar stevptu sér yfir þá eins og ránfuglar og brytjuðu þá nið- ur. Sigurinn heyrði Svetóníusi til. Bódísea komst undan af vígvellinum með leifum hers síns. Ekki er að fullu Ijóst, hver örlög hennar urðu eftir það. Sagnaritari einn segir hana hafa tekið inn eitur til að forðast það að falla í hendur Rómverjum; annar kveður hana hafa sýkst og dáið af þeim sökum. Ef til vill lamaðist hið hugprúða hjarta hennar er hún sá her sinn yfirbugaðan og með hon- um síðustu vonina um frelsi það til handa Bretlandi, er hún hafði barizt djarflegast fyrir. Uppreisn Bódíseu var lokið. Svetóníus hafði bjargað rómverskum hagsmunum í Bretlandi. Rómverjar drottnuðu yfir landinu í þrjú hundruð og fimmtíu ár eftir uppreisn Isena, en hún átti sér stað árið 61. Smámsaman varð stjórn þeirra mildari og þolanlegri, og þeir fluttu menningu og verzlun með sér til landsins. Lundúnaborg var byggð að nýju á brunarústunum, er Bódísea hafði látið eftir, og í þetta sinn reistu Rómverjar múr umhverfis hana, svo hún yrði ekki oftar tekin mcð skvndiáhlaupi. í hvelfingunni undir kórnurn í Allra- heilagrakirkju (All Hallow Churrh) í ná- grenni Lundúnaturns (Tower of Lond- on) getur enn að líta merki Lundúna- brunans, er Bódísea olli. Kirkja þessi er ein hin elzta í borginni. Hún stendm þvínær beint á móti Tower Hill Station. Enda þótt hún yrði fyrir miklum skemmdum í loftárásum árið 1941, má enn sjá merki elds í grunnveggjunum í grafhvelfingunni. Þau eru lalin vera frá tímum Bódíseu. Þegar grafið hefur verið fimmtán til tuttugu fet í jörð niður, þar sem nú er City of London, hafa menn fundið þykk öskulög, leifar af húsum úr leir og timbri, og jafnvel rómverskar mvndir og leirker frá því fyrir 61. Þessar minjar hafa einkum fundizt undir King Willi- am Street, Lombard Street og East- cheap. Þær eru augsýnilega frá þeim löngu liðnu tímum, er Bódísea brenndi Lundúnaborg til fulltingis brezku frelsi. í Lundúnasafni (London Museum), sem er til húsa í Kensingtonhöll, er að finna margskvns fornleifar rómverskar frá tímum Bódíseu. Á Viktoríufyllingunni við Tems, til liliðar við Westminster Bridge, getur að líta dásamlega fagra höggmynd úr bronsi, gerða af Thomas Thornycroft. Myndin sýnir Bódíseu í léttivagni ásamt dætrum sínum. Hún heldur á spjóti í hægri hendi, en hina vinstri hefur hún útrétta sem til að hvetja landa sína gegn Róm- verjum. Dagur Þorleifsson þýddi. ustu heimstyrjöld bað kjötsölumiðstöS bænda í Noregi (Norges Kjött og Fleshecentral) SÍS að taka á móti tveimur mönnum og lofa þeim að yinna í góðu sláturhúsi svo þeir gætu lært verkunaraðferðir íslendinga. Ég get um þetta vegna ummæla í áður- nefndri grein í Samvinnunni eftir Þorstein Sigurðsson, en þar segir svo: „í lok fyrri heimsstyrjaldar. . . . Þjóðin var vel sjálfbjarga með landbúnaðarvörur en hafði lítinn afgang. Oftast nær yar þó flutt út eitthvað af illa verkuðu saltkjöti, sem var til lítils álitsauka fyrir íslenzkan landbúnað" (Samv. maí—júní 1959). Þetta er harður dómur, en sem betur fer er hann rangur, og þó hér sé gert lítið úr saltkjötsútflutningi á ár'unum eftir fyrri heimsstyrjöld, þá er þó flutt út nokkuð jafnt magn á hverju ári. Árin 1919 til 1920 að báðum árum meðtöldum, var útflutningur salt- kjöts 3075 tonn að meðaltali á ári. Mun láta nærri að þetta svari til kjöts af a. m. k. 235.000 dilkum, eru þá innifalin um 350 tonn af kældu og frysfu dilkakjöti, sem flutt var út í tilraunaskini. Mun láta nærri að um helmingur af kjötframleiðslu hyers árs hafi verið fluttur ú á þessu tímabili. Árið 1927 hófst útflutningur á frosn'u dilkakjöti og dró þá úr saltkjötsútflutningnum, en þó var árlega saltað talsvert af dilkakjöti til útflutnings þang- að til í byrjun síðari heimsstyrjaldar. — Og enn mun eitthyað lítið eitt vera selt til Noregs af íslenzku saltkjöti, og ber það ekki vott um, að það sé illa verkað. Hér er ekki um neitt stórmál að ræða. En sé það þess vert að skýra frá útflutningi sauðfjár og saltkjöts í fræði- ritum, þá verður að mælast til að rétt sé með þau mál farið. Jón Árnason. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.