Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Page 21

Samvinnan - 01.02.1962, Page 21
Black settist að á kránni á staðnum og kvaðst vera rit- höfundur, er safnaði efni um gamlar kirkjur í Hampshire. Hið sama hafði hann á odd- inum, er hann ritaði núver- andi sálnahirði Allraheilagra- kirkju bréf og baðst áheyrn- ar hjá honum. Bæn hans var veitt og prest- urinn, ungur maður og mjög áhugasamur um arkitektúr, sýndi honum hvern kima kirkjunnar frá gólfi upp í turn. Var þar að sjá firnin öll af útskurði frá fimmtándu öld. Black hlustaði kurteislega og gætti þess að koma ekki upp um fáfræði sína, en tókst að lokum að leiða talið að fyrirrennurum prestsins. Svo óheppilega vildi til, að núverandi sóknarprestur hafði verið í brauðinu í sex ár að- eins, enda vissi hann lítið um Warner, hvers eftirmaður hafði flutzt til Hull. Þó kom nú í ljós, að Warner hafði verið þarna prestur um tólf ára skeið, einnig að kona hans lá grafin í kirkjugarði stað- arins. Black sá gröfina og skrif- aði hjá sér letrið á legstein- inum: „Emily Mary, heitt- elskuð eiginkona Henrys Warner, er hvarf héðan til hvíldar örugg í faðmi Jesú.“ Hann skrifaði einnig hjá sér dagsetninguna. Dóttirin Mary mundi hafa verið tíu ára um það leyti. fá, sagði núverandi sóknar- prestur, hann hafði heyrt að Warner hefði sagt af sér af mikilli skyndingu og farið til einhvers samveldislandsins — Kanada, minnti hann. Sumir þorpsbúar hlytu að muna eftir honum ennþá, sérstak- lega eldra fólkið. Ef til vill væri garðyrkjumaður prests- setursins girnilegastur til fróð- leiks, enda hafði hann verið þar og gegnt starfi sínu í þrjá- tíu ár. En eftir því sem hann, sóknarpresturinn, bezt vissi, hafði séra Warner hvorki verið sagnfræðingur né safn- ari og enginn rannsóknarstörf unnið við kirkjuna. En ef herra Black vildi koma til prestssetursins, þá ætti hann, núverandi sóknarprestur, margt merkilegra bóka varð- andi sögu Long Common. Black afsakaði sig. Hann hafði veitt allt, sem hann átti von á upp úr núverandi hand- hafa brauðsins. Hann þóttist vita að kvöld á barnum á kránni, þar sem hann bjó, mundi verða vænlcgra til frekari árangurs, enda kom það í Ijós. Hann varð þar að vísu einskis vísari um útskurðar- list fimmtándu aldar, en lræddist þess í stað heilmikið um séra Henry Warner. Presturinn hafði notið virð- ingar í sókninni, en ekki veru- legra vinsælda; olli því strang- leiki hans og umburðarleysi. Manngerð hans var ekki slík, að sóknarbörnin sneru sér til hans þegar þau voru í vanda stödd, því hann var alltaf líklegri til að sakfella en hughreysta. Hann leit aldrei inn á barinn á kránni né blandaði á annan hátt geði við almúgann. Vitað var að hann átti eignir óviðkomandi embætt- inu, enda var hann engan veginn upp á sókn sína kom- inn. Honum líkaði mjög vel að vera boðinn til hinna fáu fyrirmannasetra, sem fvrir- fundust í nágrenninu, því þjóðfélagsleg metorð mat hann mikils. En meðal heldra fólksins hafði hann ekki held- ur verið sérstaklega vinsæli. í stuttu máli sagt hafði séra Henry Warner verið umburð- arlaus, þröngsýnn uppskafn- ingur, haldinn ágöllum, sem sízt af öllu voru sóknarpresti sæmandi. Kona hans hafði liins vegar notið mikilla vin- sælda, enda hafði hún orðið öllum harmdauði, er hún lézt af völdum uppskurðar við krabbameini. Frúin hafði verið með afbrigðum góð kona, sér í lagi hjartahlý og látið sér annt um aðra. Og litla stúlkan hennar líktist henni. Hafði barnið ekki tekið sér nærri dauða móðurinnar? Til þess mundi enginn. En það var álitið ólíklegt. Hún fór á brott í skóla og var eftir það aldrei heima nema á frídögum. Einstaka mann rámaði í hana hjólríðandi, litla laglega skinnið. Garð- yrkjumaðurinn og kona hans höfðu bæði unnið hjá Henry Warner og sá sami garðyrkju- maður starfaði enn á prests- setrinu. Harris gamli. Nei, hann leit aldrei inn á krána á kvöldin. Hann var bind- indismaður. Hann bjó í einu kotanna í nágrenni kirkjunn- ar. Nei, konan hans var dáin. Hann bjó hjá giftri clóttur. Hann lagði mikla alúð við rósarækt, enda fékk hann á hverju ári verðlaun fyrir rósir sínar. Black lauk við bjórinn sinn og hvarf á brott. Enn var skammt liðið fram á kvöldið. Hann afklæddist snarlega dularhjúpi sínum sem fræðaritari um gamlar kirkjur í Hampshire, en brá sér þess í stað i gerfi áhuga- manns um rósir sama héraðs. Hann hitti Harris gamla, þar sem hann sat fyrir utan heim- ilið sitt og reykti pípu. Rósir spruttu í skjóli við limgerðið umhverfis húsið. Black nam staðar og dáðist að þeim. Þar með var samtalið hafið. Það kostaði Black nærri því heila klukkustund að beina Harris frá rósunum hans og til fyrrverandi sókn- arpresta, frá fyrrverandi sókn- arprestum til Warners, frá Warner lil frú Warner og frá frú Warner til ungfrú Warn- er, en eftir þetta alltsaman varð liann lítils vísari. Hann fékk aðeins að heyra endur- tekningu á því, sem hann hafði heyrt í þorpinu. Séra Henry Warner hafði verið harðgeðja maður og fá- um vinsamlegur; einnig spár- samur á hrósyrði, já, það hafði hann verið. Hafði engan á- huga á garðræktinni. Dramb- samur náungi. En var kominn yfir mann eins og ldass af múrsteinum, ef eitthvað bar út af. En frúin var allt öðru- vísi. Hörmung að hún skvldi deyja svona fljótt. Ungfrú Mary var líka mjög geðfellt barn. Kona hans, garðyrkju- mannsins, hafði alltaf verið mjög hrifin af ungfrú Mary. Hún hafði líka verið ger- sneydd öllu monti og mikil- mennsku. „Ég geri ráð fyrir að séra Wamer hafi horfið héðan sök- 1 HULIN FORTÍÐ EFTIR O DAPHNE Dll MAURIER SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.