Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Side 33

Samvinnan - 01.02.1962, Side 33
Reykjavík, 9. febrúar 1962. KAUPFÉLAG fSFIRÐINGA; A árinu 1961 bárust 1. 333. 360 kg. mjólkur til mjólkurstöðvar felagsins. Mjólkurinnleggsaukn- ing varð því 10 1 /2% á árinu. 75 1 /2% fóru til neyzlu, en hitt í rjóma, skyr og smjör. Mjólkurstöðin fær senda mjólk úr næsta nágrenni bæjarins, Djúp- inu og úr Önundarfirði. Meginhluti mjólkurafurðanna fer til sölu á heima- markaði, en nokkuð fer þó til sölu á nærliggjandi fjörðu. Felagið hefir starfrækt pylsugerð súðan árið 1958 og eru þar starfandi tveir menn. Framleiðsla pylsugerðarinnar fer að mestu til sölu í verzlunum felagsins, en nokkurt magn er selt til nágrannafélaganna. NÚ standa yfir gagngerar breytingar á veínaðarvöruverzlun fólagsins og verður henni breytt í hálfgildings kjörbúð, svipaða vefnaðarvörudeildinni hjá SÍS- Austurstræti. Nokkur vandkvæði eru á að fá fagmenn til að ljúka verkinu, en vonir standa til að nýja búðin verði opnuð með vorinu. Fyrir þremur árum var tekið upp vélabókhald á skrifstofum félagsins. Líkar það mjög vel, enda hefir náðst hinn bezti árangur af þvi. Bokhaldið gengur mun fljótar fyrir sig og er auk þess aðgengilegra og þægilegra. Söluaukning varð nálægt 10% í öllum deildum félagsins. Söluskattur á árinu nam kr. 613. 917. 00, þar með talin útibúin. Skiptast söluskattsgreiðslurnar þannig: fsafjörður kr. Bolungarvík Hnífsdalur Súðavik 450. 509. 00 67. 398. 00 50. 135. 00 45. 874. 00 { sambandi við söluskattinn gleymist oft að geta þess, að hann er ekki sam- bærilegur við heildarveltu, þar eð stórir póstar eru ýmist undanþegnir sölu- skatti (fóðurbætir, mjólk t. d. ), eða skatturinn er innheimtur af öðrum aðilum (t. d. olíúr, tóbak, eldspýtur). Hér hjá okkur er þriðjungur veltunnar þannig undanþeginn söluskatti, og er mjólkin stór liður þar x.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.