Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 23
aranum fyrir glæpsamlegt hirðuleysi hans. Þannig lét hann um mælt. Glæpsamlegt hirðuleysi." „Ef til vill," sagði Black, „hefur samvizka hans ekki verið upp á það bezta. Ef til vill hefur hann í hjarta sínu ásakað sjálfan sig fyrir hirðu- leysi, þótt hann lastaði skól- ann upphátt." „Getur verið,“ sagði Harris gamli, „getur verið. Hann sá ævinlega flísina í auga bróður síns.“ Black taldi nú að tími væri kominn til að láta Warner eiga sig, en snúa þess í stað að rósunum á nýjan leik. Hann dokaði við fimm mín- útur í vibót, fræddist töluvert um blóm og blómarækt, bauð síðan góða nótt og fór aftur til krárinnar. Hann svaf svefni liinna réttlátu um nótt- ina og fór með fyrstu lest daginn eftir til Lundúna. Hann gerði ekki ráð fyrir að nokkuð frekara væri að frétta í Long Common. Síðari hluta dags fór hann með lest til Hythe. í þetta sinn lét hann sóknarprest staðarins í friði, en sneri sér þess í stað til for- stöðukonu hótelsins, hvar hann hafði leigt sér herbergi. „Ég er á höttunum eftir hentugum skóla handa dóttur minni," sagði hann, „og mér hefur skilizt að í þessum hluta veraldar væru að minnsta kosti einn eða tveir, sem telja mætti harla góða. Mér kæmi vel að vita, hvort þér munið eftir einhverjum, sem þér gætuð mælt með.“ „Ójújú,“ sagði hótelstýran. „Hér í Hythe eru tveir mjög góðir skólar. Þeir eru skóli ungfrú Braddock, þarna handan hæðarinnar, og svo auðvitað St. Bee, stóri sam- skólinn. Gestir okkar hér á hótelinu eru flestir foreldrar barnanna í St. Bee.“ „Samskóli?" sagði Black. „Hefur hann verið það frá stofnun?" „Já, síðan hann var stofn- aður fyrir þrjátíu árum,“ svar- aði hótelstýran. Herra og frú Johnson hafa þar enn skóla- stjórn með höndum, enda þótt þau séu auðvitað orðin töluvert roskin. Skólinn er vel rekinn og bragurinn mjög til fyrirmyndar. Ég veit að sumir eru haldnir vissum hleypidómum gagnvart sam- skólum; fólk segir að þeir geri stúlkur karllegar og pilta kveifarlega, en sjálf hef ég aldrei séð nein merki þess. Börnin virðast alltaf vera mjög ánægð og alveg eins og önnur börn, og svo eru þau líka ekki í skólanum nema til fimmtán ára aldurs. Viljið þér ef til vill að ég útvegi yður áheyrn hjá herra eða frú Johnson? Ég þekki þau vel.“ Black flaug í hug að ef til vill fengi hún umboðslaun fyrir þá nemendur, er kæmu í skólann vegna meðmæla þeirra, er hún gæfi honum í viðræðum við foreldrana. „Ég er yður mjög þakklátur,“ sagði hann. „Það væri mér sönn ánægja.“ Og stefnumótið við yfirvöld skólans var á- kveðið klukkan hálftólf dag- inn eftir. Black kom á óvart að St. Bee skyldi vera samskóli. Hann hafði ekki ímyndað sér að séra Henry Warner hefði haft opin augu fyrir kostum sam- kennslu pilta og stúlkna. Þó hlaut St. Bee að vera rétti staðurinn, samkvæmt þeirri lýsingu, sem Harris gamli garðyrkjumaður hafði gefið honum. Skólinn var vissulega nærri sjó og umhverfið með ágætum. Hinn skólinn, er kenndur var við ungfrú Braddock, var á lítt áberandi stað; útsýni þaðan ekkert að ráði, né heldur neinir leik- vellir. Black hafði fullvissað sig um þetta áður en hann sneri til stefnumótsins að St. Bee. Þefur af línóleum, hvít- þvegnum gólfum og gljákvoðu mætti honum við inngang- inn, er hann hafði sigrazt á dyraþrepunum. Stofustúlka nokkur gegndi liringingu hans og vísaði honum inn í rúm- góða skrifstofu til hægri við forstofuna. Bersköllóttur maður, roskinn í útliti, með Framhald I næsta blaði SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.