Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 12
Húsmæður Auðvitað er nauðsynlegt að nota sósulit, matarlit, borðedik og ediksýru, svo að maturinn verði fullkominn. UPPÞVOTTURINN VERÐUR hneinasti barnaleikur B L I K fjarlægir mjög auðveldlega alla filu og skilar leirlauinu laumalausu og gljáandi B L I K henlar því mjög vel í allan uppþvolt, en einkum er það goll fyrir allar uppþvollavélar Blik Btrír létt um vlk - Blik garlr lctt u,n vlk - Blik corir lett um vik „Skuldar, skuldar!" hrópaði Bódísea í bræði. „Við skuldum ykkur ekkert, rómversku níðingar! Þjóð mín hefur sýnt ykkur vinsemd, en þið hafið rænt hana, barið og drepið niður! Þið skuluð verða að svara til þessara saka, þjófar og morð- ingjar!“ „Þögn, kona! Þú skalt verða að svara til saka fyrir þessar móðganir við keis- arann, þegar ríki þitt er orðið rómverskt skattland," hreytti æðsti hundraðshöfð- inginn út úr sér. „Aldrei, aldrei! Ég býð Neró, keisara ykkar, byrginn! ísenar eru frjáls þjóð!“ mælti drottningin, náföl af reiði. „Grípið konuna! Hún hefur smánað keisarann," æpti hundraðshöfðinginn til hermanna sinna. Bretónskur stríðsmaður, er stóð hjá drottningu, bjóst til að verja hana, en var höggvinn niður. Flestir þjóna Bódí- seu voru óvopnaðir, svo aðeins varð um skamma viðureign að ræða. Rómverskir hermenn þrifu drottninguna og bundu hendur hennar á bak aftur. „Hýðið þessa ósvífnu drottningu með svipum! Slík hirting kennir henni áreið- anlega betri siði,“ fyrirskipaði hundraðs- höfðinginn og glotti við tönn. Rómverjarnir hýddu nú drottninguna á grimmdarfullan og svívirðilegan hátt, unz hún féll að fótum þeirra, föl og blóði drifin. En hin stolta sál hennar kom í veg fyrir, að nokkurt hljóð brytist fram á milli samanbitinna vara hennar. Dæt- ur hennar hlutu einnig ruddalega með- ferð, og að lokum fóru Rómverjar eldi- bröndum um þorpið og kveiktu í hálm- þöktum kofum íbúanna. Næstu dögum vörðu Rómverjar til rána. Þeir hirtu fjársjóði konungs og ráku á brott með sér hjarðir nautgripa, sauðfjár og hinna litlu, harðgeru hesta, sem ísenar ólu upp. Margt manna gerði innrásarliðið að þrælum og rændi þá öllum eignum. Jafnvel rómverska sagn- ritaranum Tasítusi þótti nóg um. Hann segir svo: „Höfðingjar ísena voru rænd- ir eignum sínum eins og Rómverjar hefðu þegið allt land þeirra að gjöf Bódíesa drottning og dætur hennar komust þó undan og í felur. Biksvart hatur til Rómverja logaði í hjörtum þeirra, enda biðu þær aðeins færis til hefnda. Jafnskjótt og Bódísea hafði sigrazt á sorg sinni og örvæntingu. hófst hún handa. Hún fór um meðal þjóðbræðra sinna og hvatti þá til uppreisnar. Ncð- anjarðarhreyfingin gegn rómversku stjórnarvöldunum tók skjótum vexti; jafnvel nágrannaþjóðf 1 okkurinn Trínó- vantar var aðili að henni á laun. Innan skamms hafði Bódísea komið skipulagi 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.