Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Qupperneq 3

Samvinnan - 01.03.1964, Qupperneq 3
Sigurður Breiðfjörð * Æ, þína ást af mér ég brotið hefi, skal fögur fást fyrirgefning með stefi? Aldrei ég hefi þér seðilinn sent, sem ég var búinn að heita, það hefur œtíð við loforðið lent, l'jótt var nú þannig að breyta. Höfum ei hátt. Ileilsaðu babba og mömmu, blíðlega brátt brceðrum, systrum og ömmu. Hverra ég bænanna óska þér á? — Æfðu þig vel í að prjóna, loksins þá gettir þú látið mig fá lepptuskur innaní skóna. Æ, þína ást alla galt ég sem tossi, skal fögur fást fyrirgefning með kossi? Eg kreikaði burt svo ég kvaddi þig ei, kuldalegt var það úr máta. Gleymt hef ég máski hvað góð varstu mey, góð varstu það má ég játa. Góðin mín gremst gáleysi mínu Ijóta. Kannski ef ég kemst kvittun ég fái skjóta. Sjálfur ég finn þig og segi þér frá söguna um öxina og manninn. Lukkan hún gefi mér sína ásjá, það semjist nú með okkur þanninn. Nokkur orð um kvæðið og skáldið Þetta kvæði orti Sigurður Breiðfjörð í Reykjavík, sennilega 1822 eða 1823. Ragnheiður Bogadóttir hefur þá verið átta eða níu ára. Hún var dóttir Boga Bene- diktssonar, sem þá var verzl- unarstjóri í Stykkishólmi, en síðar bóndi á Staðarfelli og oftast kenndur við þann bæ. Vinátta skáldsins og barns- ins kemur glöggt fram í er- indum þessum. Þeir voru miklir vinir Sigurður og Bogi og dvaldi Sigurður oft á heimili Boga, sem var mikill fróðleiksmaður. Sagt er að Sigurður hafi fellt ástarhug til Sólveigar Bogadóttur, en varla hefur það verið vel séð af foreldrum hennar. Sólveig giftist árið 1821 Oddi Thor- arensen lyfsala. Aðrir tengdasynir Boga voru: Bjarni Thorarensen amt- maður, Marteinn Smith kon- súll, Pétur Pétursson biskup og Jón Pétursson dómsfor- seti. Bogi var ríkur maður og stundaði mest verzlun fram eftir ævinni, en gaf sig mest að fræðistörfum á efri árum. Höfuðrit hans er Sýslu- mannaævir. Bogi átti um skeið Hóla í Hjaltadal og keypti þá jörð fyrir 2500 ríkisdali. Samtíð- Framhald á bls. 22. þörf fyrir rekstrarfé til þess að framleiðslan ekki stöðvist, allt mun erfiðara en fyrr. Vandamálin verða ekki leyst nema með miklum skilningi og góðvild þeirra, sem yfir lánsfénu ráða. En um margt gildir hið sama og fyrr. Félagsleg vakn- ing, bjartsýni og vitund þess, að við enga erfiðleika er að etja, sem ekki er unnt að sigrast á, getur hjálpað nú eins og fyrr. Félagsleg samstaða getur nú sem fyrr gert kraftaverk. Leiðtogarnir hafa varað við hættunni og bent á staðreyndir. Það er kominn tími til að snúast gegn vandanum, með sama hugarfari og fyrir meira en 40 árum, í dæmi því, sem tekið var. í samvinnu og félagslegri samstöðu er fólginn máttur, mátt- ur til úrlausnar, jafnt í blíðu sem stríðu, máttur til bjartsýni og vakningar. Þeim mætti ber kaupfélagsfólkinu að beita. Vitanlega á það skýlausan rétt á góðvild stjórnarvaldanna á hverjum tíma og hver sem þau eru. En hjálp og úrræði verða að koma frá því sjálfu. Og nú nýtur kaupfélagsfólkið ávaxt- anna af starfi kaupfélaganna í 40 ár, síðan í kreppunni eftir fyrra stríðið, auk alls sem áunnist hafði áður. Og það nýtur reynslu, sem margt er hægt að læra af. Raunsæ viðhorf til nútíðarinnar og bjartsýni gagnvart framtíðinni eru holl sjón- armið. Samvinnufólkið í landinu, hvar í stjórnmálaflokki sem það stendur, á að vera auðugt af hvoru tveggja. Páll H. Jónsson. SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.