Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 8
Guðmundur Sveinsson: 2. STÆRÐFRÆÐI. Ef til vill voru mest afrek á vísindasviðinu unnin í Hell- enismanum í framlagi lians til stærðfræði. Þau afrek bvggð- ust ekki að litlu leyti á því að safna og tengja saman árangur og niðurstöður fornra fræði- manna, grískra og egypskra, en bæði Grikkir og Egyptar höfðu um aldir fengizt við þau fræði. Sá sem afrekið mesta vann var Evklíd frá Alexandríu, uppi um 300 f. Kr. er tók saman rit um geometríu, er allt fram til síðustu ára hefur verið lögð til grundvallar í þeim fræðum og stærðfræði allri og er svo í höfuðatriðum enn. Það sem Evklíd tekst í þessu forna rit- verki er hvorki meira né minna en gera abstrakt hugsun að undirstöðu raunvísinda á sviði stærðfræði. Gengið er út frá nokkrum grundvallar hug- myndum abströktum og af þeim síðan leidd hin marg- víslegustu lögmál og stað- reyndir. Er þetta upphaf hinna svonefndu afleiðsluaðferðar í vísindum (deduction). Hve mikilvægt atriði hér var fram dregið má marka af því að flest hin mestu afrek og ágæti vísindanna á síðari árum hafa byggst á sömu for- sendu, hinni abstrakt liugsun. 3. EÐLISFRÆÐI. rJ’il eru samt þeir, sem álíta að mestur allra vísindamanna Hellenismans hafi verið Arkí- medes frá Sýrakúsu, er uppi var 2S7—212 f. Kr. og lagði grundvöllinn að vélfræði og vatnsstöðufræði (livdrostatik). Hagnýting vogstangaraflsins var drjúgur áfangi áleiðis til lögmála vélfræðinnar. Lögmálum vogstangarafls- ins og hversu þau megi hag- nýta voru fyrst gerð fræðileg skil af Arkímedesi. Hins vegar bera höggmyndir frá Egvpta- landi og Assýríu vitni þess, að vogarstöngin var þekkt fyrr og liagnýtt. Lögmálin sem Arkí- medes skýrði voru leidd af for- sendum tveim, a) Sé jafnþungi settur jafnlangt frá þyngdar- punkti er vogstöngin í jafn- vægi. 1)) Sé annar þunginn færður til mun stöngin Iiallast til þeirrar hliðar, þar sem þung- inn hefur lengri arm. Kunnasta afrek Arkímedesar er þó tvímælalaust uppgötvun hans á hinu svokallaða Arkí- medesarlögmáli. Það lögmál skýrir sem kunnugt er þá stað- reynd að hlutir léttast í vatni eða öðrum vökva. Er lögmálið á þá leið, að hlutirnir léttist jafnmikið og það rúmmál vatns (eða annarra vökva) vegur, sem þeir ryðja burtu. Á þessu lög- máli byggist vatnsstöðufræðin (hydrostatikkin). Saga er til um það með hverjum hætti Arkí- medes uppgötvaði þetta lög- mál. Er sagt að Híeró kon- ungur í Sýrakúsu hafi látið gullsmiði gera sér kórónu og átti liún að vera úr skýru gulli, enda hafði konungur verið látinn leggja fram mikið magn af smíðagulli til kórónugerðar- innar. Er kórónan hins vegar var fullgerð grunaði konung, að liann myndi hafa verið blekktur og gullsmiðirnir liefðu blandað gullið með silfri. Fól liann Arkímedesi að komast að hinu sanna með fræðimennsku sinni. Arkímedes liugsaði mál- VlSINDI HELLENISMANS • • Onnur grein ið lengi, en fann enga lausn. Þá var það dag einn að hann var að baða sig. Var baðkerið sneisafullt af vatni. Þegar því Arkímedes sté upp í það, flóði vatnið út af. Af einliverri til- viljun fór Arkímedes að leiða liugann að þessu sjálfsagða og að því er virðist lítið merkilega fyrirbæri. Fór svo að sú at- hugun varð meiri og ýtarlegri en liann grunaði og leiddi til þeirrar niðurstöðu sem fyrr greindi um lögmálið. Þegar svo var komið var sem leiftri brigði fyrir í liuga Arkímed- esar. Hann sá í sjónhending lausn á gátu konungskórónunn- ar. Væri hún blönduð úr tveim málmum, gulli og silfri, Jilyti rúmmál hennar að vera meira en sami þungi gulls, sem í eðli sínu er þyngri málmur. Silfrið gerði hana fyrirferðar- menningarskeiði Hellenismans barst stjörnuspeki austan frá Babýlon (með Berossusi um 280 f. Kr.) og mengaði stjörnu- fræðina með alls konar dul- rænum viðhorfum, sem lítt áttu skylt við rannsóknarvísindi. Mestan og raunsæastan allra stjörnufræðinga Hellen- ismans ber vafalaust að telja Aristarkos frá Samos (310— 230). Hann samdi vísindarit eitt, sem enn er til og nefnist: „Um stærðir og fjarlægðir sólar og tungls“. I þessu riti kemst hann að þeirri niður- stöðu og bvggir á útreikning- um sínum að þvermál sólar muni mörgum sinnum meira en jarðarinnar. Var jiessi kenn- ing æði byltingarkennd á jieim tíma, sem hér um ræðir. Þó er hitt meira, ef sannar eru full- vrðingar Arkímedesar og sagn- Mestur frœðimaður hellenismans i stcerð- frœði var Evklíd írá Alexandríu, sem samdi rit um geometríu, sem enn er i höfuðatriðum lagt til grundvallar i heim frœðum og stœrð- frœði allri. — Fremstur allra vísindamanna þessara tíma hefur hó ef til vill verið Arkí■ medes, sem lagði grundvöllinn að vatnsstöðu> jrceðinni. — I stjörnufrceði hellenismans voru Aristarkos, Hipparkos og Ptólemeos öðrum fremri. meiri. Arkímedes hrópaði upp yfir sig: „Hevreka“, þ. e. „Ég hef fundið hana (lausnina á gátunni)“ og hljóp allsnakinn iit úr baðherberginu og jiar til er kóróna konungs var geymd. Hann vó kórónuna, tók síðan jafnjiyngd hennar í gulli og dýfði hvoru tveggja í vatn og mældi rúmmálsaukninguna í vatninu. Kom í Ijós að rúmmál kórónunnar var meira en jafn- jiyngdarinnar í gulli og sannaði að hún var blönduð öðrum og ódýrari málmum. 4. STJÖRNUFRÆÐI Ymsir fræðimenn í Hellen- ismanum lögðu stund á stjörnu- fræði og náðu sumir hinum mesta og ótrúlegasta árangri. Var þetta ef til vill jieim mun merkilegra sem einmitt á fræðingsins Plútarks, að Aris- tarkos hafi sett fram þá skoð- un, að fastastjörnurnar og sólin væru kyrrar, en jörðin snerist um sólina eftir hring- laga braut. — Var þannig fram komin hin svonefnda „helíó- centriska" kenning, jiað að sól- in væri í miðju og reikistjörn- ur snerust um hana, — kenn- ing, sem ekki hlaut viðurkenn- ingu fyrr en á 16. öld e. Kr., er Kóperníkus dregur hana aft- ur fram og veldur með jiví algerri byltingu í heimsmynd manna. Þótt stjörnufræðingar Hell- enismans gætu ekki skilið eða samsinnt hinum framsýnu kenningum Aristarkosar og hyrfu að eldri hugmyndum hvað sjálfa heimsmyndina snerti, þar sem litið var á jörð- Framhald á bls. 22. 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.