Samvinnan - 01.03.1964, Síða 11
KVEÐID A SKJAINN
vísur, sem heyrandi í holti hefur tínt saman
Svo sem þeir eflaust muna, sem
fylgzt hafa með þessum þáttum, var
því heitið í sumar, að sá, sem sendi
bezta veðravísu skyldi hljóta værðar-
voð frá Gefjuni að launum. Nokkuð
dróst að nefndin gæti komið saman til
að dæma milli vísnanna. Og þó veður
yrði henni sízt til tafar voru þó all-
margar vikur af vetri þegar hún loks
mætti til fundar. Að heilabrotum
loknum dæmdi nefndin einróma, að
værðarvoðin skyldi falla í hlut Val-
borgar Guðmundsdóttur, Tungufelli í
Breiðdal S-Múl., fyrir vísurnar: Ein á
ágústkveldi. Og þær eru þannig:
Kve'öa á skjáinn kuldi og regn,
kveina strá og runnar.
Nepja lifsins næðir gegn-
um nœlon tilverunnar.
Úti um dimma ágústnótt
ýmsar vættir sveima.
Börnin sofa blítt og rótt
— bóndinn ekki heima.
Hér koma svo nokkrar fleiri veöra-
vísur: Ingólfur Davíðsson kveður um
páskahretið mikla 1963:
Römmum Norðra rann í skap
— rofnar páskafriður —
Angraði fénað, aspir drap,
urtir barði niður.
Um umhleypinginn kveður Ingólfur:
Þetta er leiður allra átta fjandi,
útsynningur gleiður tvístígandi.
Austan garri, norðan náhraglandi.
Nú er varla hundi útsigandi.
Una Sveinsdóttir, Sunnuhvoli, Vest-
mannaeyjum, kveður um sólskinsdag
á vori eftir kuldahret:
Nú er vorsins Ijómi um lönd
líf og fjör í hjarta,
ýmsum gleymist ómjúk hönd
ísakóngsins bjarta.
Ingibjörg vinkona okkar á Refsteins-
stöðum kveður í góðviðri:
Hörpu skær er sálmur sunginn,
sól í tœru heiði skin.
Andar blærinn ilmi þrunginn
unað fœrir heim til mín.
En ekki hlær sólin alltaf viö Ingi-
björgu. Henni er þó visa á munni þeg-
ar veður er svalt:
Norðan hreggið fargar frið
i fjötra leggur vorið.
Þokuveggur þrengir svið.
Þyngist seggjum sporið.
Bjarni Jóhannsson í Miðhúsum sendir
vísu í tilefni af því, sem Guðmundur
á Höfða orti um hann í sumar, 6—7
tbl. 1963:
Að botninn vœri í Borgarfirði
bagi þótti í gömlum sögum.
En hafa ’ann suður í Hafnarfirði
hentugt þykir nú á dögum.
í vorblíðunni kveður B.jarni:
Perlur glitra um grund og hlíð,
i gulli tindar loga.
Geislum sinum glóey blið
gyllir sund og voga.
Bjarni fullyrðir að veður hafi spillzt
til muna í Skagafirði, þegar skipt var
um veðurstofustjóra. Þeim veðrabrigð-
um lýsir hann þannig:
Sólin hylur sínar brár
sorgarblæju varin.
Skýin fella tregatár,
Teresia er farin.
Margrét Guðmundsdóttir, Höfn í
Hornafirði veit sem er, að sá er vel
gegn kuldanum varinn, sem hefur
værðarvoð frá Gefjun til að vefja
um sig. Hún kveður:
Þó að svarri brim á boðum
og byrgi sólu hríðin grá,
þá er sveipast vœrðarvoðum
veður engin bíta á.
Ásta Gísladóttir, Mið-Kanastöðum í
Húnavatnssýslu, kann líka að meta
hlýja værðarvoð:
Féll á bylur, fórust gnoð,
frostið nœddi aö hjarta.
Ef að œtti vœrðarvoð
vœri ég ekki að kvarta.
Guðmundur á Höfða sendi Ingibjörgu
á Refsteinsstöðum beztu þakkir fyrir
vísuna í sumar og svarar henni á þessa
leið:
Yfir heiöar, firði, fjöll
finn ég leiðir, svanni,
þar sem greiðist gangan öll
gömlum veiðimanni.
Ef þina skal ég fundi fá
frjálsu hjali lofa,
en brennt og malað þyrfti þá
þar í Dalakofa.
Jón Sigfússon, Eiðum, S-Múl., lýsir
þokunni á þann veg:
Illa rœmd að allri gjörð,
á sér vini fáa,
votum armi vefur jörð
vetrarþokan gráa.
Dalalæðan fær betri lýsingu hjá Jóni:
Felur hlíð og fjallaskörð
fram við bláa hnjúka,
dregur vœng og döggvar jörö
dalalæðan mjúka.
Þegar Jón lítur til hafs verður honum
að orði:
Æðir noröan gegnum grár,
geymir vetrarsnjóa.
Eru á lofti illar spár
yfir Héraðsflóa.
Hlýrra verður þó í hug, ef litið er til
fjalla:
Gamla smalans léttist lund,
Ijómar salur viður.
Heiðarsvalinn hans á fund
heim í dalinn líður.
Kristján frá Hamri sendir þessa vor-
visu:
Veðragarpur gleymist þá
gjólusnarpur vetur,
þegar Harpa blið á brá
blóm í varpann setur.
Heyrandi í holti þakkar ánægjuleg
bréf og góðar óskir og vonar, að fram-
hald verði á því, að þið sendið bréf
og vísur. Sérstaklega þakkar hann
henni Stínu fyrir ljóðabréfið. Það
verður birt í næsta þætti.
SAMVINNAN 11