Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Page 12

Samvinnan - 01.03.1964, Page 12
Hatrammar ofsóknir gegn Gyðingum í Rússlandi hrundu af stað flutningum þeirra til Palestínu... Og á örfáum árum var hin dreifða þjóð sameinuð um einn megintilgang: Að kaupa landið helga aftur handa börnum sínum. Fyrsta grein r SIGURÐUR EINARSSON IHOLTI: Inngangsorð Þegar ritstjóri Samvinnunnar fór þess á leit við mig fyrir nokkru, að ég skrifaði fyrir ritið allrækilega grein um þetta efni, var mér það þegar ljóst, að því yrði engin viðunandi skil gerð í einni grein. Og raunar engin viðhlýtandi skil, nema gera nokkra grein fyrir forsögu ísra- elsks landbúnaðar og hvernig hann hefði þróast. Hann hefur vaxið fram af þörfum lífsins og kröfum, mótast við mjög ólíkar aðstæður, skapað sér marg- breytileg rekstrar- og skipu- lagsform. Af þeim eru sameign- ar- og samvinnubúin eftirtekt- arverðust og lærdómsríkust. — En þeirra hlutur verður ekki rétt metinn, nema með því móti að gera sér grein fyrir innbyrðis mun þeirra og hlut- deild þeirra og stöðu í heild- inni, þar sem aðrir skipulags- hættir eru og ríkjandi við þeirra hlið og gefast einnig vel. Að slíkri greinargerð hef ég stefnt með þessum þáttum, sem orðnir eru lengri en ég hafði ætlað í öndverðu. 1. Forsaga landbúnaSar í ísrael. Landnemar. Hatrammar Gyðingaofsóknir, sem brutust út í Rússlandi uppúr 1880, hrundu af stað fyrstu bylgiu innflytjenda, sem settust að í Palestínu til þess að stunda landbúnað og rækta jörðina. Þessi hreyfing greip einnig um sig meðal pólskra og rúmenskra Gyðinga, en flestir komu frá Rússlandi. Þeir voru gerðir út með peningum, sem safnað var í söfnuðum Gyð- inga og studdir af félagsskap Gyðinga, sem nefndist Hibbat Zion (Ást til Zion) og meðlimir hans nefndust Havevei Zion (Unnendur Zion). Hliðstæður félagsskapur kom einnig upp meðal Gyðinga í Englandi (Lov- ers of Zion). Takmarkið var að styðja unga menn og konur til þess að hefja landbúnað í landi feðranna. Þessir brautryðjend- ur nefndust halutsim og það eru þeir, sem leggja fyrsta grunninn að þeim landbúnaði, sem rekinn er í ísrael í dag. Árangur þessarar fyrstu bylgju innflytjenda var sá, að stofnaðar voru tvær landbún- aðarnýlendur Gyðinga á Sa- ronssléttu, tvær í Galíleu og ein í Samaríu. Þær voru eins og einangraðar eyjar í arabisku mannhafi, langt á milli þeirra og vegir slæmir. Áhöld og út- búnaður var af skornum skammti, vatnsskortur stöðugt vandamál, og þær voru í sí- felldri hættu fyrir vopnuðum árásum Bedúína, hirðingja, sem þegar frá upphafi litu landnám Gyðinga í Palestínu mjög fjand- samlegum augum. En landnem- arnir ungu voru gæddir brenn- andi áhuga og ótrúlegri herkju og gáfust ekki upp. Þeir litu þá þegar á starf sitt sem upphaf á uppfyllingu þess fyrirheits, að þjóð þeirra ætti eftir að auðnast að hverfa aftur til lands feðra sinna. Þ.ióffarsjóðurinn — Keren Kajemet. f lok 19. aldar var svo komið, að Gyðingar höfðu keypt um 200.000 ekrur lands í Palestínu og stofnað 21 landbúnaðarný- lendu með ýmsu skipulagi og skipulagsleysi. Þetta starf mátti enn heita nokkuð stefnulaust og fálmandi. En nokkru fyrir aldamótin kemur alþ’óðahreyf- ing Zionista til sögunnar og uppúr því fer að komast skrið- ur á jarðakaup og búrekstur Gyðinga. Árið 1901 stofnuðu Zionistar þjóðsjóðinn svo- nefnda, Keren Kajemet, er safna skyldi skipulega fé meðal Gyðinga um allan heim til þess að hrinda fram landnámi þeirra í Palestinu. Fjársöfnunin var meistaralega skipulögð, eins og vænta mátti og þúsundir sjálf- boðaliða tóku það að sér að knýja efnaða Gyðinga um víða veröld til þess að leggja fram fé. Auk þess var söfnunarbauk- um komið fyrir í öllum sam- kunduhúsum Gyðinga og verzl- unum þeirra. Á örfáum árum var hin dreifða þjóð sameinuð um einn megintilgang: Að kaupa Landið helga aftur í hendur börnum sínum. Og það var skapað sterkt almennings- álit meðal Gyðinga, sem leit þann mjög illu auga, sem ekki studdi þetta mál ríflega. Árið 1908 var stofnað Landþróunar- félag Palestínu (The Palestine Land Development Company) til þess að stjórna landnáms- framkvæmdum og setti upp skrifstofur sínar í Jaffa. Árið eftir var fyrsta samyrkjubúið, Degania (Kornblómið) stofnað með atbeina þess á landi, sem Þjóðsjóðurinn keypti sunnan við Genesaretvatn við útfall Jórdanar. Skipulagslega og hugmyndafræðilega hefur De- gania orðið fyrirmynd fjölda annarra, einkum þeirra, er starfa eftir Kibbutzfyrirkomu- lagi. Lönd þau, sem Þjóðsióðurinn keypti, urðu þjóðareign Gyð- inga. Löndin eru leigð land- nemum til 7x7 þ. e. 49 ára í einu, en leigumálinn að sjálf- sögðu framlengdur. Jarðaraf- gjöldin eru mjög lág. Eftir að Gyðingar hófu land- búnað og jarðræktarstörf í Palestínu komu þeir brátt auga á hina gífurlegu ræktunar- möguleika á sléttunum miklu fyrir norðan Haifa og austan- norðaustan Karmelfjalls. Þetta eru Sebúlonssléttan og Jesrel- sléttan, sem þá voru að lang- mestu leyti óræktaðar og vart nýttar öðru vísi en sem beiti- lönd hirðingja. Eigandi þessara 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.