Samvinnan - 01.03.1964, Side 13
SAMYRKJU- OG SAMVINNUBÚIISRAEL
voldugu lendna var hin vell-
auðuga Sursuk-ætt í Líbanon,
sem ýmist hafðist við í Beirut
eða París. Porstjórar Gyðinga
hófu nú samninga um jarða-
kaup við Sursukana og tókust
brátt samningar um kaup á
160.000 ekrum lands. En tyrk-
neska stjórnin neitaði að fall-
ast á svo mikla samfellda byggð
Gyðinga í landinu og strönduðu
nú samningaumleitanir í 20 ár.
En nú var Þjóðsjóðurinn kom-
inn til sögunnar og tókst for-
ráðamönnum hans í áföngum
að kaupa af Sursukum 225.000
ekrur. Síðar tókst Haifafélag-
inu (Haifa Bay Development
Company) að ná kaupum á
45.000 ekrum af Sebúlonsslétt-
unni norður af Haifa. Þjóðsjóð-
urinn stóð að einum fjórða að
þeim kaupum, en annars efn-
aðir Gyðingar í Bandaríkjun-
um. Á því landi hafa síðan ris-
ið hin blómlegu iðnaðarhverfi
Haifaborgar og kaupin orðið
undirstaða að vexti borgarinn-
ar og viðgangi. Og með kaupum
á þessum miklu samfelldu
ræktarlöndum var landnámi
Gyðinga í Palestínu sköpuð
miðstöð, sem varð einn af hyrn-
ingarsteinum hins nýja fsra-
elsríkis.
Þegar styrjöldin brauzt út
1914 voru tæp 90.000 Gyðinga í
Palestínu. Af þeim bjó nálega
helmingur í Jerúsalem, af hin-
um meira en helmingur í öðr-
um borgurn landsins. Flestir
innflytjendanna voru borgar-
búar og kusu fjölbýli bæjanna
heldur en einangrun og hættur
landnemalífsins. En það var
höfuðmarkmið Zionistahreyf-
ingarinnar að gera Gyðinga að
bændum, knýta þá aftur jörð-
inni, vinna landið með því að
gera það frjósamt í sveita síns
andlitis. Og höfuðmarkmið
Þjóðsjóðsins var að stuðla að
framkvæmd þeirrar hugsjónar.
Árið 1930 hafði Þjóðsjóðurinn
eignast 360.000 ekrur lands, þó
að ekkert yrði keypt á styrj-
aldarárunum, þá var búið að
stofna 116 landbúnaðarnýlend-
ur og gróðursetja á auðnum
umhverfis þær yfir tvær millj-
ónir trjáa. Tíu árum áður, 1920,
hafði heimsþing Zionista mark-
að stefnu Gyðinga í búnaðar-
málum á þessa leið: Nota skal
hin frjálsu fjárframlög til þess
að gera jörð Palestínu að sam-
eign Gyðingaþjóðarinnar.
Leigja skal landið á erfðafestu
og gæta þess að það sé sóma-
samlega nytjað. Alls staðar skal
við stofnun landbúnaðarný-
lendna og samyrkjubúa koma
í veg fyrir jarðabrask og sjá
Gyðingum fyrir tryggri vinnu
við landbúnaðinn.
Þessari stefnu hefur í megin-
atriðum verið fylgt síðan.
Bústofnunarsjóðurinn —
Keren Hajesod.
Samtímis því að stefnan var
þannig mörkuð ákvað hin al-
þjóðlega forysta Gyðinga að
koma á fót nýrri stofnun, sem
skráð var í London í marz 1921
undir nafninu Keren Hajesod,
og þýðir bústofnunarsjóðurinn.
Það var gott og blessað, að
Keren Kajemet, þjóðsjóðurinn,
keypti jörð handa innflytjend-
unum. En það var engan veg-
inn nóg. Landnemarnir þurftu
á vélum og verkfærum að
halda, skurðgröfum, jarð-
vinnsluvélum, sáðvélum og
uppskerutækjum. Það varð að
skaffa þeim hús til að búa í
og eitthvað til að lifa af, unz
jörðin tæki að fæða þá. Þá
þurfti og að skipuleggja inn-
flutninginn og sjá þeim fyrir
fararefnum, sem ekki gátu
komist af eigin ramleik. Keren
Hajesod, bústofnunarsjóðurinn,
tókst á hendur að sinna öllum
þessum verkefnum og varð er
fram í sótti aðal fjármálatæki
Zionistafélagsskaparins um all-
an heim.
Fjárins varð að afla með
frjálsum framlögum og nýja
stofnunin tók nú við af Keren
Kajemet sem skattheimtuaðili
af Gyðingum. Samkvæmt regl-
um Keren Hajesods ber hverj-
um Gyðingi, hvar sem er í ver-
öldinni, að inna af höndum ár-
legt lágmarksgjald. Á skrár
Keren Hajesods eru slíkir
„skattskyldir" Gyðingar vendi-
lega „færðir“ í hverju landi og
„skattstjórum“ falið að inn-
heimta gjöldin afdráttarlaust.
20% af fénu rennur til Þjóð-
sjóðsins. Þetta fjáröflunarkerfi
bústofnunarsjóðsins hefur gef-
ið svo góða raun, að fé það, sem
honum hefur áskotnast, nemur
hundruðum milljóna sterlings-
punda. Allt að % fjárins hefur
að jafnaði komið frá Gyðing-
um búsettum í Bandaríkjunum.
En þegar litið er á upphaf og
þróun landbúnaðarins í ísrael,
má ekki gleyma því, að það
voru fleiri en Þjóðsjóðurinn,
sem keyptu jörð. Eftir að Hitler
hófst til valda í Þýzkalandi,
fluttist fjöldi efnaðra Gyðinga
brott úr landinu til ísrael á
meðan enn var svigrúm til,
keyptu land og stofnuðu
sveitaþorp með þýzkumælandi
Gyðingum. Frá öðrum löndum
komu einnig Gyðingar og sett-
ust að í Palestínu, gerðust þar
sjálfstæðir bændur eftir að
Gyðingum hafði með Balfour-
yfirlýsingunni 1919 verið heim-
ilað að stofna þjóðarheimili í
landinu.
Þrátt fyrir alla erfiðleika,
sem upp komu, annars vegar
við Araba, hins vegar við um-
boðsstjórn Breta í landinu,
hafði Þjóðsjóðnum tekist að ná
kaupum á allt að einni milljón
ekra lands árið 1948, þegar
ísraelsríki var stofnað. Þá voru
landbúnaðarnýlendurnar orðn-
ar 233 að tölu og íbúar þeirra
125.000 manns.
Þegar Arabaríkin réðust á
ísrael jafnskjótt eftir stofnun
ríkisins, og ísraelsmönnum
hafði tekizt að hrinda herjum
þeirra úr landi, féllu mikil
landssvæði, sem Arabar höfðu
átt, í hendur ísraelsmönnum.
Þetta land var lagt undir stjórn
Þjóðsjóðsins, sem galt ríkis-
stjórninni fullvirði fyrir það.
Fé þetta varðveitir ísraels-
stjórn og býðst jafnan til að
standa skil á því, er friðar-
samningar verði gerðir. Það
hefur ekki lánast enn.
Þegar Þjóðsjóðurinn átti
hálfrar aldar afmæli árið 1951
var hann orðinn eigandi að
2.100.000 ekrum lands, og land-
búnaðarnýlendurnar voru orðn-
ar 470 að tölu. Auk þess átti
hann fjölda íbúðarhverfa í
borgum og bæjum og voru í-
búðirnar leigðar innflytj endum
með mjög vægum kjörum.
Hann hafði þá staðið straurn
af gífurlegri framræslu lands,
látið leggja þúsundir kílómetra
af vegum og gróðursetja átta
milljónir trjáa.
Þetta er sagan, að vísu sögð
í örstuttu rnáli, sem hafa verð-
ur í baksýn, ef gera skal grein
fyrir því, hvernig landbúnaður
ísraels hefur þróast skipulags-
lega og hugmyndafræðilega.
Þar er um að ræða allmikla
fjölbreytni, rekstursform og
samfélagshætti, sem í grund-
vallaratriðum eru mjög ólík —
en gefast þó öll vel.
Efni í þjón
Bandaríkjamaður einn
kom eitt sinn til fundar við
Bismarck til að mæla með
syni sínum í mikilvægt em-
bætti. Hrósaði hann drengn-
um ákaflega, einkum fyrir
það, hve frábær samkvæmis-
maður hann væri og talaði
auk þess sjö tungumál.
— Hvílíkur öndvegis yfir-
þjónn gæti hann þá orðið,
varð j árnkanslaranum að
orði.
SAMVINNAN 1S