Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 15
Ekki vorum við' þrenningin fyrr komin heim í braggann en Maggi opnaði koffort sitt og dró upp ýmsar tegundir sæl- gætis, og skildist mér þá, hvernig hann hrfði varið þrjá- tíukallinum, sem hann sló mig um í fyrradag. En nú kom röðin að mér. Daman okkar rak sem sé fljót- lega augun í gítarræfilinn minn, sem hékk á veggnum, og spurði, hver ætti gripinn. Ég var fljótur til svars og bætti því við, að það væri guðvel- komið, að ég kæmi með hann eitthvert kvöldið og spilaði og raulaði nokkur lög fyrir hana, ef hún hefði gaman af músík. Þetta þáði hún með þökkum, enda kom upp úr dúrnum, að ekki varð heldur komið að tóm- um kofanum hjá henni á mús- íksviðinu. Síðan fylgdum við henni báð- ir heim með ljóðabækurnar — ekki eigandi undir öðru. Á heimleiðinni hraut ekki svo mikið sem eins atkvæðis orð af vörum Magga. Báðum var okkur Ijóst, að stríðið var hafið fyrir alvöru. Og svo fýld- ur var hann á svipinn meðan hann tíndi af sér spjarirnar um kvöldið, að það var enginn af- gangur af að ég hefði kjark tii að hátta hjá honum, enda sofn- aði ég ekki fyrr en undir mið- rætti, þrátt fyrir erfiði undan- farinna daga. Fjandinn mátti vita nema hann tæki upp á að kyrkja mig í svefni. Hvernig honum hefur liðið, veit ég ekki, en svo mikið var víst, að hann sofnaði ekki á undan mér. Sama taugastríðið hélt áfram allan langafrjádag. Eftir mið- degisverðinn sátum við eins lengi og sætt var, eða nánar tiltekið þangað til gestir komu til matseljunnar og hún gaf okkur greinilega til kynna með augnatilliti sínu, að ætlast væri til að við hypjuðum okkur. Um kvöldið tók ég gítarinn með mér. En hafi ég búizt við, að Magei færi, þegar máltíð var lokið, þá skjátlaðist mér hrapallega. Hann sat sem fast- ast. Meira að seg.ia þóttist hann hafa vit á músík, enda bótt ég vissi ekki betur en hann væri álíka sönghneigður og borskur. Ég spilaði og við Palla sung- um. Maggi streittist hins vegar við að leika hrifinn áheyranda. Svo vildi mér það happ til, að matselian kallaði á hann fram í eldhús. Ég notaði tæki- færið á meðan til þess að segja við hana, að það gæti verið gaman fyrir hana að læra á gítarinn — ég skyldi gjarnan lána henni hann og sýna henni einhver grip. Meira gat ég ekki sagt, því Maggi kom æðandi út úr eldhúsinu eins -og byssu- brenndur og settist hjá okkur. Við fundum það víst báðir á okkur, þegar heim kom þetta kvöld, að okkur myndi ekki svefnsamt framvegis, ef við ættum að halda áfram að rekkja saman. En annað virt- ist þvi miður ekki liggja fyrir. Ég lá með samanherptar varir og reyndi að stauta mig fram úr mánaðargömlum Þjóðvilja- blöðum, sem af einhverjum ó- skiljanlegum ástæðum höfðu ekki orðið vanhúsgestum braggans að bráð, án þess að fylgiast með því, sem ég var að lesa. Maggi bylti sér við hliðina á mér og stundi og mér bauð svo við hitanum af skrokk hans, að mér var harla óskiljanlegt, hvernig ég hafði getað samrekkjað honum fram að þessu. Svo sprakk blaöran skyndi- lega. „Mikil andskotans svitalykt er af þér maður,“ sagði hann. „Það er ómögulegt að koma ná- lægt þér. Ég hélt þú hefðir þó ekki annað þarflegra að gera núna í landlegunni en reyna að þvo af þér þræsuna. Þú lyktar eins og úldinn máf- ur.“ „Þú finnur víst ekki pestina sem leggur af þér sjálfum,“ sagði ég ískrandi af vonzku. „t þínum sporum hefði ég ekki verið að minnast á svona lagað, þvi sannleikurinn er sá, að maöur þarf að vera dauð- uppgefinn til þess að geta komið dúr á auga vegna ó- lyktarinnar af þér og hrekkur varla til.“ Meira þurfti hann ekki. Hann var þotinn fram úr kojunni. Sagðist til allrar blessunar eiga ullarteppi í koffortinu sínu og mörgum sinnum heldur vilja sofa á gólfinu en í rúmi hjá öðrum eins ódám og mér. Ég hafði eignarrétt á öllu fiðri í kojunni og lét mér þetta vel líka. En Maggi tók til að búa um sig úti í horni á fúinni heydýnu með teppið sitt fyrir yfirsæng. Braggafélagar okk- ar hlóu dátt að okkur og töldu nú gerast viðsjár austan járn- tjaldsins eins og þeir nefndu okkar braggahorn. Síðan reyndu þeir með fortölum að fá okkur til þess að vera ekki að þessu. Strákurinn myndi krókna undir teppinu einu. En allt kom fyrir ekki, við sátum við okkar keip, og varð ekki að gert nema hvað einn þeirra gat séð af vattteppi til að lána honum. Leið svo nóttin. Fáleikarnir milli okkar Magga komust fljótlega á það stig, að við hilltumst til að verða ekki samferða í máltíðir, það er að segja hvor um sig reyndi að verða á undan hin- um til þeirra og á eftir frá þeim. Og baráttan virtist tví- sýnni eftir því sem tímar liðu. Ég hafði boðið henni einu sinni á bíó — og um kvöldið, þegar ég kvaddi hana í gang- inum eftir að hafa fylgt henni heim, þá ... það er annars bezt ég segi það ekki vegna þess, sem síðar kom á daginn. Nú, Magga hafði líka tekizt að tæla hana með sér á bíó. Hvort nokkuð meira gerðist veit ég ekki. En hins vegar komst ég að því af tilviljun, að hann hafði, þrátt fyrir mjög tak- mörkuð auraráð, keypt kven- hanzka og rauða slæðu — og ég var ekki í neinum vafa um, hverri þetta var ætlað. Ég verð að segja að mér fannst þetta kjánalegt og auk þess minntist ég ekki að hafa séð nokkra stelpu með svona skjannarauða slæðu. Kannski myndi hún bara hlæja að honum (og þess óskaði ég af öllu hjarta). En þó. Maður vissi aldrei hvað riðið gæti baggamuninn. Því keypti ég snyrtikassa og ilmvatnsglas. Það var líka tvennt. Síðan liðu tímar fram. Morgun einn örkuðum við Maggi steinþegjandi hlið við hlið með svefn í augum og stirðar hendur á leið okkar til beitningaskúrsins og hún lá fram hjá húsi útgerðarmanns- ins, sem var faðir bankaritara- skítseyðisins. Dag var tekið að lengja, og þótt klukkan væri ekki nema rúmlega fjögur var talsvert farið að birta. Og sem við gengum hjá opnuðust hljóðlega kjallaradyr á húsi þessu og stúlka með úfið hár kom í Ijós, leit flóttalega í kringum sig, en tók ekki eftir okkur fyrr en um seinan. Á næsta andartaki var hún aftur tekin á rás. Þetta var Palla Hún bjó annars í húsakynnum matsölunnar. Aftur á móti var svefnherbergi bankaritarans í þessum kjallara. Sumir menn hafa þann ó- sjálfráða vana að gapa, þegar Framhald á bls. 21. fv* Við Maggi vorum þaulsætnir, og gripum öll tækifæri til að gera hosur okkar grænar fyrir Pöllu ... SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.