Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Page 16

Samvinnan - 01.03.1964, Page 16
RÚSSAR I VESTURVÍKING í umræðum um seinni tíma sögu gætir oft nokkurrar álösunar í garð Svía þess efnis að þeir hafi haft meiri samúð með Þjóðverj- um en sæmilegt geti talizt, til dæmis meðan stóð d heimsstyrjöld- unum tveimur. En til þessa liggja næsta eðlilegar ástæður; gagn- stætt því sem er um Dani hafa Svíar sjaldnast þurft að óttast Þjóðverja sem höfuðóvini, heldur Rússa. Aðeins hálf önnur öld er liðin síðan þessi slavneska stórþjóð gerði ofbeldisárás á Svíþjóð, og á öndverðri átjándu öld fór herfloti Rússakeisara báli og brandi um strendur landsins. Flestir tslendingar kunna allglögg skil á ólátum víkinga- tímanna, þegar skandinavískar þjóðir voru meiri hermenn en aðrar í Evrópu og brenndu klaustur og stálu búsmala vest- urum Bretlandseyjar, Frakk- land og víðar. Það var kallað að fara í vesturvíking. Þótti þetta hin bezta atvinna á Norðurlöndum í þann tíð, ekki sízt vegna þess að þjóðirnar handan Norðursjávar áttu þess lítinn kost að endurgjalda í sömu mynt hinar óvelkomnu heimsóknir víkinganna, bæði vegna fjarlægðar og lélegs skipakosts. Auk ránsferðanna vestur lögðust Svíar, Danir og jafnvel Norðmenn einnig í austurvík- ing, á hendur þeim finnsku, baltnesku og slavnesku þjóð- um, sem þá sem nú bjuggu austan og sunnan Eystrasalts. En þar hitti skrattinn ömmu sína fyrir, því þessar austlægu þjóðir voru harðar í horn að taka, héldu og lengur tryggð við heiðindóm en germanskar þjóðir. Þeir austanmenn áttu og snekkjur nógu góðar til að sigla mætti þeim slysalítið yfir tiltölulega rólegt innhaf eins og Eystrasaltið, enda létu þeir ekki lengi á sér standa að end- urgjalda heimsóknir víking- anna. Einkum áttu Danir lengi í vök að verjast fyrir Vindum, þeirri þjóð slavneskri, er þá byggði Eystrasaltsstrendur Þýzkalands. Vindur sóttu jafn- vel Norðmenn heim og brenndu einn helzta bæ þeirra, Kon- ungahellu. Eistur herjuðu ó- sjaldan á Svía og brenndu fyrir þeim bæi og kauptún. Til varnar gegn þessum árásum austanmanna byggðu Svíar virki við útrennsli Lagarins og varð það vísir að Stokkhólmi. Þegar til lengdar lét, urðu þó þjóðirnar vestan Eystrasalts hlutskarpari í erjum þessum, enda lengra á veg komnar fé- lagslega og tæknilega. Og á tímabili réð meira að segja ein hinna fornu víkingaþjóða, Sví- ar, lögum og lofum á Eystra- salti og í flestöllum þeim lönd- um og héruðum, sem að því liggja. Gerðist þetta á tímum hinna tápmiklu konunga Vasa- ættarinnar, Gústafs Adólfs hins mikla og eftirmanna hans. En auðvitað geðjaðist hinum slavnesku þjóðum austurfrá ekki að því að vera flæmdar frá sjónum og þar með dæmd- Vér Pétur hinn fyrsti af Guðs Náð Sar og einvaldur allra Rússa, o. s. frv. o. s. frv. Rússneskur galeiðufloti í sænska skerjagarð'inum. Teikn- ing: Georg Lagerstedt. ar til að sækja viöskipti sín viö Vestur-Evrópu í gegnum hend- ur misjafnlega vinveittra granna. Óánægja þeirra fann vissan hljómgrunn sumstaðar vestar í álfunni, þar sem Svíar áttu sér einnig gnægð öfundar- manna. Þetta agg náði há- marki með Norðurlandaófriðn- um mikla 1700—1721, þar sem Rússar, Pólverjar, Danir, Saxar, Prússar og Bretar sameinuðust gegn Svíum. Sænski herinn átti við margfalt ofurefli að etja, en hann var sá bezti í heimi i þann tíð og vann ótrúleg afrek; varð þó um síðir ofurliði borinn. Átti það sinn þátt í ógæfu Svía, að Karl tólfti, hinn frægi her- konungur þeirra, var jafn klaufskur stjórnmálamaður og hann var djarfur og slingur herstjórnandi. Hinsvegar var aðalráðgjafi hans, Georg Heinrich von Görtz barón, dável heima á hinum sleipu krókaleiðum stjórnmál- anna, enda var hann óþreyt- andi við að rægja hina ýmsu óvini og hugsanlegu banda- menn Svía sundur og saman, meðan hans naut við. Meðal annars reyndi hann að spana son Péturs mikla, Rússakeis- ara, til uppreisnar gegn föður sínum, og tókst það vonum bet- ur, að minnsta kosti sá keisari ástæðu til að varpa stráknum í dýflissu og aflífaði hann þar síðar með eigin hendi. Þá reyndi Görtz samninga við Pétur sjálfan; vissi sem var, að aðrir fjendur yrðu rýrir fyrir Svíum. En áður en fyllilega gengi saman, féll Karl tólfti í Noregi; greinir menn á um, 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.