Samvinnan - 01.03.1964, Side 20
STAFRÓF HEIMILISSTiÚRNAR VERÐUR AD UERAST
DÆMIÐ ER AUÐREIKNAÐ
OTKOMAN ER BETRI ARANGUR
MED PERLU ÞVOTTADUFII
Þegar þér hafið einu sinni þvegið með PERLU komizt þér að raun um, hve þvotturinn getur oröib
hvítur og hreinn. PERLA hefur sérstakan eiginieika, sem gerir þvottinn mjallhvítan og gefur honum
nýjan, skýnandi blæ sem hvergi á sinn líka. PERLA er mjög notadrjúg. PERLA fer sérstaklega vel
meö þvottinn og PERLA léttir yður störfin. Kaupið PERLU í dag og gleymið ekki, að með PERLU
fáið þér hvítari þvott, með minna erfiöi.
$
skemmtunar og hressingar.
Kom hann þá að læk nokkr-
um ekki litlum. Óx kjarr á
bökkunum. Hann nam staðar
og virti fyrir sér fegurð lækj-
arins og umhverfisins alls,
varð litið niður í silfurtæran
strauminn og sá þá hvar
könguló hafði spunnið net
sitt með undursamlegum
hagleik yfir lækinn. Netið
sjálft var yfir miðjum
strauminum, því þar var
veiðivon, en það var borið
uppi af þráðum sem festir
voru í kjarrið á lækjarbökk-
unum og brúaði þannig læk-
inn. Gat köngulóin sótt til
fanga af hvorum lækjar-
bakkanum sem var.
Hann kvaðst vitanlega oft
hafa séð köngulóarvef áður.
En skyndilega varð hann
gripinn hugsun um það, hví-
líkt þrekvirki og hugvit væri
1 þvi fólgið, fyrir þessa
undurlitlu skepnu, að byggja
brú yfir lækinn, sem í henn-
ar augum hlyti að vera stór-
fljót. Og honum varð hugsað
til allra elfanna heima. Og
honum varð hugsað til þeirra
möguleika, sem maðurinn
hefði yfir að ráða, vegna
kunnáttu, áhalda og þjálf-
aðra handa sinna. Hann
sggði að sér hefði þá á þeirri
stundu opinberast, hversu
frgleitt það væri, að láta
fljótin vera lengur brúarlaus
og hver smán það væri, þegar
sjálf köngulóin miklaði ekki
fyrir sér að sigrast á stór-
fljótinu. Og þennan morgun
í Guðbrandsdalnum tók
hann þá ákvörðun, að einn-
ig brúarsmíði skyldi verða
eitt af þeim umbótamálum,
sem hann beitti sér fyrir.
Þannig verður til vakning
í huga umbótamannsins.
Sjálfur varð Tryggvi Gunn-
arsson vakningamaður sinn-
ar þjóðar. Og eins og lækur-
inn í Guðbrandsdal hafði
verið brúaður með töfrum
einhvers konar hugvits og
tækni, þá kunni Tryggvi
Gunnarsson ekki svo lítið
fyrir sér, til þess að vinna
stórvirki. Hann fléttaði sam-
an þræði félagshyggju og
samvinnu. Eins og hann
hafði boltað saman trén í
brúna, til þess að gera stór-
20 SAMVINNAN