Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Síða 21

Samvinnan - 01.03.1964, Síða 21
viði, sem borið gátu þunga hennar og umferðarinnar, aö lokum þunga lestaöra vöru- bifreiöa, tókst honum að sameina krafta fólksins í stórum landshlutum til þess aö brúa ófærur þær, sem þjóöin enn bjó við, sem arf frá einokunarverzluninni. Á tímum efnishyggju og auðshyggju er hættan sú, aö hugir fólksins séu ekki næm- ir fyrir vakningu. Ein af þeim torfærum, sem æskufólk á íslandi á við að búa nú, er sú, aö það sé óskyggnt á sýnir eins og þá, er Tryggvi Gunnarsson sá í Guðbrands- dalnum og hafði svo mikla þýðingu fyrir þjóð hans alla, og um leið verði það ónæmt fyrir lærdómi þeirrar sýnar. En af slikum lærdómum er einmitt fullt af í töfraríki náttúrunnar og sögu þjóðar- innar. Forðum var talað um „ að láta ekki baslið smækka sig“. Basl í þeirri merkingu er ekki lengur til, því betur. Nú eru æskumenn og konur á íslandi í hættu fyrir því að láta efnishyggju og auös- hyggju smækka sig. En æsk- an er nógu gáfuð og nógu góð til þess að vara sig á hættunum, því henni er vorkunnarlaust að vita um þær. Fordæmi Tryggva og sýnin í Guðbrandsdal geta um allan aldur orðið til vakningar æskufólki á ís- landi. Nógir erfiðleikar eru enn til að sigrast á. Enn eru þúsund þarfir fyrir vökula menn og konur, sem sameina krafta sína í góðvild og fórn- fýsi, til þess að gera lífið betra og fegurra. Páll H. Jónsson. Rekkjunautar Framhald af bls. 15. þeim kemur eitthvað á óvart. Einn þessara er Maggi. Sjálfur hef ég ætíð borið lotningarfulla virðingu fyrir þeim stóisku spekingum, sem ekki létu sig henda að verða uppnæmir fyrir nokkrum hlut, og jafnan reynt af veikum mætti að tileinka mér þessa list listanna. VIT STRIT Öllum bændum er naúösynlegt aö kunna skil á þeim vélum, sem notaöar eru viö landbúnaö — meöferö þeirra er vandasöm. BREFASKÖLI SÍS hefur námskeiö í Landbúnaðarvél- um og verkfærum. Hagnýtt nám og góö þekking eru frumskilyrói I landbúnaöi sem öörum atvinnugrein- um. 6 bréf — kennari: Gunnar Gunnarsson, Véladeild SÍS, Eg undirrifaður óska að gerast nemandi í: Landbúnaðarvélum og verkfærum □ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hiálöqð kr. Námsgjald aöeins kr. 150,00. Fylliö út seöilinn hér til vinstri og sendiö hann til BRÉFASKÓLA SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Innritum allt árið - BRÉFASKÓLI SÍS Nafn Heimilisfang Ég sagði: „Andskotans lakalúði getur þessi bankaritari verið, að láta stelpuna hrekjast þetta á milli um miðjar nætur! Ég veit ekki betur en hún hafi líka sérher- bergi í kjallara, og ekki get ég meint það sæi á nytinni hans, þótt það væri hann, sem rölti á milli.“ Þessu anzaði hann engu. En það brá svo við, að þennan dag töluðum við saman við vinn- una alveg eins og meðan við vorum vinir. Við miðdegisverðarborðið lit- um við á Pöllu innilegum fyrir- litningaraugum. Og því var ekki að neita, að fyrst í stað virtist hún skömmustuleg. En svo skipti hún yfir — reigði aftur höfuðið og leit ekki á okkur fremur en við værum ekki til. Um kvöldið komum við Maggi fyrstir heim í braggann. Karl- inn hafði verið að biðja hann að róa i staðinn fyrir einn há- setann, sem hafði forfallast. Ég fann skyndilega til þess, að það var ósköp leiðinlegt, að hann skyldi þurfa að sofa á gólfinu við þessi ömurlegu sængurföt og ég var búinn að segja, áður en ég vissi af: „Heyrðu Maggi, það er alveg ófært, að þú sért að sofa á gólf- inu. Mér væri bara þökk að því, ef þú vildir nota kojuna með mér.“ „Þakka þér fyrir — en — já, það er nú eiginlegra betra að sofa í koju. Hm. Ég þyrfti ann- ars að biðja þig að gera mér greiða. Þannig er mál með vexti, að ég á systur heima, sem á að fermast í vor og ég er búinn að kaupa handa henni hanzka og slæðu, sem ég ætla að gefa henni í fermingargjöf, en ég þarf að koma þessu í póst — og úr því að karlinn ætlar að þræla mér til að fara að róa, þarf ég að fá einhvern til að koma pakkanum fyrir mig.“ „Já, blessaður vertu, það er sjálfsagt" (og á sama andartaki greip einnig mig tilhneiging til að gera góðverk á systur minni). „Það vill líka þannig SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.