Samvinnan - 01.03.1964, Side 22
Iðunnarskórnir eru liprir, vandaðir og
þægilegir, Nylonsólarnir „DURALITE"
hafa margfalda endingu á við aðra sóla
Veljið lit og lag við yðar hæfi í næstu
skóbúð.
til, að ég þarf einmitt sjálfur
að koma í póst pakka til systur
minnar. Hún er að vísu komin
yfir fermingu, en hún hefur
nú alltaf verið heima hjá for-
eldrum okkar, skinnið það
arna, og ég er að hugsa um að
senda henni snyrtikassa.“
Við höfðum ekki minnzt á
Pöllu allan daginn, en allt í
einu sagði Maggi:
„Svakaleg kerling held ég
hún sé, hún Palla.“
„Já, blessaður vertu, þær eru
allar svona, þessar aðkomugæs-
ir,“ sagði ég eins og mér hefði
alls ekki komið það á óvart.
„Mér fannst fyrst í stað, að
þetta myndi vera dálítið „in-
teressant“ stelpa, af því sko
að hún virtist hafa vit á Ijóð-
um og þess háttar.“
„Þetta fannst mér líka. Mig
hálflangaði til að „stúdera"
hana, ég meina svona sálfræði-
lega.“
„Uss, maður, konusálin, það
er eitt það lítilfjörlegasta af
mörgu lítilfjörlegu, eða þannig
er mín reynsla,“ sagði Maggi
með svip hins margreynda
heimsmanns.
„Svei mér ef ég hef al-
mennilega lyst á að éta þarna
lengur út úr höndunum á þess-
ari stelpuflennu.“
„Sama segi ég. En það er víst
ekki í annað hús að venda,
enda ekki viðkunnanlegt að
hætta núna, þegar rétt er kom-
ið að lokum.“
Nú kom einhver af braggafé-
lögum okkar. Og við Maggi
settumst niður við að skrifa
okkar kæru systrum. í rauninni
voru þetta víst ágætis systur og
alls góðs maklegar, svona eftir
því sem kvenfólk getur verið.
Nokkur orð um ....
Framhald af bls. 3.
armaður Boga, en talsvert
yngri, var Árni Thorlacius
kaupmaður í Stykkishólmi,
mikill vinur og styrktarmað-
ur Sigurðar Breiðfjörð. Árni
var auðugur maður en hafði
sama hátt á og Bogi að
hætta veraldarvastri á góð-
um aldri og gefa sig að hugð-
arefnum sínum. Breiðfirð-
ingar munu á þessum tímum
hafa búið við betri kjör en
flestir aðrir íslendingar og
þar voru þá allmargir efna-
menn sem höfðu áhuga fyrir
menningarmálum, en gróf-
ust ekki í hauga með fémun-
um sínum. Menning var þá
mjög blómleg í þessum sveit-
um og á fornum og traustum
rótum. Sú saga er of löng
fyrir þetta greinarkorn.
Sigurður Breiðfjörð ólst
upp við áhrif breiðfirzkrar
menningar og kynntist síð-
an ýmsum erlendum menn-
ingarstraumum. Honum
tókst að yrkja svo að öll
þjóðin las og hlustaði, og er
mér nær að halda að ekkert
skáld hafi notið almennari
vinsælda um heillar aldar
skeið.
Sigurður var alla ævi fá-
tækur og það voru flestir ís-
lendingar þá og lengi síðan.
En hann var auðugur í
skáldskap sinum og gaf á
báðar hendur hvar sem hann
fór. Hann minnist lítillar
stúlku, vinkonu sinnar, og
yrkir um hana þessi erindi,
ævintýramaður í fátæklegu
þorpi sem er höfuðstaður ís-
lands. Hugurinn er oft vestur
við Breiðafjörð hjá vinum og
landvættum,
„þar sem ljósið lífi glæðist
og lítil sköpun þroska nær“.
Eg veit ekki til að erindi
þessi hafi komið á prent áö-
ur og þess vegna datt mér í
hug að koma þeim hér á
framfæri og fylgja þeim með
nokkrum orðum. Nú er hið
forna menningarríki Breið-
firðinga í auðn sem slíkt, en
fróðlegt er að staldra við og
gefa gaum að ýmsu því sem
var áður. Allt er í heiminum
hverfult.
21. jan. 1964.
Sveinbjörn Beinteinsson.
Vísindi ....
Framhald af bls. 8.
ina sem miðju alheimsins, tókst
þeim engu að síður að vinna að
merkum rannsóknum er ruddu
veg sannari skilningi á himin-
geimnum og stjörnudýrð hans.
Bar tvo stjörnufræðinga þar
hæst.
Annar þeirra var Hipparkos,
er fæddur var í Niceu, en
lengst af starfaði í Alexandríu,
eða frá 160 til 127 f. Kr. Hann
fann upp og smíðaði vmiss
konar tæki til stjörnufræðirann-
sókna er gerðu honum mögu-
legt að beita meiri nákvæmni
við athuganir og útreikninga
en til þessa hafði tekizt. Hann
uppgötvaði nákvæmni jafn-
dægranna, tókst að reikna út
fjarlægðina til tunglsins með
allmikilli nákvæmni og hraða
þess á snúningi umhverfis
jörðu. Stjörnufræðirannsóknir
hans gerðu hann einnig að
miklum stærðfræðingi og varð
hann upphafsmaður trigono-
metríunnar, þríhyrningsfræð-
innar.
Þriðja mikilmennið í hópi
stjörnufræðinga Hellenismans
var Ptólemeos, er starfaði í Al-
exandríu frá 127 til 151 e. Kr.
Þótt hann aðhylltist hina geo-
centrisku heimsmynd tókst
honum að gera svo nákvæmar
mælingar á göngu og afstöðu
himintunglanna að fram úr
þeim varð ekki komizt fyrr en
á 16. öld, er Daninn Tycho
Brahe gerði athuganir sínar.
Var því sízt að undra, að Ptó-
lemeos yrði lærimeistari og á-
22 SAMVINNAN