Samvinnan - 01.03.1964, Side 23
trúnaðargoð stjörnufræðinga
Araba og Evrópumanna um
aldir. Hann vann það þrekvirki
að byggja á alröngum forsend-
um en geta samt gert grein
fyrir göngu himintunglanna og
hinum margvíslegustu afbi igð-
um í afstöðu þeirra innbyrðis.
Rússar í . . . .
Framhald af bls 17.
tvöhundruð manna áhöfn.
Samanstóð hún af sjóliðum og
landgönguliði, þar á meðal
riddaraliði, en í því voru eink-
um kósakkar. Auk þess voru í
flotanum stærri skip og margir
smábátar. Alls mun flotinn
hafa haft þrjátíu til fjörutíu
þúsund manns um borð.
Líkt og síðari valdhöfum rúss-
neskum var Pétri mjög umhug-
að að sýna friðarvilja sinn.
Kom hann því dreifibréfi á
land í Svíþjóð, í hverju var frá
þvi skýrt, að hinir friðelskandi
Rússar hefðu neyðzt út í stríð-
ið, sem sænsk stjórnarvöld
ættu alla sök á. Allt það tjón,
sem sænskur almúgi kynni að
bíða af strandhöggi Rússa,
mætti hann því skrifa hjá eig-
in höfðingjum.
Meginhluta árásarflotans var
stefnt gegn Stokkhólmi og ná-
grenni. Lið var sett á land á
hverri ey og hverjum hólma og
eldur lagður í hús, akra, skóga
og allt annað, sem mönnum
mátti að gagni verða. Hinsveg-
ar var fólki ekki misþyrmt að
ráði; vildi keisarinn með því
sýna, að stríð hans væri ekki
háð gegn sænskum almenn-
ingi. Þó gátu Rússarnir verið ó-
þyrmilega illskeyttir gagnvart
fólki, sem þeir grunuðu um að
búa yfir hernaðarleyndarmál-
um. Klæddu þeir það jafnan úr
öllum fötum, misþyrmdu því og
höfðu í svelti dögum saman.
Svíi nokkur segir þó svo frá, að
þegar kósakkar nokkrir höfðu
gripið hann og afklætt, hefði
einn þeirra af brjóstgæðum
fengið honum sína eigin skyrtu,
„sem var svo full af óværð, að
hún hefði getað skriðið á
brott.“
Eftir að Apraksín hafði
brennt og stolið í Stokkhólms-
skerjagarði svo sem honum
þótti að sinni hlýða, stefndi
hann suður á bóginn og herjaði
strendur Södermanlands
(Sörmlands) og Austur-Gaut-
lands, en undirforingi hans,
de Lacy að nafni, fór norð-
ur og herjaði í Upplandi,
Gestrekalandi og viðar.
Brenndu þeir allt og bældu,
hvar sem þeir náðu til, þar á
meðal allstóra bæi eins og
Norrköping, Nyköbing og Söd-
ertálje. Víðast mættu þeir lít-
illi mótspyrnu, enda voru Svíar
fáliðaðir orðnir eftir nærri
tveggja áratuga styrjöld. Hins-
vegar var garpskapur Rússa lít-
ill, þar sem þeir mættu mót-
spyrnu, til dæmis í Gávle, sem
tókst að verja fyrir brennu-
mönnum þeirra. Á öðrum stað
safnaði sóknarprestur einn
fólki sínu saman og hélt móti
fjölmennri hersveit rússneskri
er sótti að prestsetrinu gegnum
skóglendi. Var prestur vopnlaus
og hans fólk, en hafði með sér
potta, pönnur og fleiri ílát, sem
það barði í gríð og erg. Hugðu
Rússar þar óvígan her nálgast
með trumbuslætti og flýðu sem
fætur toguðu. — Víða náðu
Rússar ríkulegum ránsfeng og
hlóðu þeir stundum herskip sín
svo af korni og hestafóðri, að
þau líktust með heyprömmum.
En í hinum herjuðu héruðum
sultu bæði menn og skepnur.
Þegar Apraksín hafði herjað
sem hann lysti sunnan Stokk-
hólms, ákvað hann að leita
hófanna um árás á höfuðborg-
ina sjálfa. Lagði hann þó á-
herzlu á að farið yrði að öllu
varlega og látið undan síga, ef
borgin yrði varin að marki. Yf-
irleitt ólu Rússar þá með sér
nærri því móðursýkiskenndan
ótta við sænska herinn, sem
þeir höfðu haft eftirminnileg
kynni af á undanförnum ófrið-
arárum, og engum rússneskum
herforingja datt í hug að
leggja til orrustu við sænskan
her nema með margföldu ofur-
efli liðs. Áhlaupið á Stokkhólm
ákvað Apraksín að greiða
gegnum syðstu innsiglinguna
til borgarinnar, Baggenstáket
svokallaða, þröngt sund, sem
skerst inn úr Baggensfirði milli
eyjarinnar Ormingelands, sem
tilheyrir Upplandi, og Söder-
manlands. (Örskammt frá þess-
um sögufræga ál er nú Saltsjö-
baden, baðstaðurinn frægi, og
Vár Gárd, skóli sænskra sam-
vinnumanna). Hafði Svía
grunað að svo myndi fara og
því víggirt sundið töluvert;
sökkt í það nokkrum skipum,
fylltum með grjóti. Þar að auki
voru skotvígi byggð báðumegin
sundsins og þremur vel vopn-
uðum galeiðum lagt í það hand-
an víggirðinganna, þannig að
þær gátu auðveldlega dúndrað
á hvern þann óvelkominn gest,
er sýndi sig í eystra mynninu.
— Bæði skotvígin og galeiðurn-
ar voru mönnuð af um átta
hundruð heimavarnarliðum frá
Sörmlandi og Austur-Gautlandi,
illa vopnuðum, illa æfðum og
marghrjáðum af svelti og harð-
rétti, því heimavarnarliðið
(tremánningsregimenten) var
jafnan látið sitja á hakanum
fyrir fastahernum hvað allan
aðbúnað snerti.
Þegar Friðrik drottningar-
manni, sem hafði yfirumsjón
varnanna á hendi, bárust frétt-
ir um fyrirætlanir Apraksíns,
sendi hann sjöhundruð manna
deild úr fastahernum, Sörm-
landsherdeildina, á vettvang.
Hafði sú deild getið sér mikiö
frægðarorð í styrjöldinni. Yfir-
maður hennar var Rutger
Fuchs, sem getið hafði sér hinn
ágætasta orðstír í hernaði gegn
Dönum og særst alvarlega.
Hökti hann síðan á hækjum, en
var þó sem áður í hernaði
fremri mörgum, sem heilfætt-
ir voru. Þegar honum bárust
boð konungs, sendi hann yfir-
lautinant sinn, von Essen, þeg-
ar af stað með rúman helming
Það er leikur einn
fsiöfrD
POLYTEX •
FLASTMÁLNINGIN SEM ER
SÉRLEGA ÁFERÐARFALLEG
AUÐVELD í NOTKUN, ÞEKUR
MJÖG VEL OG FÆST í MIKLU
ÚRVALI FALLEGRA LITA
POLYTEX
PLASTMÁLNINGIN
SKER SIG ÚR
ÞVÍ LITIRNIR
HAFA ÓVENJU
MILDAN
OG DJÚPAN BLÆ
Gerið heimilið hlýlegra og vistlegra með Polytex
SAMVINNAN 23