Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 26
VÉLADEILD, OPEL UMBOÐIÐ OPEL KADETT CAR A VAN NVR VAGN OG VANDAÐUR fyrirTVO etaFIMMeifa jafnvel SJÖ Vantar yður lítinn bíl, sem þó annar allri flutningaþörf yðar? Á hann að vera „praktískur", en þó vistlegur? Ef til vill líka kraftmikill, en þó léttur á fóðrum? Þurfið þár að flytja vörur eða verkfæri vegna atvinnu yðar, en fjölskylduna í frístundum? Og svo má hann ekki vera of dýr. Hefur yður verið sagt, að þér séuð kröfuharður? Mjög líklega, og þáð eruð þér sannar- lega. En hafið þér þá skoðað Opel Kadett Caravan? Hann er smábíll, en býður upp á ótrúlega möguleika. Tekur tvo í fram- sæti (ásamt fimmtíu rúmfetum af vörum), fimm farþega ef aftursætið er notað — og sjö, sé barnasæti (fæst gegn auka- greiðslu) komið fyrir aftast í bílnum. Vélin er 46 hestafla, gír- kassinn fjórskiptur; samhraða. Og um útlitið getið þér sjálfir dæmt. Komið, símið' eða skrifið, við veitum allar nánari upp- lýsingar. Hallgrímur .... Framhald af bls. 5. unnar var Hallgrímur Pét- ursson. Hann hefur vafalaust unnið að kennslunni með skyldurækni, en hann varð ástfanginn af einum nem- andanum, Guðríði Símon- ardóttur, ekkju úr Vest- mannaeyjum. Guðríður var lítið eitt eldri en Hallgrím- ur, en fyrirmyndar kona, gerfileg, fríð sýnum, gáfuð, trygglynd og úrræðamikil um vandamál sem að hendi bar. Guðríði hafði tekizt að draga saman með ráðdeild og sparsemi tíunda hluta lausnargjaldsins og var það afrek, undir þeim kringum- stæðum. Póstsamgöngur voru litlar milli Arabaland- anna og íslands, en þó tókst Guðríði að koma bréfi heim til manns síns, þegar hún hafði verið nokkur ár burtu. Bar það vott um trygglyndi hennar til mannsins, lands- ins og þá ekki sízt við þau trúarbrögð sem hún varð að líða fyrir í framandi landi. Þegar yfirmenn Latínuskól- ans danska vissu um ástamál Hallgríms og Guðríðar, var hann dæmdur úr skóla. Hurfu hjónaleysin nú heim til íslands og áttu þar fárra kosta völ. Skömmu síðar gift- ust þau og áttu um nokkur misseri heima í Njarðvíkum. Þar vann Hallgrímur að erf- iðisvinnu, bæði á sjó og landi og ekki var aðstaða hans þar hentug til bókfræða. Suður- nes voru þá mjög undirlögð danskri einokun og áttu þar flestir erfiða lífdaga, bæði andlega og líkamlega. Brynj- ólfur Sveinsson var þá orð- inn biskup. Hann gerði strangar kröfur til karla og kvenna um festu og fast form í ástamálum. Kom stefna biskups mjög fram í skiftum hans við Ragnheiði dóttur sína. Nú liðu nokkur ár þannig að Brynjólfi biskupi þótti of snemmt að gera Hallgrím Pétursson að presti, en þó kom þar að hann valdi hon- um brauö á Suðurnesjum, þar sem heitir Hvalsnes. Þar stendur nú prýðileg kirkja og fagur kirkjugarður þeirra Sandgerðismanna. Biskup gaf Hallgrími hest, reiðtygi og messuklæði, en þröngt mun hafa verið í búi hjá þeim hjónum meðan þau voru í Hvalsnesi. Þegar bisk- upi þótti tími til kominn, veitti hann Hallgrími betra brauð, Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, árið 1651. Hallgrímur var prestur í Saurbæ í átján ár, en mjög þjáður af holds- veiki síðari hluta prestskap- arára sinna. Mjög hafði skipt um til betri kjara fyrir prestshjónunum í Saurbæ við komu þeirra á Hvalfjarð- arströndina, þar var jörð frjósöm og gott undir bú. Prestur gaf sig nú að bók- lestri og skáldskap en kona hans hafði með höndum stjórn búsins og fjármál heimilisins. Batnaöi hagur þeirra hjóna eftir komu þeirra að Saurbæ. Þar orti Hallgrímur Passíusálmana. Er talið að hann hafi unnið að því verki í tíu ár, en mjög sinnti hann samtíma ann- arri ljóðagerð og er af því mikil saga. Á þessu árabili kom fram sú vanheilsa, holdsveikin, sem þjáði skáldið mörg síð- ustu ár ævinnar og dró hann til dauða. Af Guðríði er það að segja, að hún hafði mikla forstöðu fyrir heimili og búi þeirra hjóna, enda hafði skáldið önnur nærtækari við- fangsefni, skáldskapinn og 26 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.