Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Síða 29

Samvinnan - 01.03.1964, Síða 29
SAMVINNUMENN INGIMUNDUR ÁRNASON Fæddur 7. febrúar 1895 Dáinn 28. febrúar 1964 Hinn 28. febrúar 1964 and- aðist að heimili sínu á Akur- eyri, Ingimundur Arnason full- trúi. Hann fæddist að Grenivík í Suður-Þingeyjarsýslu, 7. fe- brúar 1895. Ilann var sonur hjónanna séra Arna Jóhannes- sonar og Valgerðar Karolínu Guðmundsdóttur. Nám stund- aði Ingimundur í Gagnfræða- skólanum á Akureyri og lauk þaðan prófi 1915. Árið 1918 gerðist hann starfsmaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, fyrst heima á Grenivík, en frá 1922 á Akureyri, fyrst sem skrif- stofumaður, síðan skrifstofu- stjóri, frá 1930 til 1939, og eftir það fulltrúi kaupfélagsstjóra til dauðadags. Hann átti oft sæti á aðalfundum Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Ingimundur Árnason var söngstjóri Karlakórsins Geysis frá stofnun hans og til 1955; hann var aðalhvatamaður að stofnun Söngfélagsins Heklu, sem er samband norðlenzkra karlakóra, átti sæti í stjórn Tón- listarbandalags Akureyrar og organisti var hann hjá föður sínum heima á Grenivík. Hann var sjálfkjörinn söngstjóri á fjölda gleðifunda og hátíða- stunda, jiar sem almennur söngur fór fram. Kvæntur var Ingimundur Árnason Guðrúnu Árnadóttur, Eiríkssonar bankagjaldkera. Ingimundur Árnason var af- bragðs starfsmaður og sam- vinnumaður. Hann var kapps- fullur og fylginn sér til allra verka, trúr og skyldurækinn. Af honum geislaði orku og fjöri. Hann setti svip á um- hverfi sitt í húsakynnum kaup- félagsins, félagið sjálft og Ak- ureyri. I barmi hans sló heitt hjarta. Þeim er kynntust honum jiólti vænt um hann. Samvinnumenn minnast hans með jjakklæti, virðingu og hlýj- um hug. PHJ. um af í dag. Land þeirra er fá- tækt og haröbýlt, en sjálfir eru þeir stoltir og harðgerðir. Þeir eru einhverjir hörðustu mú- hameöstrúarmenn, sem um getur, og hafa meðal annars af þeim sökum frá fornu fari ver- ið viðsjár með þeim og Eþíó- pum, sem eru kristnir. Flestir eru þeir hirðingjar að atvinnu og hika ekki við að beita hjörð- um sínum á nágrannana, ef því er að skipta. Mannvíg þykja þeim engin tiltökumál og eng- inn sómalskur unglingur er tal- inn mannsefni, nema hann hafi orðið sér úti um armband úr járni, en slíka skreytingu fá þeir einir að bera, sem drepið hafa minnst tvo menn í bar- daga. Yfirleitt er þetta fólk svo óstýrilátt, að það hefur stund- um verið nefnt frar Afríku. í höfuðborgum Vesturlanda hafa menn þungar áhyggjur af gangi mála þarna suðurfrá. Margt bendir til, að laumu- snatar frá aðskiljanlegum kommúnistaríkjum hafi átt einhvern hlut að byltingunni í Sansíbar, og hefur þetta vesæla eyland af því tilefni verið kallað afrísk Kúba. Þá hafa Sómalir leitað til Rússa um vopnakaup og þjálfun á her sínum, og er ekki talið ólíklegt, að það geti orðið upphaf að nánari sam- skiptum þessara þjóða. Er ekki að efa, að bæði Sómalíland og Sansíbar geti orðið Rússum og Kínverjum þénanlegir stökk- pallar til áhrifa í Afríku, þar sem svotil öll hin ungu þjóð- félög standa svo veikum fót- um, að þar getur verið allra veðra von á hverri stundu. dþ. Sigurður Einarsson í Holti: HORFST I AUGU í minni sveit hafa fjöllin liorft á fólkiö frá pví á landnámstið; hvesst á það brúnir og boðið því ýmist skjól, eða beljandi storm og hríð. í minni sveit hefur fólkið horft á fjöllin og fundið, að hér þurfti dugnað. Og horft svo fast á fé sitt og bú og líf, að fjöllin hafa gugnað. Og líklega er öllu harðara í manndómi manns, en móberginu, sem rís hér með sterta tinda og á þó að bakhjalli breiðasta jökul vors lands. Með útsynnings dynti og allt sitt frerabál. — En undan brúnum míns fólks má hún jafnan betur, hin falda glóð af góðleik í mannlegri sál. SAMVINNAN 29

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.