Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Page 5

Samvinnan - 01.03.1965, Page 5
Fáeinar konur voru full- trúar á fundi Norðurlanda- ráðs, sem haldinn var í Reykjavík dagana 12. til 18. febrúar s.l. Þar á meðal var Lis Groes frá Danmörku. Hún er hávaxin, ber höfuð yfir mörg þau stórmenni, sem með henni sátu fundinn, glaðleg, sköruleg, sýnilega föst í fasi og veit hvað hún vill, og segir það sem hún af reynzlu og þekkingu er sann- færð um. Hún er fædd og uppalin í Kaupmannahöfn og hagfræðingur að mennt- un. Hún er húsmóðir á stóru heimili og hefur alið manni sínum níu börn. Og gift er hún Ebbe Groes, forstjóra danska samvinnusambands- ins, FDB. Frú Lis Groes fórnaði Samvinnunni góðfúslega nokkurri stund af dýrmæt- um tíma sínum. — Þér hafið komið mikið við sögu opinberra mála, frú Groes? — Nokkuð. Ég hefi í nokK- ur ár verið í forsæti fyrir neytendaráði danskra hús- mæðra. Það var stofnað eft- ir striðið, þegar vöruskortur og lítið vöruúrval einkemdi viðskiptalífið í Danmörku. Konurnar litu svo á, að það væru fyrst og frems neyt- endurnir, sem mest varðaði um, hvaða vörur og hvernig vörur væru framleiddar. Og raunar alveg sérstaklega húsmæður, sem svo mjög hafa með forsjá heimilanna að gera og meginhluta allra vörukaupa til þeirra. Ráöið beitir sér fyrir athugun og samanburði á vörugæðum og vöruverði og eins og ég sagði í samtali við Rikisútvarpið í dag, höfum við nú alveg ný- lega efnt til samkeppni um beztu gerð af barnaskóm. Við reynum að knýja fram samkeppni framleiðenda um beztu framleiðslu og hag- kvæmust vinnubrögð, til þess að fá vöruna einnig sem ó- dýrasta. Nýlega höfum við hafið útgáfu á blaði, sem kemur út í 80 þús. eintökum. Það heitir „Hugsið“. Við vilj- um reyna að fá neytendurna til þess að hugsa, áður en þeir gera innkaupin. Of'tast virðist það svo, að það seu auglýsingarnar, sem mestu ráða um hvað framleitt er og hvað keypt er. Ekki yfirveg- un og brýn þörf. Þessu vilj- um við reyna að breyta og Barnflestu konurnar áhugasamastar um þjóðfélags- og umbótamál segir Lis Groes, eiginkona forstjóra danska samvinnu- sambandsins og forseti neyt- endaráðs danskra húsmæðra við erum ekki óánægðar nieð árangurinn. Auðvitað segja ýmsir að við höfum ekkert vit á þessu og eigum þess vegna ekki að vera að skipta okkur af því. En við, sem tökum þátt í stjórnmálum, erum vön skömmum og gagnrýni. En það eru rit- höfundarnir og skáldin líka. — En hvað um samvinnu- félögin í sambandi við þessa starfsemi ykkar? — Það er hagkvæmt fyrir samvinnufélögin að fram- leiðsla þeirra og búðarvörur séu bornar saman við ann- að. Reynzlan hefur sýnt, að i flestum tilfellum framleiða þau og selja beztu og ódýr- uStu vörurnar. Einstaka sinnum öfugt og þá er nauð- synlegt að þau fái að vita það. Það er harla þýðingar- mikið fyrir þjóðfélagið í heild, að fjárhagur heimil- anna standi á sem traust- ustum grunni. Því betri sem fjárhagur heimilanna er, þeim mun betra verður þjóð- félagið. Þetta er hreinlega einn þýðingarmesti þáttur lýðræðisins. — Þegar ykkur tekst að fá neytendurna til að hugsa og þeir uppgötva gallaðar vörur og óeðlilegt vöruverð, hvað þá? — Við höfum starfandi nefnd, sem neytendurnir snúa sér til með kvartanir sínar. Nefndin tekur málið til athugunar og reynist kvartanirnar á rökum reist- ar fá neytendurnir leiðrétt- ingu sinna mála. Annars er þetta mál flókn- ara en í fljótu bragði virð- ist. Það er engan veginn nóg, að vöruverð sé lágt. Meira að segja: lágt verð tryggir ekki ódýrar vörur, fremur en hátt verð tryggir góðar vör- ur. Við verðum þess vegna að læra að meta hvort tveggja, verð og gæði. Og það megið þér segja, að sam- vinnufélögin í Danmörku hafa verið mjög jákvæð í þeim efnum að gefa réttar upplýsingar, bæði um vöru- verð og vörugæði. — Það eru stór tíðindi að gerast hjá dönsku samvinnu- félögunum nú, frú Groes? — Já, maður horfir með mikilli eftirvæntingu á það sem nú er að gerast. Sam- vinnufélögin eru fóstruð upp á öldinni sem leið og eru Framh. á bls. 25. SAMVINNAN 5

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.