Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Page 8

Samvinnan - 01.03.1965, Page 8
Rétt fyrir jólin bárust Sam- vinnunni nokkrar bækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. Forlagið er sem fyrr stórvirkt og vandar frá- gang bóka og gefur út lesefni við margra hæfi. Ármann Kr. Einarsson: VÍKINGAFERÐ TIL SURTSEYJAR Og ÓLI OG MANNI I ÓBYGGÐUM Þetta eru 18. og 19. barna- og unglingabók höfundarins. Ármann hefur mjög stóran lesendahóp og á slíkum höf- undum hvílir mikil ábyrgð. Bækur hans eru á góðri ís- lenzku. Jenna og Hreiðar Stefánsson: ADDA LÆRIR AÐ SYNDA Höfundarnir hafa skrifað margar barnabækur, sem eru mjög vinsælar. Þetta er þriðja útgáfa bókarinnar. Hin mikla sala barnabóka bendir til þess, að börn og unglingar lesi mik- ið. Það sannar aftur á móti hitt, hve stórmikla þýðingu það hefur, að slíkar bækur séu vandaðar að frágangi, efni og máli. Jón H. Þorbergsson: ÆVIDAGAR Þetta er sjálfsævisaga, all- stór bók 355 bls. með mörgum myndum. Hefir hún að geyma mjög mikinn fróðleik, ekki að- eins um ævi Jóns á Laxamýri, heldur og einnig búnaðar- og menningarsögu þjóðarinnar. Þeir bræður Þorbergssynir, Jón á Laxamýri, Hallgrímur á Hall- dórsstöðum og Jónas fyrrv. út- varpsstjóri. eru allir þjóðkunn- ir menn og ævi hvers um sig efni 1 bók. Páll Guðmundsson frá Rjúpna- felli: Á FJALLA- OG DALASLÓÐUM Bók þessi er „endurminning- ar og sagnaþættir“ og er búin til prentunar af Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi. Höfund- urinn flutti til Kanada 24 ára árið 1911 og hefur lengst af verið bóndi vestur þar. Hefur hann af mik!lli elju aflað sér þekkingar á þjcðlegum fróð- leik auk þess sem hann bygg- ir þætti sína á minningum frá þeim árum sem hann ólst upp og vann fyrir sér heima á Is- landi áður en hann flutti vest- ur. Sögusvið er að mestu Vopnafjörður, Hólsfjöll og Möðrudalur á Efra-Fjalli. Bók- in er 261 bls. Páll er bróðlr Björgvins tónskálds Guð- mundssonar. Sigurður Jónsson frá Brún: STAFNSÆTTIRNAR Af bókartitli mætti ætla að hér væri um venjulega ætt- fræði að ræða. Svo er ekki. Bókin er frásagnir af reið- hestum Sigurðar, hverjum af öðrum og að vísu grafist fyrir um ættir þeirra eftir heimild- um og líkum og að lokum ætt- artala nokkur. Nokkrir af hest- u.m S'gurðar voru landsþekkt- ir vegna mikilla kosta og eigi síður hins, hversu lítt þeir voru við alþýðuskap. Hestasálum er þessi bók kærkomin. Hún er 151 bls. Benjamín Kristjánsson: VESTUR-ÍSLENZKAR ÆVI- SKRÁR II. bindi. Bókin er með svipuðu sniði og fyrsta bindi þessa mikla ritverks. Er þar greint frá fjölda Vestur-íslendinga, ætt- um þeirra og aðstöðu og birt- ar myndir af þeim. Fylgir að lokum nafnaskrá. Er bókin náma mikils fróðleiks. Hún er 425 bls. í stóru broti. AÐALFUNDUR ! SAMBANDS ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA | verður huldinn uð Rifröst í Borgurfirði dugunu 11. og 12. júní n.h. og hefst föstu- duginn 11. jtcnt kt. 9 úrdegis. j Dugshrú sumkvwmt sumþgkhtum Sumbundsins. Stjóriiiii j I _____________________ _________ 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.