Samvinnan - 01.03.1965, Page 11
AÐGANGSEYRIR
Smásaga eftir Alexander Woollcott
Hér kemur þá sagan af
Cosettu og herskólasveinin-
um í Saint-Cyr, nokkurn
veginn eins og hún er sögð
(og hefur verið sögð um ára-
bil) í reykmettuðum mat-
skálum franska hersins.
Á ofanverðri nítjándu öid,
þegar minna bar á háværum
munnsöfnuði á kaffihúsum,
hlaut talið fyrr eða síðar að
berast að Cosettu. — Cosetta
í Fjölleikahúsinu var al-
mennt talin eftirsóknar-
verðust kvenna í Frakklandi.
Hún var sannarlega ekki
skyndikona yfirstéttanna,
eins konar endurfædd du
Barry, en hinn sanni vin-
ur lýðræðis.
Enginn vissi hvaðan hún
kom. Sumir töldu hana vera
fiskimannsdóttur frá Bret-
agne-skaga, aðrir héldu á
loft þeirri sögu, að hún væri
ávöxtur ásta frægrar leik-
konu og velþekkts kóngs.
Hvað sem því leið, var hún,
begar hér er komið sögu,
orðin þjóðsagnapersóna, og
Frakkar, sem ekki höfðu að
fullu náð sér eftir langæjar
styrjaldir, fundu í yfirburð-
um hennar eins konar bals-
am særðu stolti. Á myndum
sást hún venjulega sitja tæl-
andi á borðbrún, og mynd-
irnar voru klipptar út úr
L’Illustration og hengdar á
veggi í öllum herskálum. Sér-
hvern franskan pilt dreymdi
um hana, og hver einasta
skvnsöm frönsk stúlka skildL
að ástvinur hennar sagði
raunverulega: „Viltu koma
með mér niður á árbakka
um sólarlag, fyrst ég get
engar vonir gert mér um
ástir Cosettu? Já, hún skildi
hann og ásakaði hann ekki.
Allir höfðu séð myndir af
skrauthýsi Cosettu, þar sem
vínviður las sig um veggi og
margraddaður fuglasöngur
ómaði úr búrum. Og jafnvel
þeir, sem aldrei áttu í vænd-
um að yfirstíga háan múr-
inn umhverfis garðinn, voru
sjúklega stoltir af því atriði
þjóðsögunnar, að enginn
hefði nokkru sinni gist að
Cosettu án þess að geta
reitt fram fimm þúsund
franka, — og verið þess
minnug, að þetta var á of-
anverðri nítjándu öld, þeg-
ar franki var franki, og karl-
menn af vissum ástæðum
karlmenn.
Töfrar Cosettu og sú hag-
sýni, sem henni var í blóð
borin, gerðu nýliðana á
Saint-Cyr ofurlítið þung-
lynda. í hvíldartímanum á
vökunni skeggræddu þeir
þetta, og öllum þótti þeim
miður, að málinn skyldi vera
svo rýr, að enginn þeirra,
sem einn góðan veðurdag
áttu eftir að veita forystu i
hefndinni miklu, ætti
nokkru sinni eftir að leggja
til orrustu með minninguna
um fegurstu konu Frakk-
lands. Hvaða herskólasveinn
gat svo sem gert sér vonir
um að geta dregið saman
fimm þúsund franka? Það
var sannarlega sorgarefni.
En, hrópaði einn þeirra
titrandi röddu með leiftur
í augum, það væru þúsund
skólasveinar við Saint-Cyr,
og enginn þeirra svo aumur,
að hann gæti ekki á nokkr-
um tíma aurað saman fimm
frönkum.
Það var á þennan hátt,
sem Cosettu-samskotin hóf-
ust. Og í kjölfarið fóru þung-
ar áhyggjur og víðtæk leit að
leiðum. Þeir sýndu frábæra
sjálfsafneitun, reyndu öll
vinasambönd til þrautar, og
rituðu frænkum og guð-
mæðrum hjartnæm bæna-
bréf, — vitanlega undir
fölsku yfirskini. Annað eins
hafði aldrei sézt við Saint-
Cyr. Og á settri stundu gat
hver einasti lagt fram fimm
franka, — sína eigin eða
einhvers annars.
Útdráttur númera var vel
á veg kominn, þegar einn
kennaranna komst að öllu
saman, og bar söguna felmtri
sleginn til skólastjórans.
Þegar hinn aldni herforingi
heyrði söguna, varð hann
svo djúpt snortinn, að hann
mátti ekki mæla um hríð.
„Sá sem happið hlýtur,"
sagði hann loks, „verður öf-
undaður af allri sinni kyn-
slóð. En sá sem átti hug-
myndina, — já, hann, vin-
ir mínir, verður einhvern
tíma marskálkur yfir öllu
Frakklandi.“
Svo skellti hann upp úr,
þegar hann sá fyrir sér við
dyr Fjölleikahússins star-
eygan ungling með ekkert
veganesti nema æsku sína
og aðgangseyrinn. Á hinni
einföldu fjárhagsáætlun var
ekki gert ráð fyrir ferðaiagi
til Parísar, ekki vagnkostn-
aði, blómvendi né heldur
hugsanlegu kvöldverðarboði,
en skólastjóri kvaðst reiðu-
búinn að greiða allan auka-
kostnað úr eigin vasa. ,.Það
geta orðið ýmis útgjöld"
sagði hann, „sendið fíflið,
Höfundur þessarar sögu, Alexander Woollcott, fæddist árið 1887
í Phalanx í New Jersey, Bandaríkjunum. Settur var hann til
mennta, og lag’ffi aff loknu námi gjörva hönd á margt. Leikari
er hann góffur, þekktur rithöfundur, blaffamaffur, útvarpsmaff-
ur o. fl. Nú mun hann þó einna kunnastur í lieimalandi sínu
sem „The Man Who Came to Dinner“, þ. e. maðurinn sem kom
til miffdegisverðar, en þaff er nafn á Ieikriti eftir þá Georg S.
Kaufmann og Moss Hart, tileinkaff Woollcott og talin frábær
lýsing á honum. Leikrit þetta hefur veriff svnt hérlendis undir
nafninu Gestur til miffdegisverffar.
Sagan um Cosettu er tekin úr bók Woollcotts, While Rome
Burns effa Meffan Róm brennur. Er þaff safn greina og sagna
eftir hann. H.P.
Á myndum sást hún venjulega
sitja tælandi á borðbrún . . .
sem vinnur, til mín, áður en
hann leggur upp.“
Það var nýliði frá Vendée,
sem knúði dyra hjá skóla-
stjóranum kvöldið eftir.
Hann var mjög snyrtilegur á
rauðum buxum og bláum
frakka; hvítir hanzkarnir
voru tandurhreinir og gljáði
á skjaldarmerki hans, en
hj artslátturinn var eitthvað
óeðlilegur. Skólastjórinn
sagði ekkert, en rétti hon-
um pyngju með Hlöðvéspen-
ingum, kyssti hann á báðar
kinnar, bað honum blessun-
ar og stóð voteygður og bros-
leitur við glugga sinn, unz
hann sá hann hverfa niður
trjágöngin.
Sólskinið smaug milli
rimlanna fyrir glugganum,
og dansaði fiörlega á gólf-
teppi Cosettu morguninn
eftir, er hún settist upp í
rúmi sínu og velti fyrir sér.
hvernig deginum yrði bezt
Framh. á bls. 30.
SAMVINNAN 11