Samvinnan - 01.03.1965, Qupperneq 12
Jón Sigrurðsson.
Sjötíu Norffmenn komu á
Reykjavíkurflugvöll 5. ágúst
1964 til þess aff planta skógi
á íslandi. Jafnmargir Islend-
ing-ar fóru til Noregs meff sömu
flugvél í sömu erindum. I þeim
hópi voru þau í aldursforsæti,
Jón Sigurffsson í Yztafelli og
kona hans, Helga Friffgeirs-
dóttir.
Jón segir hér ferffasöguna:
Svifið var á loft síðdegis.
Sól skein í heiði. Við áttum von
á að stefna í suð-austur með
útsýn til Surtseyjar og suður-
strandarinnar. En Þingvalla-
vatn var fyrsta kennileitiff,
síffan öræfi og jöklar undir
vængjvm og loks d’mmblátt
hafið.
Enginn hafði hugleitt þá
staðreynd, aff beinasta leiðin
milli tveggja staða á sama
breiddarbaug fylgir ekki
baugnum, heldur sveigir að
heimsskauti. Þetta veldur því,
aff landið okkar er svo mjög í
þjóðbraut flugvéla.
Viff kviðum fábreytni langa
leið, þar sem aðeins sæi him-
in og haf. Hér voru 70 manns,
ungir og gamlir, karlar og kon-
ur, flestir ókunnugir, sinn af
hvoru landshorni, og valdist í
sæti af handahófi. Brátt voru
bornar fram veitingar, og mátti
heita veizlukostur í mat og
drykk. Samneyti matar og
nautnar hefur frá aldaöffli
veriff bezti mannakynnir, og
ennþá varir þetta. Karlarnir
bjóða í nefiff, unga fólkiö
vindlinga.
Nú hófst kynningin. Hópur-
inn varff glaffur og hávær með
söng og samræðum.
Áður en varffi var ferðinni
lokiff. Framherjar flugvélar-
innar sáu land fyrir stafni.
En við höfðum flogiff á móti
nóttinni. Þaff var komið sól-
setur. . Það roðaffi á dökka^i
Jón Sigurðsson, Yztafelli:
NOREGI
FRÁ
hnjúka í fjarska, sem óffu blá-
móffuna upp á axlir. Nær voru
silfurbjört eyjasund og eyjarn-
ar með hvít timburhús í skóg-
arlundum.
Fæst okkar höfðu áður stig-
ið fæti á erlenda jörð. Land-
takan var í huga okkar fyll-
ing æskudrauma. En hún
reyndist býsna raunhæf. Jörff-
in togaði í fæturna á sama hátt
og heima. Loftið var eins að
anda að sér. Grösin á vegar-
köntunum voru gamlir kunn-
ingjar aff heiman. Eyjaklasinn
gat verið breiðfirzkur og
hnjúkarnir í fjarska Dalafjöll-
in og Barðaströnd. Fólksþyrp-
ing beiff til móttöku. Engan
mun var aff sjá á því og ó-
kenndum íslenzkum hóp. Það
var eitt sem skildi, hér voru
tré hvar sem rót á festi og
landiff hafði ekki verið tekið
undir byggingar eða til rækt-
unar.
Viff lentum á eyjunni Vigra
á Sunnmæri og vorum leidd að
veizluborði þegar í staff. Ung-
mennafélag staffarins var veit-
andi. Ungar konur í þjóðbún-
ingum stóðu fyrir beina og
skemmtu með leikþætti úr sögu
eftir Björnson, söng og
gítarle;k. Oddviti héraðsins
sagffi frá byggð sinni. Sveita-
skipan er önnur í Noregi en
hér heima. Landið skiptist í
fylki, en fylkin í héruð, sem
svara víffast til sýslnanna
heima að mannfjölda. Eyjan
Vigra er í héraði með þrem
öðrum eyjum og mannfjöldinn
á fimmta þúsund. Þetta gerir
sveitarfélögin míklu öflugri til
menningarátaka en litlu
hreppana okkar.
Viff komum snöggvast á
dansleik í samkomuhúsi eyjar-
innar. Síðan var stigið upp í
„bussa“ (rútu). „Bussarnir"
voru síffan affalfarartæki okk-
ar fram og aftur um byggðir
Noregs í hálfan mánuð. Þetta
eru stórir vagnar með sæti fyr-
ir 35—40 manns, hæfilegir fyr-
ir hálfan hópinn og leiðsögu-
mann, og allir voru þeir aff
heita mátti eins, hvar sem við
fórum. — Bussinn var fulla
klukkustund á leiðinni fram
og aftur um eyna, skilaffi tveim
til fjórum gestum til náttstaff-
ar á heimili. — Loksins var
„gömlu hjónunum" vísað til
næturgistingar í stóru timbur-
húsi. Klukkan var eitt á Vigra,
en raunar ekki nema ellefu
heima.
Viff litum út um glugga á
þriðju hæð morguninn eftir.
Miklar bjarkir sveigðu grein-
ar niður á móts við húsþakið
og skýldu grasbletti, berja-
runnum og blómabeði. Niðri
Dómkirkjan í Þrándheimi.
FYRRI HLUTI
12 SAMVINNAN