Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.03.1965, Qupperneq 18
FRÁ NOREGI Framh. af bls. 15. voru auðvitað seldar hressing- arvörur og minjagripir. Þar sem við fórum efst, voru hnjúkar margir og fjallaskörð með vötnum. Ekki sást snjór, svo sem hjá Dalnibbu. Ibsen lætur Pétur Gaut gerast í Guð- brandsdal ofanverðum og í fjöllum þessum. Okkur var sýndur tindurinn, þar sem Pét- ur þóttist hafa stokkið framaf á hreininum, og fjallavatnið, sem hann kom niður. En ekki hittum við þá grænklæddu, eða komum í höll Dofrakonungs. Á heimleiðinni var snæddur miðdegisverður á miklu fjalla- hóteli, sem nefnist Bessheim. Það stendur á flatlendi ofar skógarmörkum. Skammt frá er stórt vatn. Þarna var ös á hlaði úti og í sölum inni af ferðafólki ýmsra þjóða. Samt fengum við salarhorn fyrir okkur. Á borð- um var silungur úr vatninu, og gaf hann ekki eftir Mý- vatnssilungi. Ein af dásemdum staðarins er stangveiði í vatn- inu. Við sáum marga báta frammi. Veiðin hlýtur að vera allmikil, því margir voru mett- aðir af fiski þennan dag, en varla þó fimm þúsundir. Hér er allt í gamalnorskum stíl eins og endranær á gestastöð- um. Bessheimur er frægur staður, og þykir frægð að hafa heimsótt Jötunheima. Þarna er minjagripasala, og allir hlutir merktir Bessheimi, svo vitni ber um það, er heim kem- ur, að þessi staður hafi verið heimsóttur. Mörg sel eru þarna á hálendinu. Við heimsóttum eitt þeirra. Selsmalinn var að mjólka kýrnar um miðaftan- leytið. Milli 20 og 30 geitur voru á selstúninu. Þær komu á móti okkur og sníktu eftir brauði og sælgæti. Úr norsk- um bókum og sögum geyma margir mynd selstúlkunnar, ungrar og fríðrar með seiðandi ástarþrá. Selráðskonan hérna var um sjötugt, og hafði hún verið í seli um 40 sumur. Hún sýndi okkur selhúsin, öll úr „stokkverki“, mjög þrifaleg og snotur. Nú gengur mjólkurpóstur upp í selin, og hætt er miólk- urvinnslu þar efra. Seltíminn er frá miðjum júní fram í október, en var hann áður lengri, meðan seltúnið var heyjað og selheyið gefið fram- an af vetri. Selkonan leiddi okkur til hý- býla. Mavgt var þar gamalla muna með listabragði, en merkilegust hennar eigin handarverk. — Einirætur fúna seint. Þarna var dálítill upp- blástur og auðfundin hvít sprek einiróta, sem alla vega höfðu snúist um aðrar rætur og steina í leit að mold. Þetta notaði selkonan, fann myndir í sprekunum, skar af auka- kvisti, málaði svarta eða rauða díla, þar sem við átti. Þarna komu fram hreindýr, elgir fuglar og norrænar dreka- myndir, álfar og tröll. Niður úr rjáfrinu hékk „hez (galdra- kerling) ríðandi á sópskafti til Blokbjerg". Þetta er eitt dæmi um listhæfni og listhneigð al- mennings í Noregi, sem sást á flestum heimilum í einhverri mynd, frumleg og þjóðleg. Við héldum niður sömu gróð- urbeltin, björkina, furuna og grenið. Furan er margbreytt, og sums staðar ófögur, með kræklugreinar og greinabrot. Sumar þeirra minntu á galdra- kerlinguna í selinu. Líklega er furan mesta galdrakerling bessa lands. Hún klifrar fjöll- in, og virðist festa rætur í ber- um klöppum. Næsta morgun var hald’ð skamman veg inn með vatninu að bæ. sem heitir Strönd. Hjón- in þar heita Pétur og Ástríður Nesange. Hjá þeim var unnið um daginn. Við fórum upp með vatns- miklum bæjarlæk í djúou, s^arbröttu, skógivöxnu gili. Lækiarniðurinn var heimaleg- ur. samstilltur hljómleikur. bótt hver foss og buna eigi s:tt hljóðfæri. Sums staðar faldi skrgur og blómstóð lækinn. Undir hávöxnum bíörkum og grenitrjám vafðist sigurskúfur og venusvagn, sem hér eru að- al skógarblómin. Þess á milli sá hvíta fossa falla í bláa hylji. Beint uppfrá útihúsum jarðar- innar var breið graslág, skóg- laus. Við plöntuðum þar um daginn, beggjavegna lágarinn- ar. Um hádegi komu þau Pétur bóndi og Ástríður húsfreyja. Pétur hafði á baki sér 30 1. brúsa með súrmjólk, en Ást- ríður bar kaffiketil og bolla- körfu í höndum. Hún hitaði ketilkaffi við eld þar efra. Langa hríð var setið, etið og drukkið á grænni hæð, þar sem byggðin blasti við. Við hjónin sömdum við Ást- ríði húsfreyju um að mega sjá bæinn hennar á heimleiðinni. Okkur hafði sýnst hann girni- legur til fróðleiks um morgun- inn. Bærinn á Strönd er um 200 ára gamall. Forfaðir Pét- urs byggði hann um 1760, á sama tíma og konungur og biskup þjökuðu norðlenzka bændur til þess að brjóta grjót úr Hólabyrðu og hlaða dóm- kirkjuna á Hólum. Þá var all- ur hagur almennings á íslandi í eymd og vesöld. — Strand- arbærinn í Ottadal ber vott um ættarrisnu. Hann er hlaðinn úr tr;'ám, svo sem Klóneshúsin. „Storstuva“ (stórastofan) er 12x7 metrar. Þar inni er hinn forni svipur enn í heiðri hafð- ur. Arinninn er á sínum stað og enn notaður, þegar meira er við haft. Þarna er og „kamina" frá 19. öld. Þar eru málaðar myndir forfeðranna á veggj- unum. Þarna siafnaðist allt fólkið að vinnu á löngum vetr- arkvöldum. Ennþá fær allt hið gamla að halda sínum heiðurs- sessum. En nútímaþægindin eiga sér þar nóg rými, t. d. rafmagnseldavél og ísskápur. Fólkið heldur enn gömlum sið- um að mestu. Þessi tveggja alda hýbýli voru hlýleg og vistleg, einnig í augum okkar nútímamanna. Við komum út í „stafbúrið" á Strönd. Þar var margt gam- alla muna, sem hætt var að nota. Við sáum einnig að mörgum gömlum búvenjum var við haldið, t. d. var enn eftir sem svaraði meters háum hlaða af norsku flatbrauði, sem gert var á síðasta vetri. Þetta heimili bar vott um miklu meiri festu við forna menningu og þjóðarsiði en ger- ist til sveita á íslandi. Eflaust hjálpar þessi festa við hið forna fólki efnalega, því prjál- ið og öpun nýrrar tízku kostar stórfé. Þess má geta, að um kvöldið var íslendingum fagnað með samkomu niðri á Vágámo. Þar mætti Ástríður á Strönd í þjóð- búningi. Daginn eftir unnum við á Upp úr ólestri Ég held ei betri liðnar aldir en þau ár, sem líða nú og reyna mig og rista hug og hjarta marga ben og hrekja lítinn karl á flóttastig. En þúsund ár og áður hundruð slík þau áttu fjölda bœði vonds og góðs. Af spökum mönnum mörg var öldin rík og margt þá gert til varnaðar- og hnjóðs. Af dœmum þeim ég ekkert missa má, af máli og sögu engu týna niður, því hvorki um of er bent né varað við. Ég fagna þeim, sem eru vegi á, ef einhver staðar hittist fagur siður, en reyndar erfðir veita vœnsta lið. Sigurður Jónsson frá Brún 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.