Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Síða 23

Samvinnan - 01.03.1965, Síða 23
skóli fyrir á fimmta hundrað nemendur á aldrinum 7—16 ára. Þar er fjöldi kennslustofa fyrir almennt bóknám en auk þess mikill íþróttasalur, sund- laug, eðlis- og efnafræðistof- ur, þar sem framkvæma má til- raunir, náttúrugripasafn, vef- stofur, saumastofur, skólaeld- hús, verkstæði trésmíða og járnsmíða og til viðgerða á búvélum. Yngstu árgangarnir komu aðeins í skólann annan- hvern dag. Þrír elztu árgang- arnir hafa mjög mikið frjáls- ræði um nám. Þeir mega velja eitt erlent tungumál og um greinar verknámsins. Hagnýt búfræði er kennd þarna þeim, sem það vilja. Skólinn hefur engar heima- vistir. Þeir sem næst búa, ganga þangað. Skólabílar ganga um allt héraðið kvölds og morgna og flytja nemend- ur ókeypis. Mestu fjarlægðir eru 30 km. — Hér er ekkert til sparað, að námsaðstaða sé sem bezt. Skólinn er ekki að öllu fullbúinn, og hefur kost- að um 30 milljónir íslenzkra króna. Hann er allur úr timbri. Reinsklaustur heitir mesta höfuðból héraðsins. Þar var höfðingjasetur frá fornöld. Þar bjó Skúli jarl og var þar graf- inn. Hann gaf jörðina til klausturs. Margar konungborn- ar konur og af ríkustu ættum landsins urðu þarna nunnur og gáfu með sér stórfé í jarða- góssi. Svo kom að klaustrið átti flestar jarðir í Rissa-héraði og miklar jarðir og skóga um öll Þrændalög. Kirkja reis þar snemma, og var mikil helgi á staðnum. Kirkjan var hlaðin úr granít, og voru veggir hálf- ur annar meter á þykkt. Eftir siðabót brann kirkjan að inn- an, og þakið féll. Enn var þó mikil helgi á grjótinu. Menn trúðu því að þeir kirkjustein- ar væru til heilla í hýbýlum og vörnuðu reimleikum. Þeir voru fluttir víðs vegar, og sumt til Þrándheimsborgar, og eru hliðarveggir nærri horfnir. Konungur helgaði sér klaust- urjarðir eftir siðabót. Megin jarðanna var selt, þó fylgdu heimajörðinni miklir skógar og margfalt stærra heimaland en öðrum jörðum í héraðinu ár- ið 1704, þegar ættbálkur sá keypti, sem nú situr þar. Ætt- arnafn þeirra er Horneman. Við kynntumst tveim bræðrum frá Klaustri, báðum um sex- tugt. Annar sýndi okkur stað- inn og sagði sögu hans. Ebbe Horneman fylgdi okkur kring- um allan Þrándheimsfjörð, og var óþrjótandi að fræða um allt fornt og nýtt, hvar sem við komum. Sonur hans er nú tekinn við höfuðbólinu. Son- ardóttir Ebba, tólf ára, þjónaði okkur til borðs alla dagana í Rissa. Hún kom til að fá að kynnast íslendingum, sagði hún. Ekkert fólk sýndi okkur meiri alúð og ljúfmennsku en fólkið frá Reinsklaustri, og er það þó talið fyrirfólk. Þar nutum við efalaust Snorra og annarra íslenzkra fornsagna- höfunda. — Höfuðbólið stend- ur á háum hól í miðju hér- aði. Þó nýtur lítið útsýnis. Hér er, sem víðast annars stað- ar i sveitum Noregs, að skóg- urinn byrgir og varnar þess að hægt sé að fá heildarsvip og yfirsýn. Fyrir réttum hundrað árum var byggð höll úr timbri, og sléttað úr gömlu klausturrúst- unum. Ennþá býr ættin í höll- inni. Enn stendur höfuðhlið hins gamla klausturmúrs, með þykkum granítsstöpplum. Sitt koparljónið er á hverjum stöpli, í fullri líkamsstærð ljóna. Þessi ljón flutti ættar- faðirinn með sér frá Osló, er hann keypti höfuðbólið fyrir 260 árum. Við hliðið er askur, sem með vissu er orðinn 500 ára gamall. Hann er fimm metrar að ummáli og ógreind- ur í þriggja til fjögurra metra hæð, en greinist þá mjög, og getur fjöldi manns staðið und- ir limi hans. Ekki sjást hrörn- unarmerki á þessum „Yggdras- il“. Skáldið Johann Bojer (1877 —1959) var fæddur og uppalinn við mikla fátækt í þessu hér- aði. Hann var aldavinur fólks- ins á Klaustri. Hann kom heim auðugur maður af ritverkum sínum og stóð fyrir byggingu veglegrar kirkju á Reins- klaustri 1932. Hún er byggð alveg í fornum stíl og prýdd fjölda listaverka. Bojer og bræðurnir, sem nú eru á Klaustri, kostuðu kirkjuna að öllu og gáfu héraðinu ásamt listaverkum. Næstu þrjá daga unnum við á heiðum uppi. Heiði þessi er með mörgum ásum og skorin djúpum lágum eða smádölum, með bröttum hlíðum. í lágar- börmunum er ýmist stórvaxinn greniskógur eða birki. Grenið gnæfir þarna yfir, svert, hátt og beinvaxið, þar sem það nær að komast upp úr birkinu. Birkið er engu vöxtulegra en í skógum heima, t. d. í Vagla- skógi. Það á allt að falla, en verið var að planta greni í staðinn. Þetta er á sömu breiddargráðum og ísland og auk þess uppi á heiði, um það bil 400 metra yfir sjó. Ég sé enga ástæðu til þess, að gren- ið nái ekki sama vexti heima og hér. Menn tala um að tíð- arfar sé vanstillt á íslandi. Svo er hér líka. Ágætt sumar var í fyrra, en í vor skemmdust ársprotar trjáa af frosti. Jarð- eplagras var sums staðar fall- ið hér í byrjun ágústmánaðar og epli þá skemmd af frosti. Við höfðum lítið tal af fólk- inu, sem við unnum hjá, tvo fyrstu dagana, en þess meira ræddum við við Einar Stokk- um á Bjargi. Hann kom upp- eftir með okkur um morguninn. Við unnum í bröttum lágar- barmi móti sólu. Ekki var ský á himni og ekki andvari. Unn- ið var í smáhópum, þar sem eftir var að planta greni í birkiskóginn. Einar fór milli flokkanna og spurði frá ís- landi og rabbaði. Þegar lengi hafði verið setið, varð mér að spyrja, hvort ekki skyldi fara að vinna. „Ekkert liggur á,“ sagði Einar. „Þið eruð ekki komnir hingað til að þræla, heldur til þess að kynnast okk- ur og við ykkur.“ — Um hádeg- ið kallaði hann á okkur öll upp í gamalt sel, sem stóð á háum ási milli heiðardalsins og byggðarinnar. Þarna voru veitingar hitaðar inni í selinu og bornar út I selvarpann, þar sem við lágum í sólinni. Meðan verið var að hita kaffið, leiddi hann okkur á útsýnishæð rétt hjá selinu. Þar var skóglaust. Þaðan sá vel yfir allt héraðið, til sjávar og yfir Þrándheims- fjörð. Það er fremur sjaldgæft að fá gott útsýni í Noregi. Þótt skógur sé hlýlegur og skýli vel, lokar hann inni. Nú kom sunnudagsmorgunn. Ennþá var hlýtt, en skýja- bólstrar riðu fjöllum, og steyptu niður skúrum hér og þar, hellirigningu, svo rann um götur, en sólskinið fór á eftir. — Við settumst í buss- SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.