Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Page 26

Samvinnan - 01.03.1965, Page 26
„BU ER LANDSTOLPI" en karlmenn. Og konur á fs- landi eru framúrskarandi, með sterkan persónuleika og duglegar. Það voru þær í gamla daga og það eru þær enn. En staða konunnar í nútíma þjóðfélagi er allt önnur en áður var. Þær eru ekki eins frjálsar og áður, þjóðfélagið sem slíkt leggur þeim þyngri ábyrgð á U->"ð- ar. Ég á við, að konurnar verða að taka virkan þátt í að móta þjóðfélagið og gera það betra og fullkomnara. Heimilin verða að vera i nánum tengslum við þjóðlíf- ið allt. Þau eiga ekki ein- ungis að vera griða^taður. þer sem menn leita skjóls < stormum lifsins, heldur eiva ^au að vera lifandi frumu’’ í þióðarlíkamanum. Til þeirra verður að vera hævt, að sækja vakningu og styrk í baráttunni fyrir betri heimi. Þetta sagði frú Lis Groes mitt í önnum margvíslegra fundarstarfa. Og að baki orða hennar leyndi sér ekki mikill persónuleiki og b.iarg- föst trú á hina góðu baráttu fyrir batnandi mannlífi. P.H.J. Framh. af bls. 2. félagar að kynnast íslenzku slagviðri, sandstormi og mold- roki, stórhrið og ófærð af völdum fannkyngi. En einnig fengu þeir að kynnast stilli- logni og glampandi sól, stjörnubjörtu haustkvöldi með bragandi norðurljósum, og margra hlýrra stunda nutu þeir við gestrisni og hlýjar móttökur á fjölda heimila og vinnustaða. Efni til myndarinnar var safnað í öllum landsfjórðung- um, en mestu á Suður- og Suð- vesturlandi og við Eyjafjörð. Næsta vetur var myndin klippt og fullunnin hjá Tekn- isk Filmkompani. Upphaflega var ætlunin að hún yrði að- eins 20—25 mínútur, en sam- komulag varð um það að lok- um, að hún yrði 35 mínútur. Texta gerði Gísli Kristjánsson og þulur er Andrés Björnsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Tónlist útvegaði að mestu leyti Páll H. Jónsson. Á íslandi hlaut myndin nafnið „Bú er landstólpi", en í Danmörku heitir hún „Det Grönne Is- land“. Hún var sýnd í fyrsta sinn á ráðstefnu búnaðarsam- taka, sem haldin var í Finn- landi s.l. sumar og hlaut þar mjög góða dóma. Með haust- inu var hún tekin í notkun á íslandi og í Danmörku. Það er vitað að hún vekur mjög mikla hrifningu og eru eintök þau, sem gerð hafa verið með dönskum texta í látlausri notk- un. Mikið hefur verið spurt um myndina frá öðrum löndum en þessum og er ákveðið að gera við hana texta á ensku og jafnvel þýzku. Engir, utan þeir, sem eitt- hvað hafa kynnzt gerð slíkra fræðslumynda, geta gert sér fulla grein fyrir því, hve mikil vinna og erfiði liggur þar að baki. Þessi íslenzka landbún- aðarmynd nýtur þess, að kvik- Helmer Rasmussen og fjölskylda á heimili þeirra í Tástrup. dralon gam hleypur ekki - dralon garn lœtur ekki lit - dralon gam er hlýtt sem úll og mjúkt sem ull, en margfalt sterkara GEFJUN 26 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.